Samvinnan - 01.12.1984, Side 43

Samvinnan - 01.12.1984, Side 43
I • Endurteknar fullyrðingar »Auðhringur“ er nafngiftin sem sam- vinnuhreyfingunni er valin og síðan er tönnlast á. I nafngiftinni einni á að felast útskúfunardómur, sem ekki þarf frekar að rökræða. Með nafngiftinni er talið að þetta form félagslegrar uppbyggingar og mannlegra sam- skipta sé afgreitt í eitt skipti fyrir öll. Því virðist trúað að enn muni takast með endurtekningu blekkingarinnar að afvegaleiða almenning og rugla dómgreind manna. Einföldun áróð- ursbragða og hugtakabrengl eru enn við lýði. • Hversu haldgott er þetta vopn? Hver eru megineinkenni auðhrings? Væri ekki gagnlegt að gera sér grein fyrir því áður en fullyrt er að Sam- bandið sé auðhringur? Eru auðhringar opin og frjáls félags- samtök? Nota auðhringar fjárráð sín eða lánstraust til almennrar uppbygg- ingar? Ræður þörf úrbóta hversdags- legra vandamála einhverju teljandi um verkefnaval auðhrings eða er hagnaðarvonin snarasti þátturinn? Svör við öllum þessum spurningum °g mörgum öðrum hliðstæðum liggja öll ljós fyrir. Það atriði að auðhringar eru harðlokuð samtök peningavalds, sem hafa gróðasjónarmiðið eitt að markmiði, ætti að vera nægjanlegt til að sýna hversu langt frá marki er skotið þegar þrástagast er á því, að kaupfélögin og Sambandið séu „auð- hringar“. Málverk af Hirti Hjartar eftir Kára Eiríksson. Allir eiga jafnan rétt áþvi, að gerast meðlimir kaupfélags og hafa ahrif a stjórn þess og rekstur. Engum er hins vegar skylt að vera í kaupfelagi og engu kaupfélagi eða samvmnufelagi ber skylda til að eiga aðild að Sam- bandinu. Ekkert valdboð gtldir 1 þessu efni. Allir eru sjálfráðtr hvaða kost hpir velia. • Frjálst val Ef gróðasjónarmiðið væri markmið kaupfélaganna létu þau hjá líða að hafa afskipti af áhættusamn atvinnu- starfsemi og legðu ekki stórfé í bygg- ingar lítt arðgefandi en ómtssandi þjónustu- og vinnslustöðva. Pau hafa ekki látið tímabundna örðugleika 43

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.