Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 54
Nýtízku sláturhús í Borgarnesi. þarf jafnhliða og flytja úr landi, en það eru um 500 lestir alls. Eftir sláturtíðina hefur það alltaf verið keppikeflið að nýta sem bezt alla aðra markaði, sem gáfu hærra verð en Bretlands- markaðurinn. Þess má þó geta, að Færeyjamarkaðurinn hefur verið drjúgur einnig í sláturtíð- inni vegna aukinnar eftirspurnar þaðan, og hefur verið hægt að flytja þangað nokkra allstóra farma beint frá sláturstöðunum án milliflutninga hér. Vegna stóraukinnar útflutn- ingsþarfar hin síðustu ár hefur verið reynt eftir fremsta megni að auka útflutningshæft kjöt og miklu kostað til innréttinga og tækjaútbúnaðar í húsunum. Nýtt og fullkomið hús tók til starfa í Borgarnesi fyrir 3 árum, og er þar nú slátrað á einum stað um 10% af heildarframleiðslunni. Þá tekur til starfa í haust nýtt sláturhús í Búðardal með mikilli afkastagetu, eða upp í 2000 fjár á dag, með svipuðu fyrirkomu- lagi og í Borgarnesi, og er það von manna, að þessi hús ásamt þeim sem á eftir koma muni upp- fylla ströngustu skilyrði um hreinlæti og hollustu afurðanna, hvort sem þær seljast á heima- markaði eða úr landi. Talið er, að útflutningsþörfin í dilkakjöti einu muni nema um helmingi af haustframleiðslunni í ár, eða um 6200 lestum alls. Við það bætast 3—400 lestir ærkjöts og nokkuð magn af nautakjöti. Nokkrir nýir markaðir fyrir dilkakjöt bættust við fyrir haust- framleiðsluna 1968, þ. á m. Sviss, Austurríki og Frakkland, en í þessum löndum hefur tekizt að fá nokkuð örugga fótfestu, þótt fáanlegt verð þar hafi ekki verið hagstætt enn sem komið er. Vonandi verður hægt að fá verð- ið hækkað þegar fram í sækir og neytendur kynnast nánar gæð- um þess. Sem dæmi þess, hve erfitt oft reynist að verða hlut- gengur á erlendum mörkuðum, má nefna að fyrir 10 árum fékkst ,,kvóti“ hjá vestur-þýzkum yfir- völdum fyrir 5 lestum af ís- lenzku dilkakjöti, sem smám saman hefur tekizt að fá hækk- aðan, og nemur hann nú um 300 lestum árlega. Þá eru verndartollarnir á meg- inlandinu yfirleitt háir og inn- flutningurinn oft bundinn við ákveðinn tíma á árinu. Það hef- ur oft riðið baggamuninn við útvegun „kvótanna“, að útflytj- endur hafa í mörg ár tekið virk- an þátt í vörusýningum á megin- landsmörkuðunum og að sjálf- sögðu víðar, en slík þátttaka hef- ur verið metin af hlutaðeigandi stjórnaryfirvöldum við útdeil- ingu á innflutningsleyfum. í Frakklandi fáum við ennþá mjög takmarkaðan kvóta, enda inn- flutningur á frystu kjöti bann- aður að mestu. Mjög hafa verið í athugun sölumöguleikar í Suður-Evrópu, þ. á m. Ítalíu, Grikklandi og á Spáni, en hér eru flutningaerfið- leikar til trafala og lambakjöts- neyzla auk þess ekki stórvægileg í þessum löndum. í mörg ár hefur verið flutt út íslenzkt kindakjöt til Hollands, auk nautgripakjöts, en í Belgíu virðist ekki mikill áhugi á frystu kjöti, heldur kældu eða nýju, sem er mjög vandmeðfarið í flutningi, og hafa tilraunir þær sem gerðar hafa verið í því efni til Bretlands og Bandaríkjanna því miður mistekizt. Flytja verð- ur hvern skrokk uppihangandi í lestum, og ending slíks kælds kjöts er mjög takmörkuð. Þó mun á ný verða reynt í næstu sláturtíð að koma einhverju magni af kældu kjöti, sem hægt væri að fá hærra verð fyrir e;i fryst, á meginlandsmarkaði. Þá eru Norðurlandamarkaðirn- ir. Við þá hefur á öllum tímum verið lögð alveg sérstök rækt, því að þeir hafa að öllu jöfnu gefið beztu útkomuna, og þá sér í lagi Noregsmarkaðurinn með saltað dilkakjöt. Því miður virð- ast Norðmenn staðráðnir í að útiloka þessa framleiðslu frá sín- um markaði í framtíðinni, enda eru norskir lambakjötsframleið- endur algjörlega mótfallnir inn- flutningi íslenzks dilkakjöts, og hafa þeir af tvennu illu frekar getað sætt sig við innflutning á nokkru magni af frystu kjöti frá íslandi. Þannig fengust á þessu ári innflutningsleyfi fyrir 300 lestum, sem skiluðu einna hæsta verði, sem fengizt hefur til þessa. Þetta magn var allt afgreitt fyrir nokkru. Neytendur í Noregi vilja ís- lenzkt dilkakjöt niiklu frekar en norsku framleiðsluna, og er eng- inn vafi á, að hægt væri að selja þar í landi mun meira af ís lenzku saltkjöti en fengizt hefur innflutningsleyfi fyrir undanfar- in ár. Mest hefur farið á einu ári til Noregs um 700 lestir á ár- inu 1966. Olli sá innflutningur miklum úlfaþyt í málgögnum norsku bændastéttarinnar, en þar hefur á undanförnum árum verið rekinn áróður gegn innflutningi dilkakjöts frá íslandi. Um Danmörk er það að segja, að þar hefur frá því löngu fyrir stríð verið selt reglulega á hverju ári nokkurt magn dilkakjöts, venjulega 70—150 lestir árlega á verði, sem hefur verið nokkuð breytilegt, en þó gefið að öllu jöfnu mun betri útkomu en meðalútflutningsverð. Innflutn- ingurinn þar er háður leyfisveit- ingum, en yfirleitt hafa fengizt þau leyfi, sem fram á hefur verið farið á hverjum tíma, og þótt selja megi meira kjöt en ofan- greint, mundi það strax hafa áhrif á verðið til lækkunar, að því er talið er. Reynt hefur verið að auka söl- una með kynningum á réttum úr íslenzku dilkakjöti á veitinga- stöðum og hótelum, og ráðgert er að taka þátt í matvælasýningu þar í haust. Um Finnland er það að segja, að allur kjötinnflutningur er háð- ur innflutningsleyfum, og er lambakjötsneyzla þar í landi ekki mikil. Þar fékkst í fyrra „kvóti“ upp á 40 lestir og í ár 50 lestir. Verð er þar svipað og í Dan- mörk, og er ekki kunnugt um, að Finnar fiytji inn lambakjöt frá öðrum löndum en íslandi. Finnar eru hinsvegar eins og kunnugt er útflytjendur á talsvert miklu magni af kjöti, bæði svínakjöti og nautakjöti. Vafalaust má þó auka söluna til Finnlands, því að gæðin líka vel þar í landi. Um Færeyjar var áður talað, en þar er árlegt sölumagn nú komið upp í 6—700 lestir, og þótt ekki hafi fengizt þar í ár sambærilegt verð og í Bretlandi, vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þar hafa ríkt, m. a. vegna innflutningsbannsins á kjöti frá Suður-Ameríku, þá er Færeyja- markaðurinn íslendingum afar þýðingarmikill. Þeir sækja kjötið oft sjálfir á eigin skipum, beint á Austurlands- og Vesturlands- hafnir, og spara okkur þar með oft mikinn flutningskostnað. Mun láta nærri, að neyzla íslenzks dilkakjöts nemi þar allt að því 35 kílóum á hvert mannsbarn á eyjunum á ári. Þá er að ræða um Svíþjóðar- markaðinn, sem miklar vonir hafa alltaf verið tengdar við, og sem var meðal beztu markaða íslendinga fyrir um áratug. Þá fóru sum árin 4—500 lestir á þennan markað einan, sem var mikið magn þá miðað við heild- arútflutninginn, sem nam oft ekki meira en 1900—2000 lestum árlega. Að vísu hafa þyngstu gæðaflokkarnir alltaf verið verð- felldir af Svíum og útkoman í þeim litlu betri en á öðrum mörk- uðum, en að öllu jöfnu var þó Svíþjóðarverðið mun hærra en 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.