Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 48
INNGANGUR Það var snemma á þessu ári að við Sig- urður A. Magnússon, ritstjóri þessa tímarits, áttum ásamt fleirum tal saman um við- fangsefni, er hann hugðist láta gera skil á næstunni í ritinu. Viðfangsefnið var valdið og hversu því væri beitt í þjóðfélaginu. — Spunnust af þessu tilefni miklar umræður um gagnrýni þá, sem gætt hefur í vaxandi mæli á Vesturlöndum gegn hvers kyns valdbeitingu og þeirri þó mest sem minnst virðist bera á en algerust er og örlagaríkust: valdbcitingu skoðanamyndunar. Er það mála sannast, að hið vestræna þjóðfélag er orðið svo gagnsýrt af þess konar valdbeitingu fjölmiðlunartækjanna, að tæpast verður talað um einkalíf manna lengur. Umræður okkar beindust að sjálfsögðu einnig að stjórnmálaflokkum Vesturlanda og þeirri ríkisskipan, sem þeir hafa komið á og við haldið í Evrópu og Norður-Ameríku og við erum vanir að kenna við lýðræði og frelsi einstaklingsins. Sé eitthvað rétt í þeim ásökunum sem fyrr eru nefndar, er að sjálfsögðu ljóst að hugtökin lýðræði og frelsi eru búin að fá allt aðra merkingu en þá sem þau venjulega eru talin hafa. Hafi ein- hverjir aðilar í þjóðfélaginu heimild til að beita valdinu gegn fólkinu og búa til skoð- anir handa því, er um leið búið að nema burtu sterkustu stoðir lýðræðisins. Og geti á hinn bóginn einhverjir í þjóðfélaginu tek- ið ákvarðanir sem svipta menn einfaldasta rétti til atvinnu og jafnvel lífs, er frelsið naumast orðið annað en nafnið tómt. Hvort tveggja er svo augljóst að tæpast þarf um að ræða. En hitt er jafnsatt, að lýðræði okk- ar og frelsi er raunverulega á þessu frum- stæða stigi. Þeir sem viðurkenna þessa staðreynd hljóta um leið að velta því fyrir sér, hvernig á þessu standi. Þeim verður að sjálfsögðu ríkt í huga hvort vera kunni að valdakerfi vestrænna þjóða sé enn svo ó- fullkomið eða „fullkomið11 að það geri þegna þjóðfélaganna ómynduga, eða hvort hér kunni annað til að koma, sem sé það að lýðræðið og frelsið fari minnkandi, ekki endilega vegna stjórnmálaflokkanna heldur af hinu, að tæknin, vélarnar hafi gerbreytt öllu samfélaginu. Búið sé í raun og veru að gera íbúa Vesturlanda að þrælum tækn- innar í stað þess að tæknin átti að losa mennina undan oki og þrælkun vinnunnar. í þessum umræðum varð það minn hlutur að kynna skoðanir nokkurra þekktra manna erlendra, sem ég hafði lesið bækur eftir og þótt forvitnilegar. Þessir erlendu menn voru harla ólíkir og skoðanir þeirra hið sama. En eitt var sameiginlegt með þeim flestum: Þeir töldu að mikið ósamræmi væri nú orðið milli þeirra möguleika, sem nútímatækni byggi yfir til að leysa vanda og erfiðleika jafnt einstaklinga sem þjóða, og hinu hversu tækninni væri beitt. Á sama tíma og enginn virðist koma auga á leiðir til að brauðfæða nema lítinn hluta mann- kynsins væri gerð miskunnarlaus innrás inn í helgustu vé einkalífs manna, hugsana- lífs og meðvitundarsviðs. í þeim hernaði væri beitt slíkri harðfylgni og hugkvæmni að undrum sætti. Túlkun mín á skoðunum hinna erlendu manna leiddi til þess að eftir því var leitað, að ég tæki saman nokkurn þátt, sem staðið gæti í óbeinu sambandi við fyrrnefnt verk- efni: Misbeiting valdsins á Vesturlöndum. Ég lofaði að skrifa grein um þetta efni, en gat þess um leið að framlag mitt yrði ófull- komið þar sem tími minn til ritstarfa væri af harla skornum skammti á þessu ári. Jafn- framt lét ég orð falla á þá leið, að ég myndi byrja grein mína á þeirri persónulegu sann- færingu, að mesta hætta Vesturlanda á okk- ar dögum fælist í því að hin ytri stjórn gerðist með hverju árinu áhrifaríkari, en að sama skapi hyrfi áhrifamagn hinnar innri stjórnar sem byggðist á persónuþroska og sjálfstæðu mati einstaklingsins. Þá gat ég þess að lokum, að ég myndi leitast við að gera þrennu skil sem frá mínum bæjar- dyrum séð hlyti að vera aðaluppistaðan í öllum umræðum og athugunum er þessi mál varða: Ríkið, þjóðfélagið, fjölskvldan. II JÁKVÆÐ HUGSUN OG NEIKVÆÐ f öllum rökræðum manna um líf og til- veru kemur í ljós, að aðalágreiningurinn verður um það hvort nálgast skuli viðfangs- efnin með jákvæðri hugsun, svokallaðri pósitívri hugsun, eða neikvæðri hugsun sem nefna mætti, þ. e. negatívri hugsun. Hér gæti í fljótu bragði virzt um fávísleg efni deilt. Eða kannski myndi mörgum virðast, að heitið eitt, neikvæð hugsun, væri svo fráhrindandi, að ekki kæmi til greina að nefna það í sömu andránni og jákvæða hugsun, pósitíva. Hitt er þó mála sannast, að þessi óbrotnu heiti búa hvort í sínu lagi yfir svo mikil- vægum forsendum allra viðhorfa og skoð- ana, að mjög áríðandi er að hafa gert sér grein fyrir hinum mikla mun og eins hinu í hverju kostir og gallar hinnar ólíku hugs- unar eru fólgnir. Jákvæð hugsun svokölluð er framlag raunvísindanna. Neikvæð hugsun hins vegar er framlag hugvísindanna að nokkru en fyrst og fremst listar og trúar. í jákvæðri hugsun er ævinlega gengið út frá svokölluðum staðreyndum. í því felst að hugsunin gerir það sem kallaðar eru staðreyndir að drottn- anda sínum og verður auðmjúkur þræll ,.staðreyndanna.“ Þessi hugsun getur að sjálfsögðu uppgötvað margt harla merkilegt, fundið margvísleg lögmál og varpað ljósi yfir eitt og annað sem áður var óþekkt. Þetta er hugsun könnunar og nýrra land- vinninga. Jákvæð hugsun er sem slík afar mikilvæg og hefur mörg afrek unnið. Neikvæð hugsun leitar ekki staðreynd- anna, heldur sannleikans. Staðreynd er ekki alltaf sannleikur. Mörgum svokölluðum staðreyndum má breyta, en svo er því ekki farið um sannleikann. Neikvæð hugsun hafnar „staðreyndunum" i nafni sannleik- ans. Vegna sannleikans þarf einmitt að breyta margvíslegum staðreyndum. Væri sannleikurinn ekki til gætu menn látið sér nægja slíkar ,,staðreyndir“ og sætt sig við þær. En vegna sannleikans og þess hugar- starfs, sem hann leysir úr læðingi, er það fráleitt. Við þetta hugarstarf, sem að sjálf sögðu er ekki hugarstarf einvörðungu, held- ur hinn mesti aflvaki alls starfs og allra athafna, kemur nýr þáttur inn í líf og til- veru manna, sköpunarþátturinn, sá þáttur sem áhrifaríkast birtist í hugsjónum, sið- fræði og trú, en bókmenntir og listir hafa túlkað af hvað mestri andagift og inn- blæstri. f sögu Vesturlanda hefur raunverulega frá upphafi gætt bæði jákvæðrar hugsunar og neikvæðrar. Platon er aðalformælandi og túlkandi neikvæðrar hugsunar. Skoðanir og kenningar eru til að hafna þeim. Við áframhaldandi höfnun kemur hið nýia. mikla og sanna í Ijós. Platon túlkar hið díalektíska form, samræðu- eða rökræðu- form hugsunarinnar, sem grundvallast á neituninni. Aristóteles er frumherji hinnar iákvæðu hugsunar, og hin formbundna rök fræði. sem hann skapar, er á slíkri hugsun byggð. fdeurnar, hugsýnirnar, eru ekki óháðar veruleikanum eins og hjá Platon og umbreyta honum, heldur íbúandi afi veruleikans sem fyrir eigin vaxtarlögmál koma í ljós og leiða veruleikann fram til þeirrar myndar og fullkomnunar, sem hon- um er fyrirfram ásköpuð. Kristindómurinn, sem um aldir var ríki- andi menningarstefna Vesturlanda, byggði eðli sínu samkvæmt á neikvæðri hugsun. Maðurinn átti að endurfæðast, hinum fyrra Guðmundur Sveinsson: V-flbBBEITING QG VÍÐDIRTV4ER 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.