Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 34
Fjögur norsk Ijóð Baldur Pálmason íslenzkaði Hesturinn eftir Tarjei Vesaas (1897-1970) Dagur var langur, lúamolla heit. Lagzt yfir myrkur, kyrrð um heimareit. Berfætt smámey gengur inn á gólf: Góða nótt, pabbi. - Senn er klukkan tólf. Út hún fer, en einn hann situr þar við órutt borð og pappírsarkirnar. Telpunnar koss á kinn brá geisla í lund, en kenndist ei lengi, gleymdist eftir stund. Nú skal vinna, nóttin er hans tíð, næturstundin drjúg við hugaríð. Hann lyftir höfði loks og augum snýr mót ljóragleri. Hvað, er þarna dýr? Já, ásýnd hests þar horfir stór og grá í húsið inn, - þau augu myrkurblá. Hreyfing er engin, öll er rúðan byrgð. Þá opnast skáldi myndsýn týnd og syrgð. Hann starir móti, minnist dráttarklárs, sem móður streittist flesta daga árs, unz féll að velli fyrir ofan garð. - Faðir hans tár úr auga þurrka varð. Um þennan hest var ætíð sýsl og önn, aktygjamarr og traðk í bleytu og fönn. í greip lá taumur. Töm varð drengsins mund að teyma gráa klárinn marga stund. •Jt.euFAR.-ft Nú Grána ber að glugga hans í kveld að glæða stilltan minninganna eld. Nei, bíðum hæg. Hvort mun hann flytja frið? Hann frakkur spyr: Hvað ertu að dunda við? Hví siturðu þarna, bróðir? Býstu til sem barn að gera öllu falslaus skil? Þær spurnir rista orð og örk í gegn. Eru þær kannski heilindum um megn? Hvar finnast svör? Það er sem hlusti allt. Úr augum dökkum les hann: Varast skalt! Hans eigin bernska og æska standa þar hjá öldnum jálk og krefja fast um svar. -¥■ Þá gefst honum vitrunin: Góða nótt, pabbi minn! - og greinir í huganum barnsvarir sér við kinn. Blessun sé þeim, er í blundinum geislum stafa. Bíða má hesturinn úti með spurningaklafa. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.