Samvinnan - 01.12.1984, Page 22

Samvinnan - 01.12.1984, Page 22
Mikið af sjávargróðri er þurrkað til nianneldis í Japan. Næstum öll fiskiskip í Japan eru í eigu samvinnufélaga 22 landa. Stærstu veiðiheimildirnar eru hjá Bandaríkjunum og Rússum. Inn- an bandarísku lögsögunnar í Kyrra- hafi hafa þeir 1 millj. lesta veiðikvóta. Þeir þurfa að greiða gjald fyrir veiði- leyfið, sem nemur 8-10% af aflaverð- rnæti. Þá hafa Bandaríkjamenn nýlega krafist þess, að eftirlitsmaður frá þeim sé um borð í hverju veiðiskipi. í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Japans í Tokyo spurði ég um viðhorf Bandaríkjamanna til hvalveiða Jap- ana, en Japanir veiða um 5000 hvali á ári, þar af 3.600 í suðurhöfum. Hann sagði, að hótanir hefðu borist frá Bandaríkjamönnum um það að taka veiðikvótann af Japan. ef þeir ekki hættu að veiða hval. Japanir myndu hins vegar ekki að svo stöddu stöðva hvalveiðar. Þeir hafa samflot með Rússum og halda áfram hvalveið- um. En jafnframt hafa þeir tilkynnt, að þeir myndu stunda hvalveiðar með líffræðilegri rannsókn að baki, - ekki bara á hvalastofnum, heldur einnig varðandi lífríkið í sjónum. - Þannig standa málin nú. Japanir eru miklir fiskimenn og leggja mikið á sig við veiðarnar. Þeir stunda veiðar langt frá heimalandinu. Túnfiskveiðiskipin, sem hafa frysti- lestar, eru oft í burtu 400 daga, áður en þau koma í höfn. Túnfiskinn veiða þau á línu, sem er allt upp í 20 sjómílur á lengd og það tekur heilan dag að leggja línuna. Túnfiskur er mjög verðmætur í Japan. • Borða fiskinn hráan Áður en ég skil við fiskinn, skal þess minnst, að Japanir eru miklar fiskæt- ur. Talið er að 40% proteins í fæðu Japana komi úr sjávarafurðum og má þá ekki gleyma þangi og sjávargróðri. Þessi prósentutala var hærri áður fyrr, allt að 60%. Japanir láta óspart í ljós þá skoðun sína, að það sé hið mikla fiskmeti sem valdi langlífi þeirra, en þeir ku ná hæstum meðalaldri meðal þjóða, að undanskildum okkur íslend- ingum. Eins og menn kannski vita, borða Japanir fisk undantekningarlítið hráan. Meðan á dvölinni stóð í Japan fengum við Margrét nokkra reynslu af því að snæða japanskan mat. Að undanskildum tveimur dögum snædd- um við japanskan mat í hádegi og á kvöldin. Við komumst nokkuð fljótt upp á lagið með að nota prjónana. Heldur verr gekk að koma sér fyrir á gólfmottunum, þannig að vel færi um mann, en það komst þó upp í vana. Yfirleitt snæddum við hráa fiskinn með sæmilegri lyst. Sake vínið reynd- ist æði góð hjálparhella í þessu sam- bandi. Eg verð þó að gera þá játningu. að hrár og eldrauður túnfiskurinn átti stundum erfitt með að komast leiðar sinnar, nema dágóður sopi af Sake fylgdi fast á eftir. Við upplifðum margar ánægjulegar stundir sitjandi við snæðing á gólf- mottunum. Allt var þetta svo kyrrlátt og heimilislegt. Japönsku stúlkurnar sem gengu um beina í geisuklæðum sínum, svo háttprúðar og undirgefnar settu að sjálfsögðu mikinn svip á borðhaldið. Mér er einn kvöldverður í Shizuoka borg, ekki langt frá Fuji-fjalli, sérstak- lega minnisstæður. Saito, vinur minn og félagi í fiskinefnd Alþjóða- samvinnuambandsins, bauð okkur í kvöldmat á herlegum japönskum veit- ingastað, en þetta var í heimaborg hans. Japönsku stúlkurnar sem hér gengu um beina voru óvenju geðþekk- ar. Auk þess að þjóna okkur til borðs, þar sem við sátum á gólfinu, þá skemmtu þær með söng og dansi. Ein

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.