Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 30
Sigurður A. Magnússon: Aödragandinn Hinn 13. marz 1964 sendu sextíu nafnkunnir fslendingar Al- þingi eftirfarandi áskorun: Vér undirritaðir alþingiskjós- endur teljum á ýmsan hátt var- hugavert, auk þess sem það er vansœmandi fyrir fslendinga sem sjálfstœða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meirihluta landsmanna. Með stofnun og rekstri íslenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrirtœki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mál fái þróazt í samrœmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hœtti. Af framangreindum ástœðum viljum vér hér með skora á hátt- virt Alþingi að hlutast til um, að heimild til rekstrar erlendrar sjónvarpsstöðvar á Keflavíkur- flugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina. Undir þessa áskorun rituðu margir helztu rithöfundar lands- ins, prófessorar úr öllum deildum Háskóla íslands, forvígismenn fræðslumála og skólastjórar æðri skóla, biskupinn yfir íslandi og vígslubiskupinn í Reykjavík, for- stjórar allra helztu menningar- stofnana landsins (nema Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og Ármann Snævarr háskóla- rektor), formenn ýmissa fjöl- mennra samtaka, svosem Stétt- arsambands bænda, Búnaðarfé- lags íslands, Sjómannasam- bands íslands, Kvenfélagasam- bands íslands, Kvenréttindafé- lags íslands, Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna, Banda- lags íslenzkra listamanna, Lækna- félags íslands, Bóksalafélags ís- lands, ásamt sambandsstjóra Ung- mennafélags íslands, stórtemplar og formönnum Sambands ungra jafnaðarmanna, Sambands ungra framsóknarmanna og Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna. Augljóst er, að undirskrifend- ur áskorunarinnar komu fram sem einstaklingar, en ekki í emb- ættisnafni né fyrir hönd stofn- ana þeirra eða samtaka sem þeir störfuðu fyrir, en hitt er jafn- ljóst, að þeir voru meðal undir- skrifenda vegna þeirra ábyrgðar- starfa sem þeim höfðu verið fal- in af þjóðfélaginu eða samherj- um sínum. Að áskoruninni stóðu menn úr þeim þremur stjórnmálaflokkum sem stutt hafa aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu, og svo utanflokksmenn. Til að koma í veg fyrir að óheiðarlegir stjórn- málamenn og leigupennar þeirra á dagblöðunum gætu komið kommúnistastimplinum á sextíu- menningana, var afráðið að hafa ekki flokksmenn eða yfirlýsta stuðningsmenn Alþýðubandalags- ins meðal undirskrifenda, og var það einungis gert til að komast hjá hinu alkunna moldviðri póli- tískra æsingamanna, ekki vegna þess að stuðningur Alþýðubanda- lagsins við málstaðinn væri van- metinn, enda öllum landsmönn- um augljós. Áskorun sextíumenninganna var liður í víðtækum mótmælum gegn þeirri ósvinnu að veita voldugasta stórveldi veraldar ein- okunaraðstöðu til að beita stór- virkasta áróðurstæki samtímans óhindrað í íslenzkri menningar- helgi. Jafnframt var bent á þau óeðlilegu tengsl sem voru milli óheftrar útbreiðslu hins erlenda sjónvarps í landinu og væntan- legs íslenzks sjónvarps. Urðu þau tengsl enn ljósari nokkru síðar, þegar Alþingi samþykkti vorið 1964 með atkvæðum allra þing- manna nema þriggja (Alfreðs Gíslasonar, Gils Guðmundssonar og Hermanns Jónassonar) að verja tekjum af sölu sjónvarps- tækja til að koma á fót íslenzku sjónvarpi, ánþess fyrir lægi formleg ákvörðun um stofnun innlends sjónvarps. Þannig varð Keflavíkursjónvarpið bein fjár- hagsleg forsenda íslenzks sjón- varps. Tengslin milli dátasjón- varpsins og baráttu kappsfullra íslenzkra aðilja fyrir innlendu sjónvarpi gátu varla orðið aug- ljósari — eða smánarlegri. Þegar hér var komið hafði farið fram stórfelld sala á óskráð- um sjónvarpsviðtækjum, meðal annars á vegum Sölunefndar setuliðseigna, sem var að sjálf- sögðu skýlaust og freklegt brot á þágildandi lögum um Viðtækja- verzlun ríkisins. Er ekki ofmælt, að Ríkisútvarpið hafi afsalað sér lögboðnum rétti og vanrækt lög- boðnar skyldur með því að láta sölu sjónvarpstækja og útbreiðslu hins erlenda sjónvarps í landinu afskiptalausa. Undanhaldið hefst Saga sjónvarpsmálsins í heild er einhver ömurlegasti vitnis- burður sem völ er á um sofanda- hátt, fáfræði, blekkingar og und- irlægjuhátt íslenzkra valdamanna í viðkvæmu og afdrifaríku þjóð- ernismáli. Saga undanhaldsins hófst að vísu miklu fyrr með Keflavíkur- útvarpinu. í nóvember 1951 hóf setuliðið á Keflavíkurflugvelli útvarpsstarfsemi án leyfis inn- lendra stjórnvalda. í febrúar 1952 fól menntamálaráðherra út- varpsstjóra að veita Bandaríkja- mönnum formlegt leyfi til út- varpssendinganna. Þessi fyrir- mæli ítrekaði menntamálaráð- herra í marz, og loks 1. maí 1952 var leyfisbréfið gefið út. Með bréfi þessu veitti Ríkisútvarpið setuliðinu leyfi til að starfrækja eigin útvarpsstöð með vissum tilgreindum skilyrðum. Væru þau skilyrði ekki uppfyllt að dómi Ríkisútvarpsins, mátti afturkalla leyfið fyrirvaralaust, ella með mánaðar fyrirvara. í dagskrá þessa útvarps skyldi eingöngu fjallað um efni sem snerti setu- liðið sjálft. Engan pólitískan á- róður mátti hafa þar í frammi, cg fyllsta hlutleysis skyldi gætt í öilum greinum. Auglýsingar og tilkynningar voru bannaðar í þessu útvarpi aðrar en þær er vörðuðu hernaðaraðgerðir og ör- yggi setuliðsins. Höfuðskilyrði fyrir leyfisveitingunni var þó það, að hið erlenda útvarp kæmi á engan hátt inná áhugasvið og verksvið Ríkisútvarpsins — með öðrum orðum að það höfðaði ekki til íslenzkra hlustenda. Öll þessi skilyrði hafa meira og minna verið virt að vettugi af bandarísku herstjórninni án nokkurra beinna eða óbeinna að- gerða íslenzkra stjórnvalda. Und- anhaldið var hafið af fullum krafti fyrir nálega tveimur ára- tugum. Alþingi hafði ekki önnur af- skipti af Keflavíkurútvarpinu en þau, að 22. nóvember 1951 og 7. október 1952 báru þeir Einar Olgeirsson og Jónas Árnason fram þingsályktunai'tillögur um stöðvun litvarpsstöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Fyrri tillagan var aldrei tekin á dagskrá, en sú seinni var rædd í sameinuðu þingi 22. október 1952. í sam- einuðu þingi 14. október 1953 kom fram þingsályktunartillaga um uppsögn herverndarsamn- ingsins við Bandaríkin, borin fi-am af Bergi Sigurbjörnssyni og Gils Guðmundssyni. Var í til- lögunni meðal annars gert ráð fyrir, að Alþingi fæli ríkisstjórn- inni að stöðva þegar rekstur út- varpsstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Útvarpsumræður urðu um tillöguna, en enginn ræðu- manna minntist á útvarpsmálið. Leyfi veitt fyrir lítilli stöð Hinn 7. marz 1955 var setulið- inu veitt formlegt leyfi til að reka sjónvarpsstöð á Keflavíkur- flugvelli á þeim forsendum, að sjónvarpið mundi draga úr ferð- um hermanna útfyrir herstöðina. Leyfið var veitt af póst- og síma- málastjóra, eftir að hann hafði haft samráð við Ríkisútvai'pið, sem lögum samkvæmt hefur einkaleyfi á sjónvarpssendingum hérlendis, og fengið heimild ut- anríkisráðherra, sem fer með málefni herstöðvarinnar. Á þessu skeiði fóru Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn með völd, en utan- ríkisráðherra var dr. Kristinn Guðmundsson. í leyfisbréfinu er tekið fram, að bandaríska her- liðinu sé „í bili, og þangað til annað verður því tilkynnt, veitt heimild til að framkvæma til- raunasjónvarpssendingar.“ Það skilyrði var sett fyrir leyfisveit- ingunni, að styrkleiki stöðvarinn- ar yi'ði ekki meiri en 50 vött og sendingum yrði ekki beint til Reykjavíkur, heldur yrði hring- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.