Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 26
greind með því að láta börnin leysa stutt hópgreindarpróf (Raven’s Standard Progressive Matrices), en síðar voru hópar með jafna greindardreifingu valdir úr upphaflegu úrtaki (of- angreindar tölur eiga við loka- úrtak). Spurningunum, sem böi-nin svöruðu, var ætlað að gefa nokkra mynd af viðhorfum þeirra til glæpa, ofbeldis og stríðs, hvað rétt sé og hvað rangt, gott eða slæmt, hvaða aug- um þau líta á eigið líf og líf full- orðinna, og hvaða þjóðir þau taka fram yfir aðrar. Því miður er ekki rúm hér til að birta allar spurningarnar eins og þær voru lagðar fyrir, en eftirfarandi stytt dæmi gefa mynd af eðli þeirra: 1. Hér er listi yfir nokkrar at- hafnir. Dæmdu um það í hugan- um, hve góð eða slæm þér finnst hver athöfn vera, og sýndu það síðan með krossi ofan við við- eigandi tölu á skalanum fyrir aftan hvert atriði: Mjög góð = + 10, góð = +5, hvorki góð né slæm/,veit ekki = 0, slæm = =5, mjög slæm = = 10. Raðaðu þeim síðan eftir gæðum. Að svíkja loforð að hjálpa gömlu fólki að stela úr búðum að verja ísland í stríði að segja pappa og mömmu ósatt að drepa Þjóðverja að fara snemma á fætur að drepa Bandaríkjamann að gefa fátækum o. s. frv. Aukaspurning: Eru stríð ein- hvern tíma réttlætanleg? Já ( ) Nei i( ) í eftirfarandi spurningum skaltu setja kross í svigann aftan við þá setningu, sem á bezt við svar þitt: 9. Ef ég mætti ráða því sjálf- (ur) þá mundi ég a) hætta í skóla og fara að heiman til að vinna eins fljótt og ég get ( ) b) halda áfram í skóla og búa heima eins lengi og ég get ( ) 13. Ég held að flest hjónabönd séu a) ástrík ( ) b) misheppnuð ( ) Spurningum 9 og 13 var ætlað að reyna þá kenningu, sem var sett fram af B. Grey (The Social Effects of the Pilms; í Sociologi- cal Review XLII 1950) að börn, sem sjá í sjónvarpi og kvikmynd- um samband fullorðinna, oft þrungið ósamkomulagi og átök- um, vilji ógjarna fara út í lífið, atvinnu og hjónaband fyrr en nauðsyn krefur. 14. Hve mikilvæg eru eftirfar- andi atriði til að hjálpa manni til að komast vel áfram í lífinu? Mettu hvert atriði fyrir sig á skalanum fyrir aftan og númer- aðu þau síðan samkvæmt mikil- vægi þeirra (sjá skýringar við 1). Mikil vinna að vera gáfaður að eiga nóga peninga að vera harður í viðskiptum að vera vingjarnlegur að vera vel menntaður að vera alltaf tízkuklæddur að eiga rétta vini að vera heppinn að vera myndarlegur og vel vaxinn að vera áreiðanlegur o. s. frv. Spurningu 14 var ætlað að kanna þá niðurstöðu úr enskri rannsókn (H. Himmelweit et. al. op. cit.), að sjónvarpsbörn væru almennt metnaðargjarnari og iegðu meiri áherzlu á hugrekki, greind og sjálfstraust en börn án sjónvarps. 15. Raðaðu eftirfarandi þjóð- um eftir því hve „góðar“ eða „slæmar“ þér þykja þær vera. Settu töluna 1 fyrir framan þá „beztu“, 2 fyrir framan þá „næst- beztu“ o. s. frv.: Frakkar, Kínverjar, Englend- ingar, Afríkumenn (svertingjar), íslendingar, Þjóðverjar, Banda- ríkjamenn, Norðmenn, Japanir, N-Víetnamar, S-Víetnamar. Það skal tekið fram, að ofan- greint er aðeins meginefni nokkurra þeirra spurninga, sem lagðar voru fyrir. Útskýringar og uppsetning voru mun nákvæmari á spurningablöðum barnanna. Auk spurninga um viðhorf var upplýsinga aflað frá börnunum sjálfum um, hve lengi þau hefðu haft sjónvarp heima (sjónvarps- hópur), og var meðaltími þar 3 ár og 8 mán., hve mikið þau horfðu á það og hvaða þætti þá helzt, hve oft þau færu í bíó og hvers kyns myndir þau sæu þá oftast, hve mikið þau hlustuðu á útvarp og hvaða þætti þá helzt, hve mikið þau læsu af blöðum og bókum og hver (hverjar) þá helzt, og að lokum hvaða at- vinnu feður þeirra stunduðu og hvað þau sjálf vildu verða þegar þau yrðu stór. Auk þess teiknaði hvert barn eina mynd með sjálf- völdu efni. Þegar litið er á niðurstöður viðhorfakönnunarinnar í heild, kemur strax í ljós hinn furðu- lega litli munur á svörum hóp- anna. Þannig finnst báðum hóp- um að athafnirnar að hjálpa gömlu fólki, að gefa fátækum og að verja ísland í stríði, í þessari röð (spurn. 1), séu beztar, en að stela úr búðum, svíkja loforð og segja mömmu og pabba ósatt, séu verstar af þeim, sem spurt var um. Hins vegar álitu börnin ekki eins alvarlegt að drepa Þjóðverja eða Bandaríkjamenn (hið síðarnefnda þó örlítið al- varlegra í augum beggja hópa), sem stafar eflaust af því, að vegna persónulegs ókunnugleika af slíkum verknaði, borið saman við ofannefndar athafnir, eru þau verr fær um að leggja sið- ferðilegan dóm á hann. Það eru 25% líkindi, að mesti munur, sem kemur fram á hópunum í mati þeirra á athöfnum í spurn- ingu 1, hafi getað átt sér stað í óvöldu úrtaki vegna eðlilegrar dreifingar svara (hér nefnt merkni 0.25), og er því ekki tal- inn áreiðanlegur samkvæmt stað- tölulegri venju. Þannig er því og farið um svör við spurningum um ósk um að geta keypt alvöru- byssur í búðum (3), og að hafa meiri eyðslueyri (4), að það væru meiri „glæponar“ á íslandi (5), sem öllum var svarað neit- andi; hvort glæpamönnum skyldi refsað eða þeir læknaðir (8), þar sem álit var nokkuð jafnskipt; hvort börnin vildu halda áfram í skóla eða byrja að vinna að heiman jafnskjótt og hægt væri (9), þar sem fjöldinn kaus fyrri kostinn; hvort þau langaði til að ganga í hjónaband, þegar þau hefðu aldur til, eða ekki (12), sem mikill meirihluti vildi; hvort þau álitu flest hjónabönd ham- ingjusöm eða ekki (13), þar sem langflestir studdu fyrri skoðun- ina; og að lokum hvaða þjóðir þau tækju fram yfir aðrar (15). Svör við síðastnefndu spurning- unni eru athyglisverðust fyrir það, hve Englendingar eru jafn- vinsælir með báðum hópum, sem e. t. v. má skýra með þeim aukna áhuga á þessum aldri á að læra ensku, sem prófessor Þórhallur sýndi fram á í sinni könnun og virðist meira tengdur Englandi en Bandaríkjunum. Bandaríkja- menn eru hins vegar furðu neð- arlega á listanum (sjá Töflu 2). Mikill munur (merkni 0.01) kemur hins vegar fram að áliti barnanna á réttmæti stríðs. Mun fleiri börn í sjónvarpshópnum eða 75.0% telja það ávallt órétt- lætanlegt (en réttlætanlegt 15.3%) borið saman við 31.9% í samanburðarhópnum (réttlætan- legt 27.6%). Sem sjá má hafa 40.4% barna í samanburðarhópn- um ekki svarað spurningunni eða ekki sagzt vita (samanborið við 9.6% í sjónvarpshópnum), og má e. t. v. skýra það með minni vitneskju barna án sjón- varps — ekki sízt Keflavíkur- sjónvarps — um eðli og afleið- ingar styrjalda, eða þá að skiln- ingur þeirra á orðinu „réttlætan- legt“ var sljórri en sjónvarps- barna. í öðru lagi kemur fram nokkur munur á áliti hópanna á því hvað mikilvægast er til að komast vel áfram í lífinu (sjá Töflu 3). Þar finnst sjónvarpshópnum eftirfar- andi atriði mun mikilvægari en samanburðarhópi (merkni 0.01 og 0.05): Vinir fjölskyldunnar, að vera harður í horn að taka, að vera klæddur samkvæmt nýj- ustu tízku og að vera hjálpsam- ur, en mun lítilvægara að vera áreiðanlegur. Þannig mætti draga þá ályktun, að sjónvarpshópur- inn væri nokkru meira efnis- hyggjufólk en samanburðarhóp- urinn, sem aftur á móti virðist nokkru hugsjónameiri. Með því að láta börnin teikna myndir að eigin vali var gerð tilraun til að komast að því, hvað þeim væri efst í huga. Þó kemur í ljós að efnisákvörðun í teikn- ingunum hefur ef til vill ráðizt f-E. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.