Samvinnan - 01.12.1984, Side 39

Samvinnan - 01.12.1984, Side 39
óljósum toga, e. t. v. mætti tala um það sem álög einhvers konar - syndar- álög. Um það má deila hvort þetta orð gefi nægilega góða mynd af hugsun Hjálmars. Annars er það trúlega fyrst °g fremst orðið „bright“ í næstsíðustu h'nunni sem ég hnýt um; sú birta eða glansi, sem þetta orð kastar á vopna- búnaðinn hjá Hjálmari, sýnist mér vera framandi hér - orðið verður því væntanlega, því miður, að flokkast undir það sem í bókmenntarýni er venjulega kallað því ljóta nafni hor- tittur. Næsta þýðing er gerð af prófessor frá Vesturheimi, Watson Kirkconnell. Hann var mikill áhugamaður um ís- lenskar bókmenntir og skrifaði margt um þær, m. a. um verk eftir skáldin Stephan G. Stephansson og Guttorm J- Guttormsson. Þýðing hans birtist í r'ti sem heitir The North American Book of Icelandic Verse og kom út í New York og Montreal 1930. Hún hljóðar þannig: Death Nany friends uphold my might, ^hades of doom obscure the light, tdraw nigh, perhaps to-night, With shattered shield, helm hacked in fight, tJeep-cloven corselet, shivered sword, and hell’s black blight. Hér er ég ekki heldur fyllilega ánægð- ur, þótt þýðingin sé vissulega litrík. Tilvísunin til dómsdags í annarri línu er ekki sótt nema þá óbeint til íslenska erindisins, og í heild er þýðingin orðfleiri en frumtextinn og viðheldur þess vegna ekki hnitmiðun hans eins og æskilegast væri að hún gerði. Orðið „corselet“ í síðustu línu má einnig gagnrýna; eftir orðabókum mínum vísar það frekar til brynju úr málm- plötum, líkt og við sjáum á miðalda- söfnum í útlöndum, heldur en til hringabrynjunnar sem ég held endi- lega að Hjálmar hljóti að hafa haft í huga. Orðið „shivered“ í sömu línu þarfnast e. t. v. einnig skýringar; það er dregið af sögninni „shiver“ sem getur haft merkinguna „kljúfa, tæta sundur“. Um orðið „blight" er hér hið sama að segja og fyrr, „vítisálögin“ þar tengjast að vísu kenningakerfi kirkjunnar en eru þó ekki eins skemmtilega óljós og vangaveltuvekj- andi og „syndagjöld“ Hjálmars. Þriðja þýðingin er svo eftir annað vestur-íslenskt skáld og ljóðaþýð- anda, Pál Bjarnason (Paul Bjarna- son). Hann frumorti sömuleiðis á ensku og gerði auk þess margar enskar þýðingar á ljóðum héðan að heiman. Þessi þýðing birtist í allstórri bók hans, Odes and Echoes, sem kom út í Af þessu erindi eru til ekki færri en þrjár þýðingar á ensku, ein á norsku og ein á ítölsku. Óskum wðskiptavinum, velunnurum og lands- mönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLA og góðs komandi árs KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA Húsavík 39

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.