Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 52
verður tæknin að verða þjónn mannsins en ekki sá harði húsbóndi sem hún er gerð nú í umboði fárra valdhafa. Kaflinn um hina fagurfræðilegu vídd er raunar lítið annað en kynning á viðhorfum tveggja þekktra hugsuða á Vesturlöndum, Immanuels Kants og Friedrichs Schillers, og síðan nánari útfærsla á grundvelli þeirra viðhorfa. Bæði Kant og Schiller hafa talið vídd fagurskynsins þá uppsprettu þroska og göfgi, að þangað hljóti maðurinn að sækja eggjun til dáða, þar sé fjöregg lífs hans og hamingju. Að fagurskynið sé lykiilinn að allri heim- speki Immanuels Kants, varð mönnum naumast ljóst á Vesturlöndum fyrr en Martin Heidegger vakti sérstaka athygli á því. Af hinum þrem miklu ritum um gagn- rýni, er Kant skrifaði, hafði Kritik der Urteilskraft engan veginn náð eins að móta hugmyndir Vesturlandabúa og Kritik der reinen Vernunft og Kritik der praktischen Vernunft. Hrein skynsemi og hagnýt skyn- semi voru hugtök sem næsta auðvelt var að átta sig á, hið sama verksvið og takmörk hvors afbrigðis skynseminnar um sig. Á hinu var erfiðara að átta sig, að bæði þessi afbrigði skynseminnar áttu að standa í bein- um og órjúfanlegum tengslum við þriðja hæfileikann, sem vitundarlíf mannsins byggi yfir, dómgreindina, en það furðulega heiti valdi Kant hæfileika fagurskynsins. Dómgreindin er mið og möndull vitundar- lífsins. Hún tengir saman þrennt er verður raunverulega aldrei aðskilið: Fegurð, sið- fræði og frelsi. Og dómgreindin gerir meira en tengja þetta þrennt saman. Hún fellir miskunnarlausa dóma á grundvelli þeirrar samtengingar. í dómgreindinni og fagur- skyninu á hið skilyrðislausa skylduboð upp- haf sitt, forsendu og takmark. Vídd fagurskynsins var miklu auðsærri í túlkun Friedrichs Schillers. Schiller hafði enda skrifað rit, sem bar þetta ljósa og skýra nafn: Bréf um hið fagurfræðilega upp- eldi mannsins, Briefe úber die ásthetische Erziehung des Menschen. Þar var skáldið og fagurkerinn ekki myrkur í máli, og Marcuse þótti hann mæla spádómsorð og sjá langt í aldir fram. Schiller taldi tilver- una búa yfir tveim víddum, dímensíonum. Þeirra gætti í hinum furðulegustu andstæð- um, sem einkenndu mannlífið. Schiller vek- ur sérstaka athygli á ferns konar andstæð- um: Tilfinning — skynsemi; efni — form; eðli — frelsi; persónubundið — algilt (ab- solut). Hver dímensíonin fyrir sig hefur framkallað og þróað sína sérstæðu hvöt og á grundvelli hennar sérstætt hvatalíf. Ann- ars vegar er þar um að ræða undaðarhvöt- ina, Sinnlichen Trieb, hins vegar formhvöt- ina, Formtrieb. En til þess að líf mannsins öðlist hæð og dýpt þarf hin þriðja hvöt að birtast, leikhvötin, Spieltrieb, sem gerir því tvennu skil sem veitir manninum mesta og sannasta lífsnautn. fegurðinni og frelsinu.— Þegar svo er komið, mun manninum verða ljóst að til eru þrenns konar mismunandi ríki í tilverunni: 1) Ríki sem byggist á kröftum og orku. 2) Ríki sem grundvallast á lögmálum og kerfum og 3) Ríki sem hafa þann tilgang að þroska manninn með ímynd leiksins og hillinganna að leiðarljósi. Marcuse er sannfærður um að hungur, þjáningar, stríðsótti og útrýmingarskelfing mannkynsins er tilbúinn ófögnuður, sem það hafi alla möguleika á að losna við. Ástæð- an til þess að mannkynið hefur ekki losnað við þennan ófögnuð er ekki valdið eitt í sjálfu sér, heldur að valdið er gert að drottn- un. Drottnunarhneigð einstakra manna og einstakra aðila á sök á því, að möguleikar hinnar annarrar víddar, fegurðar, leiks og frelsis, eru ekki hagnýttir. Haldi svo fram enn um hríð, eru aðeins tveir möguleikar til björgunar fyrir hendi. Annar möguleik- inn er hin mikla undanfærsla, að færast undan að taka þátt í hinum gráa leik, sem nú er leikinn í austri og vestri. Marcuse telur uppreisn æskunnar fyrsta stig hinnar miklu undanfærslu og fagnar henni sem slíkri. Hinn möguleikinn er sá, sem Mar- cuse gerir skil í niðurlagi bókarinnar One- dimensional E2an, að hin þroskaða meðvit- und allmikils hóps vestrænna menntamanna veiti hinni arðrændustu orku jarðarinnar, íbúum vanþróuðu landanna, vegsögu, en segi skilið við dauðahneigð tækniveldanna þróuðu í austri og vestri. — Eftir þrumuraust Herberts Marcuses kann svar jarðfræðingsins og guðfræðingsins Pierre Teilhards de Chardins við spurning- unni um átök hinnar ytri og innri stjórnar að virðast harla máttlaust, enda er raunar hvergi að finna í ritum hans ákveðið og augljóst svar við þeirri spurningu, sem bor- in var fram í upphafi þessa þáttar ritsmíð- ar minnar. — En því er Teilhard de Char- din hér leiddur í vitnastúku, að enginn hefur að minni hyggju gefið mönnum 20. aldar meiri og stórbrotnari sýn, lýst á áhrifa- ríkari hátt þróun lífsins frá upphafi, en vakið um leið alveg sérstaka athygli á þeim ofboðslegu áhættum, sem hafa verið sam- fara hverjum nýjum þætti þróunarsögunn- ar, þeim áhættum sem hæglega hefðu getað komið í veg fyrir, að á brattann væri sótt. Guðstrú Teilhards de Chardins er að vísu svo bjargföst, að það hvarflar aldrei að honum að tortímingarmöguleikinn verði leystur úr læðingi. En hitt er honum jafn- ljós sannleikur, að sá möguleiki er fyrir hendi og sóknin er ekki átakalaus. — Þekktasta rit Teilhards de Chardins er bók- in Fyrirbærið maður, Le Phénoméne Hu- main, sem fyrst kom út að höfundi látnum árið 1955. Bókinni er skipt í fjóra aðalþætti, en þeir heita: Áður en lifið kom fram, Lífið, Hugsunin og loks Framhald lífsins. Aðal- forsenda bókarinnar er sú sannfæring höf- undarins, að þróun alls sem er í tilverunni byggist á því að draga úr áhrifum og mikil- vægi hins ytra, en auka að sama skapi áhrifamagn hinnar innri kviku. Það er ein- mitt þessi forsenda Teilhards de Chardins sem mér fannst þess eðlis, að líta mætti á fræði hans sem framlag til stuðnings skoð- unum allra þeirra, sem telja að koma þurfi í veg fyrir að hið ytra, hvort sem það birtist í hlutum eða þrúgun valds, verði til að draga úr hinu innra, þeirri kviku hugsunar, hugsjóna og trúar sem bærist með öllum mönnum, en hægt er að glæða með auknum tækifærum til menntunar og þroska, en glata með minnkandi möguleikum á sjálfs- tjáningu og sjálfstæði og óháðri skoðana- myndun. — í stuttu máli mætti lýsa aðal- inntaki bókarinnar Fyrirbærið maður á þessa leið: Áður en lífið kom fram á jörðu, var áhrifamagn hins ytra, efnisins, yfir- gnæfandi. Jörðin var þá steinhvel eitt, lithosphere með mikilli kyrrstöðu efnis og massa hins ytra, en áhrifalítilli kviku efnis- eindanna hið innra. Sú kvika var engu að síður fyrirboði þess sem meira var og stór- brotnara. Með tilkomu lífsins skapast nýr hjúpur sem umlykur jörðina, lífhvelið, biosphere. Mismunur þess og steinhvelsins er augljós. Kvikan hið innra er meiri, þótt enn gæti hins ytra efnismagns verulega. Þó er það svo, að því lengra sem lífið nær á þróunarbraut sinni því meira færist hið innra í aukana, verður að meiri og meiri furðusmíð, en úr veldi hins ytra dregur að sama skapi. Svo fer líka að lokum, að hið innra borð tilverunnar tekur að mynda sitt eigið sjálfstæða hvel, hugarhvelið, noo- sphere. Það gerist þegar nýtt og annars konar líf birtist á jörðu, fyrirbærið maður. Maðurinn býr yfir meiru en innri kviku, hann býr yfir hugsun, veit af tilveru sinni og getur skynjað líf sitt í senn utan frá og innan frá. Af hinni tvenns konar skynjun verður sú sem kemur innan frá miklu mest, enda fær hin ytri tilvera þaðan lit og ljóma. En með tilkomu hugarhvelsins, fyr- irbærisins maður, er þróuninni ekki lokið. Með hugarhvelinu er aðeins fengin ný for- senda að byggja á, og þar er nú maðurinn á vegi staddur. Tækni og menning veita honum tækifæri til að móta líf sitt hið ytra. En þar kemur hin mikla áhætta, sem yfir manninum vofir. Ytri kostir og þægindi tækni og menningar lyfta ekki hugarhvel- inu til nýrrar fyllingar og bæta við enn einum stórkostlegum þætti sköpunarverks- ins. Það getur aðeins gerzt með tvennu móti samtímis, og er hvort tveggja tengt hinu innra: Annað er aukin samkennd allra þjóða og allra manna. Hitt er sjálfstæður persónuþroski hvers einasta manns. í hon- um er fólginn hinn skarpi oddur, hið skæra blik, sem veldur því að maðurinn, hver og einn, getur skilið og gert sér grein fyrir tilgangi samstöðu og samábyrgðar. Teilhard de Chardin gerði sér vonir um að sósíal- isminn í austri kynni að geta stuðlað að hinu fyrra, en indivídúalisminn í vestri gert hið síðara að veruleika. En hættan á vegi beggja er hin sama, að hið innra lúti í lægra haldi fyrir hinu ytra. Því talar Teilhard de Chardin um „hið örlagaríka skeið þeirrar skynjunar sem leitar út fyrir sjálfa sig“, og það örlagaríka skeið er fram- undan. Ef til vill er sú alda, sem nú er risin á Vesturlöndum gegn hinu ytra valdboði og alveg sérstaklega gegn þrúgun hinna efniskenndu hluta sem neyzluþjóðfélagið reynir að fylla líf okkar og tilveru með, ein- mitt vottur þess, að þau örlagaríku þátta- skil eru að nálgast, sem de Chardin taldi sig sjá fyrir, þegar mönnunum yrði það raunverulega ljóst hvað kristindómurinn ætti við með Kristvitundinni eða Kristlík- amanum, sem er lífið sjálft í fylling sinni. IV Síðasti kafli þessarar ritsmíðar átti að bera yfirskriftina: Ríkið, þjóðfélagið, fjöl- skyldan. Sá kafli verður ekki skrifaður, ein- faldlega vegna þess að það efni sem fyrir liggur er svo mikið og margþætt, að enginn tími er til að vinna úr því og gera sjálfum sér og öðrum skiljanlegt ♦ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.