Samvinnan - 01.12.1984, Qupperneq 68

Samvinnan - 01.12.1984, Qupperneq 68
Með fiðluna á bakinu Tveir gamlir Heklungar, Páll Ás- grímsson og Oddur Kristjánsson. póst og var með nokkrum hætti aðal- fjölmiðill skólans. Sagt er að hann hafi fengið 75 aura eða krónu fyrir kennslustundina og hann hafi ekki talið eftir sér þó að kennslustundin yrði í lengra lagi. í Möðruvallaskóla lásu nemendur Söngfræði Jónasar Helgasonar á árunum 1881-1888 og Stafróf söngfræðinnar eftir Björn Kristjánsson 1889-1893, en sú kennsla varð endaslepp og olli deilum. Upp- haflega var svo ráð fyrir gert að Halldór Briem annaðist söngkennsl- una við Möðruvallaskóla, en hann þótti miður fær um að gegna því starfi og því var Magnús fenginn til. í Minningum frá Möðruvöllum greina gamlir nemendur nokkuð frá Magnúsi og kennslu hans og af því má ráða að þeir sem þar voru og höfðu einhverja tónlistarhæfileika hafi síðar á ævinni lagt fram drjúgan skerf til söngmála vítt um land, þó að hér verði ekki lögð fram nein gögn um það. Til er mynd af skólasveinum og kennurum Möðru- vallaskóla. Þar má sjá Magnús Einars- son með fiðlu sína og boga á streng. Þessi mynd var tekin vorið 1890. Eftir að skólinn fluttist til Akureyrar hélt Magnús áfram söngkennslu við skól- ann um árabil. Þegar Stefán Stefáns- son varð skólameistari kom hann þeirri reglu á að hefja skólastarfið með morgunsöng dag hvern. Það lagði þá kvöð á söngkennarann að koma á hverjum morgni að stjórna þessum söng. Að vísu féll söngkennsl- an niður 2 fyrstu árin á Akureyri og Sigurgeir Jónsson frá Stóruvöllum kenndi sönginn í forföllum Magnúsar 1904-1906. Magnús hætti söngkennslu við skólann 1917, enda kominn fast að sjötugu. Hann var vinsæll af nemend- um, en kennslan gekk með ýmsu móti eins og löngum vill verða. Eftir að Magnús Einarsson lét af söngkennslu féll hún niður í 2 ár, en séra Geir Sæmundsson annaðist morgunsöng. Hulda Á Stefánsdóttir greinir frá starfi Magnúsar með þessum orðum: „Mikið var sungið hjá Magnúsi organ- ista, og oft margir góðir söngmenn í skólanum. Magnús var orðlagður áhugamaður um söng og söngmennt. Hver bekkjardeild fékk einn söngtíma í viku, en svo æfði hann kóra, karlakór og blandaðan kór . . . Magnús var óvenjulegur maður, hann unni söng- og hljómlist, hef eg alltaf átt von á því, að saga hans yrði skráð, því vissulega var hann brautryðjandi á sínu sviði. Áhugi Magnúsar var frábær. Á hverj- um morgni, hvernig sem viðraði, var hann kominn upp í skóla kl. 10 mínútur fyrir 9 til þess að stjórna morgunsöng. Enga aukagreiðslu fékk hann fyrir það ómak né fyrir kóræfing- arnar. Þá var nú ekki allt reiknað til peninga. Magnús hafði á unga aldri stundað sjó, virtust hendur hans meira og minna krepptar af erfiði og vosbúð, en samt lék hann á orgelið og fiðluna eins og ekkert væri, og hann ljómaði allur þegar vel tókst.“ Þá er enn ótalið að hann kenndi mörgum á hljóðfæri bæði skólapiltum og öðrum sem til hans leituðu viða að og margir þeirra urðu síðan leiðandi menn í sönglífi í bæ og byggð, organ- r leikarar í kirkjum og á annan hátt. Einn þessara nemenda var Bjarni Bjarnason, Brekkubæ í Hornafirði. Hann var nemandi í Gagnfræða- skólanum á Akureyri og lærði á orgel hjá Magnúsi Einarssyni og varð síðan organisti við kirkjuna í sinni heima- byggð um langt skeið. # Undursamleg stund Eins og áður segir er ekki vitað hvenær Magnús Einarsson eignaðist fiðluna sína, en orgel fékk hann keypt af Akureyrarbæ, þegar nýtt orgel kom í Akureyrarkirkju árið 1877. Magnús hafði fullan skilning á því að hljóðfæra- skortur stóð tónlistarlífi mjög fyrir þrifum. Þess vegna auglýsti hann í Norðurlandi 14. október 1905 að hann byðist til að útvega hljóðfæri í utanför- inni með Heklungum sem þá stóð fyrir dyrum og hugðist heimsækja hljóð- færaverksmiðjur í þeim tilgangi í ferð- inni. Fleiri heimildir eru um það að Magnús gerði hvað í hans valdi stóð til að útvega mönnum hljóðfæri og leggja þar með grunninn að tónlistariðkun á heimilunum, og er það ekki ómerkur þáttur í brautryðjendastarfi hans. Aldamótin voru mikill vakningartími og þeirra var að sjálfsögðu minnst í bæ og sveit. Aldamótaárið stofnar Magn- ús Einarsson karlakór á Akureyri sem hlaut nafnið Hekla. Snorri Sigfússon segir að Magnús hafi lagt feikna starf í að þjálfa Heklu og sá hvorki í tíma né fé, enda var blandaði kórinn Gígja og hornaflokkurinn liðinn undir lok, og aldrei segist Snorri muni gleyma þeirri „undursamlegu stund“ er hann heyrði Heklu syngja í fyrsta sinni á Akureyri 1902. Svo vel vill til að í skjalasafninu á Akureyri eru varð- veittar fundabækur Heklu og hefst sú fyrri föstudaginn 5. desember 1902, en þann dag var fundur haldinn í Akureyrarbæ til þess að ræða um stofnun „karlmannasöngfélags“ í bænum. „Kom til umræðu meðal ann- ars hvort stofna skyldi nýtt söngfélag eða endurreisa söngfélagið „Heklu“ frá árinu 1900 sem stofnað var í sama augnamiði og með samskonar 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.