Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 36
á neðri hæðinni er eigandinn önnum kafinn að þóknast viðskiptavinum af sinni alkunnu lipurð, en á efri hæðinni hljómar Vivaldi úr herbergi heimasætunnar meðan útibússtjór- inn gamnar sér að frúnni i hjónaherberginu. Hann er svo ómótstæðilega frumstæður að frúin fær engum vörnum við komið, eða hvernig á hún líka að drepa þennan voðalega tíma því ekki getur hún sökkt sér niður í litteratúr frá morgni til kvölds. Hún verður að geta slappað af frá honum annarsvegar og gráum hversdagsleikanum hinsvegar. í raun og veru er það mikil reynsla fyrir fullþroska konu að kynnast sliku dýri sem útibússtjór- anum, einkum þegar hún er gift jafn penum manni og Magnúsi Magnússen. Hinsvegar má segja að ekki sé beinlinis smekklegt að hleypa honum beint f hjónarúmið — en hvað skal gera? Dyngjan varla fokheld. Afturámóti verð- ur þvi ekki neitað að eitthvað stórbrotið sé við þetta, eitthvað mjög dramatískt — i ætt við gríska harmleiki. ,,Þú ert að stækka lagerinn", segja kúnn- arnir við Magnús Magnússen. ,,Ja — það er nú fyrst og fremst dyngia handa frúnni, svo nota ég plássið fyrir neðan undir vörur", segir Magnús og bætir svo við, þegar hann sér að kúnnarnir eru ekki nógu vel með á nótunum: „Konur verða jú að hafa afd rep“. ,,Já auðvitað", segja kúnnarnir og verða skrýtnir í framan. „Konan mín er svo gasalega bókhneigð", segir Magnús kúnnunum til frekari glöggvun- ar, og það er ekki laust við að greina megi stolt í röddinni. „Já auðvitað", segja kúnnarnir. Hversvegna segja þeir alltaf „já auðvitað"? spyr Magnús sjálfan sig i huganum, en hugsar svo ekki meira úti það endaþótt hann viti vel að bókhneigðar konur séu ekki á hverju strái, að minnstakosti ekki í þessu plássi. Dag einn klukkan umþaðbil þrjú korter í fimm, kemur Jóhann litli inn i verzlunina til föður sfns og hvíslar einhverju að honum. Faðir hans hváir. Drengurinn hvislar aftur. Faðir hans hváir aftur. Drengurinn hvíslar enn. Sfðan halda þeir báðir upp á efri hæðina, drengurinn að því er virðist mjög spenntur en Magnús Magnússen meira einsog kvíða- fullur. Sem þeir eru staddir í holinu berast tii þeirra tónar Vivaldis og hlióma miöq faqur- fræðilega að vanda. Strákurinn aefur föður sínum merki um að hafa lágt, læðist síðan að dyrunum að hjónaherberginu og þrýstir and- litinu að skráarpatinu. Það sést á honum ah- anverðum að hann hefur ekki orðið fvrir \'on- brioðum. Faðir hans biður óbreviufullur on kvíðinn og nagar á sér neqlurnar (barnsvani sem kemur upp í honum þeqar hann kemst i peðshræringu). Loks læðist strákurinn frá hurðinni og bendir föður sínum á skráaraatið. Maonús Maqnússen hálgast hikandi dvrnar, virðist á báðum áttum, en bevgir siq svo í hmáliðunum oq lokar öðru auqanu. Hann dvelur ekki lenoi við skráarqatið, náfölur réttir hann siq udp með erfiðismunum, skiöarar frá dvrunum og hverfur niður stigann, niður í laaerinn. Anqurværir tónar haustsins fvlqia honum á leið. Jóhann. afturámóti, er á báðum áttum hvað gera skuli; snýr sér loks með hálfum huga aftur að skráargatinu. Klukkan tiu mínútur gengin í sex birtist útibússtjórinn í eigin perscnu í verzluninni og þakkar fyrir sig. „Sjálfþakkað", segir Magnús Magnússen. Þegar útibússtjórinn er horfinn útum dyrnar, léttur í spori og vel á sig kominn, skundar Magnús Magnússen inn í lagerinn til þess að kúnnarnir sjái ekki tárin sem skyndilega taka að streyma niður fölar kinnarnar. Nocturne Lúgan myndar að visu prósaíska umgerð um póetískt andlit Dísar Magnússen, en það kemur ekki að sök þar sem stúlkan er í eðli sínu mjög bláttáfram. Hún afgreiðir annars hugar tóbak og sælgæti eða gos eða klámrit, allt eftir þörfum kúnnans. Hún gerir þetta fyrirhafnarlaust og án áhuga — að því er virðist í einskonar leiðslu, rétt einsog hún sé ekki alminnilega vöknuð (en það fær auðvitað ekki staðizt, þar sem klukkan er langt gengin í níu e. h. og hún er búin að hlýða á 7 kon- serta eftir Vivaldi og einn eftir Johann Chris- tian Bach síðan í eftirmiddag). Einsog áður er getið fær hún gott tóm til ihugunar endaþótt ekki gefist beinlinis næði til hugleiðslu. Það hefur hvarflað að henni að skreppa til Indlands á næsta ári eða þar- næsta til frekari andlegra iðkana, sem myndi afturámóti koma í veg fyrir að hún gerðist dópisti. Um þetta hugsar hún, sem hún situr fyrir innan lúguna með hönd undir kinn. Lífið er í raun og veru mjög einkennilegt og stundum tríst. Það er til dæmis ekki hægt að segja annað en það sé einkennilegt uppá- tæki hjá mömmu hennar að fara að halda við nýja útibússtjórann, endaþótt segja megi að það sé mjög mannlegt eða öllu heldur kvenlegt. Á hinn bóginn er það mjög trist fyrir pabba hennar, einkum þar sem þau eru að þessu í hjónarúminu. Það er vonandi að dyngjan fari að verða tilbúin, þó ekki sé nema vegna pabba hennar sem er í raun og veru mjög góður maður þótt hann sé hvorki hneigð- ur fyrir bækur né sérlega músikalskur. Konur eru miklu flóknari en karlmenn. Karl- menn eru annaðhvort karlmenn (þ. e. dýr) eða þá vinnuapparat svosem einsog traktor eða sláttuvél. f báðum tilfellum virðist sálar- lífið mjög einfalt, allt að því óintressant. — Konur, afturámóti, — hver skilur konu! Ekki einusinni hún sjálf. Að vísu verður ekki á móti þvi borið að meðai karlmanna hafa verið 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.