Samvinnan - 01.12.1984, Page 34

Samvinnan - 01.12.1984, Page 34
Fjögur norsk Ijóð Baldur Pálmason íslenzkaði Hesturinn eftir Tarjei Vesaas (1897-1970) Dagur var langur, lúamolla heit. Lagzt yfir myrkur, kyrrð um heimareit. Berfætt smámey gengur inn á gólf: Góða nótt, pabbi. - Senn er klukkan tólf. Út hún fer, en einn hann situr þar við órutt borð og pappírsarkirnar. Telpunnar koss á kinn brá geisla í lund, en kenndist ei lengi, gleymdist eftir stund. Nú skal vinna, nóttin er hans tíð, næturstundin drjúg við hugaríð. Hann lyftir höfði loks og augum snýr mót ljóragleri. Hvað, er þarna dýr? Já, ásýnd hests þar horfir stór og grá í húsið inn, - þau augu myrkurblá. Hreyfing er engin, öll er rúðan byrgð. Þá opnast skáldi myndsýn týnd og syrgð. Hann starir móti, minnist dráttarklárs, sem móður streittist flesta daga árs, unz féll að velli fyrir ofan garð. - Faðir hans tár úr auga þurrka varð. Um þennan hest var ætíð sýsl og önn, aktygjamarr og traðk í bleytu og fönn. í greip lá taumur. Töm varð drengsins mund að teyma gráa klárinn marga stund. •Jt.euFAR.-ft Nú Grána ber að glugga hans í kveld að glæða stilltan minninganna eld. Nei, bíðum hæg. Hvort mun hann flytja frið? Hann frakkur spyr: Hvað ertu að dunda við? Hví siturðu þarna, bróðir? Býstu til sem barn að gera öllu falslaus skil? Þær spurnir rista orð og örk í gegn. Eru þær kannski heilindum um megn? Hvar finnast svör? Það er sem hlusti allt. Úr augum dökkum les hann: Varast skalt! Hans eigin bernska og æska standa þar hjá öldnum jálk og krefja fast um svar. -¥■ Þá gefst honum vitrunin: Góða nótt, pabbi minn! - og greinir í huganum barnsvarir sér við kinn. Blessun sé þeim, er í blundinum geislum stafa. Bíða má hesturinn úti með spurningaklafa. 34

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.