Samvinnan - 01.12.1984, Page 76

Samvinnan - 01.12.1984, Page 76
Frásögn eftir Valgeir Sigurðsson s Ain streymir um eyðibyggð ,,I»ar stóð einu sinni bær, sem hýsti í'ólk með mikla Iistræna hæfileika...“ Myndin er tekin löngu eftir að jörðin féll úr áhúð. Aðeins hluti bæjarhús- anna stendur uppi. (Ljósm. Alexander Árnason). Hofsá í Vopnafirði fellur eftir Hofsárdal endilöngum, og er langt að komin. Fyrst í stað liggur leið hennar eftir hallalitlum heiðalöndum, milli gróinna bakka, en um það bil sem dalur fer að dýpka og straumurinn að þyngjast, stendur bær í aflíðandi hvammi upp frá ánni. Þessi bær heitir Brunavammur og á sér merkilega sögu, því að oft hefur engu verið líkara en að hann hafi beinlínis dregið að sér fólk með listræna hæfi- leika. Þar hafa búið menn, sem skör- uðu langt fram úr samtíðarmönnum sínum að hagleik, og skáld og andans menn koma þar einnig við sögu. Loks er svo þess að geta, að við Bruna- hvamm er tengd dultrú og forneskja, en að því komum við síðar. Um og fyrir miðja nítjándu öld bjuggu á Brunahvammi hjónin Þórður Guðmundsson og Anna Pétursdóttir. Hann frá Bessastöðum í Fljótsdal, hún frá Hákonarstöðum á Jökuldal. Um Þórð segir í Ættum Austfirðinga, að hann hafi verið snillingur í trésmíði og útskurði, og að útskorinn skápur eftir hann hafi fengið verðlaun á sýningu í Kaupmannahöfn. Laust fyrir síðustu aldamót, og til ársins 1901, bjó Páll Jónsson á Bruna- hvammi. Hann var þjóðhagasmiður og snilldarmaður, á hverju sem hann snerti. Kona hans var Margrét Eiríks- dóttir, systir Stefáns Eiríkssonar myndskera. Síðast en ekki sízt er svo það að segja, að vorið 1917 flytjast í Bruna- hvamm ung hjón, Valdimar Jóhannes- son og Guðfinna Þorsteinsdóttir, sem síðar varð þjóðkunn undir höfundar- nafninu Erla. Á Brunahvammi fæddist þeim sonur haustið 1918. Það var Þorsteinn Valdimarsson skáld, sem er fyrir löngu orðinn einn af uppáhalds- höfundum þeirra ljóðalesenda, sem mestar kröfur gera til listrænna vinnu- bragða. Ég hef fram að þessu notað orðið Brunahvammur, en hins er þó skylt að geta, að nafn bæjarins og jafnvel skilningur þess líka, hafa verið nokk- uð á reiki í aldanna rás. í meira en hundrað ára gömlum kirkjubókum frá Hofi í Vopnafirði er stundum skrifað Brúnahvammur, eins og bærinn dragi nafn af brúnunum fyrir ofan bæinn, þótt þær séu ekki á neinn hátt sér- kennilegar. Já, þeir skrifa jafnvel stundum Brúnihvammur, sumir gömlu klerkarnir, hvað sem það á nú að þýða. Nútímamenn munu þó flestir hallast að því, að bærinn heiti Bruna- hvammur, og að nafnið sé dregið af fjalli beint á móti bænum, handan árinnar. Það heitir Bruni, enda er gróður þar mjög af skornum skammti. Líklegt er, að þarna sé rétt til getið, enda er nafnið þannig stafsett í elztu heimildinni, sem mér er kunn um þennan bæ. Það er í íslenzku forn- bréfasafni, 15. bindi, í vísitasíubók frá árinu 1575. Þar er Brunahvammur talinn með eignum kirkjunnar á Hofi, en það gefur aftur til kynna, að þá þégar er búið að stofna þar býli - og trúlega miklu fyrr. 76

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.