Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 40
Mikael Magnússon: Eitt af því, sem er mér stöðugt undrunar- efni hér á íslandi, er hinn gífurlegi leik- listaráhugi utan höfuðborgarinnar. Að svið- setja leikrit er ekkert áhlaupaverk, og það kostar mikið. Það kostar mikinn tíma, erfiði. áhuga og peninga. Sé einhver þessara fjög- urra þátta ekki fyrir hendi, er sýningin dauðadæmd. Og eigi að síður heyrir maður stöðugt um nýja hópa, sem hafa sett upp leikrit. Hversvegna eru þeir að því? Fyriv mitt leyti mundi ég segja, að það sé að hálfu leyti vegna skemmtunarinnar, sem er því samfara að undirbúa leiksýningu, og að hálfu leyti vegna peninganna sem leikflokk- urinn kann að hafa uppúr viðleitni sinni. En það er einmitt fjárhagshliðin sem veldur mér áhyggjum. Til að tryggja ágóða eru sömu leikritin dregin fram aftur og aftur og aftur, og þau eru yfirleitt ákaflega lítilmótleg (en sum kannski fyndin). List- rænar framfarir í leiklistarviðleitninni eru hverfandi litlar. Að sjálfsögðu kærir sis enginn um að leggja hart að sér í fjórar t:l sex vikur, fimm til sex kvöld í viku, við að æfa leikrit — og verða svo að borga fyrir bau forréttindi að fá að slíta sér þannig út. Ég er líka fullkomlega sammála þeirri rök- semd, að gott sé fyrir leikflokk eða leikfé- lag að græða mikla peninga, en það ætti samt ekki beinlínis að vera markmiðið með leikstarfseminni, heldur einskonar aukageta. Hversvegna ekki að setja stundum upn leik- rit sem hvorki skila hagnaði né tapi? Það er bað eina sem ég fer framá. Styrkir eru veittir til að koma þessu til leiðar, og hvers vegna færa leikflokkarnir sér þá ekki í nyt meira en gert er? Ég veit að sum ykkar eru í þann veginn að svara: „í okkar leikfélagi bjóðum v*ð upoá blandaða rétti, margvísleg leikrit.“ És veit að sum leikfélög gera það, en bið hljótið að játa, að þau eru ekki mörg: Stykkishólmur og Sauðárkrókur. rétt. Akur- eyri og Kónavogur, rétt. Selfoss, Hvera- gerði. Húsavík og Neskaupstaður, rétt. Ée hef hevrt um afrek ykkar og nokkurra fleiri plássa. Þið hafið unnið og eruð að vinna stórmerkilegt starf, en finnst ykkur ekki að fleiri ættu að fara að dæmi ykkar? Ef við eigum að eignast góð íslenzk leik- rit. sem sýna má í hvaða heimsálfu sem er á sama hátt og verk eftir Brecht. Albee. Osborne. Sartre, þá verðum við að eiga góðar leiksmiðiur þar sem höfundar okkar fái færi á að vinna. Margir fslendingar eru að sem.ia leikrit þessa stundina. og flest þeirra eru einskis nýt. Erum við ekki sam- mála um. að tími sé kominn til að sanna að íslendingar þurfi ekki að vera eftirbátar annarra bióða í listrænum og leikrænum efnum? Ég þykist vita hverju þið svarið mér til: „Helmingurinn af þeim erlendu verkum, sem hér eru sýnd, er líka einskis nýtur.“ Ég er þeirri niðurstöðu fullkomlega sammála, einsog þegar er komið fram í annarri máls- grein hér að framan. En þau eru samt sett upp, er ekki svo? Ég játa að ég hef sjálfur átt minn þátt í að stuðla að þessari ófremd. Á þeim skamma tíma, sem ég hef fengizt við að sviðsetja leikrit hérlendis, hef ég sett upp íslenzkan gamanleik (sem var bráðfvndinn og veitti mér nýjan skilning á sumu í fari íslendinga), sígildan enskan gamanleik, lítilvægan einþáttung, hræðileg- an farsa, sem ég vonast til að sleppa við í framtíðinni, og sakamálaleikrit. Þrjú þess- ara verka fannst mér skemmtilegt að setja á svið, hin ekki. En hvar eru félögin sem eru viljug til að setja upp leikrit, sem séu í senn djúpskyggn og skemmtileg? Leikrit sem hafi tilfinning- ar og sjái áhorfendum fyrir andlegu fóðri. Ég veit að slík verk eru til, og ég veit að til eru áhorfendur sem bíða eftir þeim. Og hver er þá næsta spurningin? Jú: ..Hvað er eiginlega gott leikrit?" Þetta er góð spurning, og mig langar til að tengja hana spurningunni: „Hvað er gott leikhús?" Að mínum skilningi er það leikhús gott, sem örvar og vekur leikhúsgestinn, veitir tilfinningum hans hressingu, anda hans hvatningu — helzt hvorttveggja í senn. Góð leikrit eru miðillinn sem kemur þessu til leiðar. Góð leikrit eiga að vera þannig, að sé leikhúsgesturinn spurður um tiltekið verk mörgum mánuðum eftir að hann sá það, þá sé það honum í fersku minni og hann geti svarað án erfiðleika. Slæm leikrit os slæmt leikhús leiða til loðinna svara: . Ég man nú ekki rétt vel eftir því. Mér þykir það leitt." Það er alls engin nauðsyn að vera sammála því, sem haldið er fram í tilteknu leikriti. Að vera í algerri andstöðu við það er líka góðs viti. Það sýnir að minnstakosti, að leikritið hefur vakið til umhugsunar, og þá hlýtur að vera einhver veigur í því. En það er samt sem áður ekki nægilegt að hafa góð leikrit. Við verðum líka að hafa góða leikara til að túlka þau. Þetta er einskonar vítahringur: betri verk laða til sín betri áhorfndur sem biðja um betri leikara sem verða að fá betri leik- rit. Jafnskjótt og leikhúsgestir hafa séð eitthvað. sem þeim fellur við, vilja þeir fá eitthvað annað betra eða að minnsta- kosti iafngott. Hvar fáum við bá betri leik- ara? Við fáum ekki betri leikara með öðru móti en bví að sannfæra þá leikara. sem við eigurn þegar. um að beir séu ekki nógu góðir einsog þeir eru, að þeir verði að læra FÁEINARB^ ÁBENDINGAR meira. Alltof margir leikarar hlusta á lófa- takið, brosa og hvílast á lárviðum sínum. Þeim finnst þetta nógu gott. En það er það bara hreint ekki. Skrifið þessum leikurum eða dagblöðunum, heimsækið þá að tjalda- baki. Segið þeim hvað er að (en gerið það varlega). Látið jafnvel leikstjórann heyra hvað ykkur finnst. En í guðs lifandi bæn- um, gerið eitthvað! Viðkvæðið, sem ég heyri sífellt og er að gera mig gráhærðan, er þetta: „Finnst þér hann ekki góður?“ — „Nei,“ svara ég. — „En hann hefur aldrei lært neitt“ (einsog mér sé það ekki fyllilega ljóst án ábendinga þeirra!). — „Ég veit að hann er óþjálfaður.“ — „Nú, hvað er að honum?“ — „Hann beitir bara brögðum til að koma orðunum frá sér; það er ekki snef- ill af list í því sem hann er að gera. Ég 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.