Samvinnan - 01.12.1984, Qupperneq 71
vildi eftir hennar dag, - eins og hún
hafði skapað það og skilið við það.
Þeim fyrirmælum hefur líka trúlega
verið fylgt. Márbakki var opnaður
almenningi árið 1942, og afar mikill
fjöldi gesta hefur síðan skoðað hið
fagra og fræga heimili skálddrottning-
arinnar sænsku.
Við, þátttakendurnir á norræna
bindindisþinginu í Karlstað, gengum í
hljóðri hrifning um þennan helgidóm
Svía og hlýddum um stund, alltof
stutta stund, á skýringar gamallar
vinkonu skáldkonunnar á því, sem
fyrir augu bar á meðan við gengum um
heimilið. Hér að framan hefur verið
vikið að sumu af því sem hún sagði,
en þó miklu meira sleppt. Það yrði
alltof viðamikið, alltof mikið mál, ef
sagt yrði frá því öllu.
Það er líka mála sannast, að þegar
við stöndum andspænis því, sem er
mikilfenglegt og göfugt, þá er ekki
hægt að lýsa því svo að vel sé, - þá
nægja ekki orð til túlkunar. Menn
verða að sjá það sjálfir og njóta þess í
orðvana hrifni. Heimili hinnar göfugu
skálddrottningar Svía er eitt af því.
# Hundrað höggmyndir
Frá Márbakka héldum við til bæjarins
Sunne, sem er snotur bær á mörkum
Efra- og Mið-Fryken. í bæ þessum
þjónaði lengi prófasturinn, Anders
Fryxell, en það var einmitt hann, sem
orti hinn dáða byggðarsöng Verm-
lands og raunar allrar Svíþjóðar:
„Ack, Vármeland, du sköna,“-ljóðið
fagra, sem ég minntist á fyrr og náð
hefur inn að hjartarótum sérhvers
Svía.
Eftir nokkra töf á bæ þessum héld-
um við til staðar, sem nú á seinni árum
er ekki aðeins mjög umtalaður í
Svíþjóð eins og Márbakki, heldur
einnig í öllum nágrannalöndunum og
raunar miklu víðar. Þetta er stórbýlið
Rotneros, eða með öðrum orðum
Ekeby í hinni frægu Gösta Berlings-
sögu Selmu Lagerlöf. Eigandi Rotner-
os um langt skeið, iðjuhöldurinn mikli
og hugsjónamaðurinn, Svante
Pálsson, varði miklu af auði sínum til
þess að gera 40 hektara svæði að
yndislegum lystigarði, frábærlega vel
skipulögðum, þar sem ekki eru aðeins
undursamleg tré ýmissa tegunda,
gróðursett á hinn fegursta hátt, heldur
dásamlegasta blómskrúð, sem hvar-
vetna er komið fyrir af listrænni
smekkvísi. Þarna eru líka nokkur
GLEÐILEG JOL
FARSÆLT NÝTT ÁR
Þökkum viðskiptin á liðnum árum
KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR
Svalbarðseyri
Óskum landsmönnum öllum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsœldar á komandi ári
Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum
árum
KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR
Búðardal
71