Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 33
hvergi í herstöðvum Bandaríkja- manna notaðar aflminni stöðvar en 250—500 vatta. Hann vitnaði í alþjóðlega handbók um útvarp og sjónvarp fyrir árið 1964, þar sem frá því var skýrt, að Banda- ríkjamenn rækju sex sjónvarps- stöðvar í herstöðvum sínum við Norður-Atlantshaf. Fimm þessara stöðva (í Thule og Syðra-Straum- firði á Grænlandi, Harmon og Gæsaflóa í Kanada og á Azor-eyj- um) voru allar 100 vatta. Kefla- víkurstöðin ein var 250 vatta. í öðrum útstöðvum Bandaríkjanna, til dæmis á Kyrrahafseyjum, voru margar sjónvarpsstöðvanna 100—150 vatta, sumar 50, 30 eða 10 vatta og þaðanaf rninni. Af átta sjónvarpsstöðvum Banda- ríkjahers í Alaska, sem er fylki í Bandaríkjunum, voru fimm 100 vatta, ein 165 vatta, ein eins vatts og aðeins ein 300 vatta — eða í svipuðum stærðarflokki og Keflavíkurstöðin. Annar athyglisverður þáttur í stækkuninni var sá, að komið var upp nýjum og voldugum sjónvarpsstöngum og sjónvarps- loftnetum sem tóku við hlutverki símastauranna, er Keflavíkur- þingmaðurinn talaði um, og tjáði yfirverkfræðingur Lands- símans prófessor Þórhalli Vil- mundarsyni, að þessar aðgerðir hefðu aukið meir sendingarmátt sjónvarpsstöðvarinnar en aukn- ing orkunnar úr 50 í 250 vött. Ég heimsótti bandarísku sjón- varpsstöðina í maí 1965, og hékk þá enn uppá vegg þar upphaflegt leyfi til „tilraunasjónvarps" með skýrum fyrirmælum um, að beina bæri sjónvarpsgeislunum frá höf- uðstaðnum og á haf út. Á hinni nýju og gríðarstóru sjónvarps- stöng voru fimm stefnuloftnet, og ollu þau mestu um langdrægni stöðvarinnar. Þrjú þessara loft- neta héngu hvert uppaf öðru á stönginni í beina stefnu á Reykja- vík, en hinum tveimur var beint sínu í hvora áttina, til suðausturs og suðvesturs. Þegar ég spurði íslenzkan starfsmann við sjón- varpsstöðina, hvernig á þessu stæði, svaraði hann því til að netin þrjú hefðu verið sett upp norðan á sjónvarpsstöngina til að koma sjónvarpssendingum til Hvalfjarðar, en svo hefði bara ekki fengizt leyfi til að reisa endurvarpsstöð fyrir Hvalfjörð, og hefðu netin þrjú þá verið látin hanga þar sem þau voru komin. „Það getur vel verið að þetta sé ólöglegt," sagði hann, „en svona er það.“ Sá grunur starfsmannsins, að þetta væri ó- löglegt, átti vísast rætur að rekja til þess, að hann hafði lesið leyfisbréfið sem hangið hafði á veggnum í heilan áratug. Menntamálaráðherra gat þess á fundi, sem hann átti með sex- tíumenningunum 17. maí 1965, að skermurinn sem settur var upp árið 1955 hefði reynzt gagns- laus. Ég spurði starfsmann sjón- varpsstöðvarinnar um þennan fræga skerm. Hann kvað skerm- inn hafa fokið árið 1959. „Er ekki hægt að setja hann upp aftur?“ spurði ég. ,,Jú,“ svaraði starfsmaðurinn, „en þá mundu sjónvarpssendingarnar bara ekki ná útfyrir flugvöllinn." Ég sel þessar upplýsingar ekki dýrara en ég keypti þær, en vissulega eru þær verðugt íhug- unarefni, ekki sízt með tilliti til þess að því var mjög haldið á loft, að ekki mætti ætlast til að Bandaríkjastjórn legði í þann kostnað að koma upp lokuðu sjónvarpskerfi í herstöðinni. Raunar mátti það vera hverjum sæmilega upplýstum manni aug- ljóst, að tiltölulega einfalt tækni- vandamál einsog það að takmarka sjónvarpssendingar við herstöð- ina mundi tæplega vefjast fyrir Bandaríkjamönnum. Hver blekkti hvern? Spurningarnar sem vakna í sambandi við alla meðferð sjón- varpsmálsins á Alþingi eru, hver hafi blekkt hvern og hversvegna. Voru það yfirmenn herstöðvar- innar sem blekktu íslenzk stjórn- völd, og þá hversvegna? Eða voru íslenzkir ráðamenn vísvit- andi að blekkja íslenzkan al- menning? í hvaða tilgangi gerðu þeir það? Ekki skal neinum get- um að því leitt, hversvegna lagt var í þann kostnað að stækka sjónvarpsstöðina og reisa hinar miklu sjónvarpsstengur á sama tíma og stórlega var fækkað í setuliðinu á Keflavíkurflugvelli, en óneitanlega vekur slík ráð- stöfun óþægilegar spurningar. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort metnaðargjarnir áhrifa- menn á íslandi hafi átt frum- kvæði að þeirri fáheyrðu ráð- stöfun, sem hér um ræðir. Margt gæti bent í þá átt, meðal annars furðuleg viðkvæmni íslenzkra ráðamanna fyrir gagnrýni á Keflavíkursjónvarpið, algert hirðuleysi þeirra um að gera grein fyrir, hversvegna horfið var frá hinum upphaflegu og ský- lausu skilyrðum um takmörkun sjónvarpssendinga við herstöðina eina, og loks afgreiðsla Alþingis á sjónvarpsmálinu. Viðkvæmni stjórnmálaleiðtoganna jaðraði stundum við að vera hlægileg — til dæmis þegar sjónvarpsmálinu var blandað inní hátíðarræðurn- ar 17. júní 1964 eða þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra réðst með offorsi og illyrðum að erlendum menntamönnum og vel- unnurum fslendinga fyrir það eitt að gagnrýna þá „djöfuls for- smán“ sem bandaríska hermanna- sjónvarpið var í augum allra sómakærra og þjóðhollra íslend- inga. Afstaða stjórnarblaðanna þriggja, Alþýðublaðsins, Morgun- blaðsins og Vísis, var líka furðu- leg, og málflutningur þeirra var oft með þeim endemum að jaðr- aði við hrein móðursýkisköst, einkanlega hjá Morgunblaðinu, einsog til dæmis þegar það sendi blaðamann útaf örkinni austur á Eyrarbakka til að snapa upp eina sjónvarpsheimilið í plássinu og fá þær upplýsingar hjá mæðg- um þar, að íslenzkri menningu stafaði engin hætta af banda- ríska sjónvarpinu. Þær voru vit- anlega miklu dómbærari um þau mál en höfuðskáld og mennta- frömuðir þjóðarinnar, sem undir- ritað höfðu áskorun sextíumenn- inganna! Af stjórnarblöðunum var helzt að ráða, að hér væri um svo mikilsvert þjóðþrifamál að ræða, að Öll gagnrýni og and- óf gegn því væri í ætt við þjóð- hættulega niðurrifsstarfsemi og jafnvel kommúnisma. Til dæmis greip Morgunblaðið, sem er löngu orðið landsfrægt fyrir að birta andlausustu og efnisminnstu leiðara allra íslenzkra blaða, til þess bragðs að fá lánaða klausu frá Steindóri nokkrum Stein- dórssyni frá Hlöðum, sem átti að kveða niður í eitt skipti fyrir öll röksemdir helztu menntamanna þjóðarinnar: „Bönn og aftur bönn eru fyrirbæri sem vér ætt- um að hafa fengið nóg af, og vér ættum að vita að neikvæðar regl- ur og lagaboð skapa aldrei siða- bót“ (Mbl. 15.7. 1964). Þetta voru semsé andsvör grasafræð- ingsins og ritstjórnar Morgun- blaðsins við þeirri málaleitun sextíumenninganna, að Alþingi og ríkisstjórn héldu fast við þá stefnu sem mörkuð var 1955 og framfylgt til 1961. Því var enn- fremur haldið fram í Morgun- blaðinu (m. a. 15.3. 1964), að íslenzk menning væri svo traust og sérkennileg, að henni gæti ekki stafað hætta af einokun milljónaþjóðar á sjónvarpsrekstri í landinu. Margt var og skrifað um frelsi íslendinga til að sjá og heyra hvað sem þeim sýndist, en miklu minna og nálega ekkert minnzt á sjálfstæði þjóðarinnar, metnað og þjóðernisvitund. Það mundi æra óstöðugan að rekja öll þau firn af furðulegum stað- hæfingum, aðdróttunum og ásök- unum, sem fram komu í leiður- um og bréfadálkum stjórnarblað- anna, auk álitlegs fjölda greina eftir kunna borgara, og er hér ekki rúm til að byrja á því, hvað þá heldur meir. Telja má víst að fundur sex- tíumenninganna með mennta- málaráðherra 17. maí 1965 og út- koma blaðsins ,,Ingólfs“ 17. júní sama ár hafi átt sinn stóra þátt í að knýja fram þá lausn, sem loks fékkst á bandaríska sjón- varpsmálinu, en vitanlega var hún ekki annað en hálfkák. ís- lenzk stjórnvöld þorðu hvorki að hreyfa legg né lið gagnvart herraþjóðinni á Keflavíkurflug- velli, en herstjórnin þar tók loks af skarið þegar íslenzkt til- raunasjónvarp hófst haustið 1966 og lofaði að gera það sem framtil þess tíma var sagt með öllu óframkvæmanlegt: að takmarka sjónvarpssendingar Keflavíkur- sjónvarpsins við herstöðina og nánasta umhverfi hennar. Að vísu sést dátasjónvarpið enn víða í Reykjavík, þannig að mál- inu er enganveginn lokið, en með tilkomu hins vanburðuga íslenzka sjónvarps varð um sinn hlé á sókn Bandaríkjamanna til beinna áhrifa á íslenzk innan- landsmál. Á fundi sínum við sextíumenn- ingana sagði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra meðal ann- ars, að sér væri til efs, að leyfi til stækkunar sjónvarpsstöðvar- innar í Keflavík hefði verið veitt árið 1961, ef nokkur maður hefði séð fyrir hverjar afleiðingar leyf- isveitingarinnar yrðu. Kvaðst hann vilja fullyrða, að hvorki ríkisstjórnina né aðra hefði órað fyrir hvernig fara mundi, og sjálfur kvaðst hann mundu hafa tekið aðra afstöðu en hann tók. Þessi ummæli eru fróðleg með hliðsjón af umræðufundinum í útvarpssal haustið 1961, þar sem mjög eindregið var varað við stækkuninni, og mótmælum menntaskólanema, rithöfunda og annarra. Á sama fundi sagði ráð- herrann, að ríkisstjórnin væri siðferðilega skuldbundin til að tryggja þeim, sem keypt hefðu sjónvarpstæki með löglegum hætti, áframhaldandi not tækja sinna þartil íslenzka sjónvarpið tæki til starfa. í því sambandi varpaði prófessor Sigurður Nor- dal fram þeirri spurningu, hvort skilja bæri ummæli ráðherra svo, að ríkisstjórnin hefði afsalað sér rétti til uppsagnar varnarsamn- ingsins um óákveðinn tíma, og kvað ráðherra það ekki felast í orðum sínum, en hinsvegar hefði hann ekki hugleitt málið frá þeirri hlið. Má með nokkrum sanni segja, að þau ummæli menntamálaráðherra lýsi í stuttu máli allri meðferð íslenzkra stjórnvalda á einhverju viðkvæm- asta og afdrifaríkasta þjóðernis- máli sem upp hefur komið í gervallri íslandssögunni. Sigurður A. Magnússon. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.