Samvinnan - 01.12.1984, Síða 76

Samvinnan - 01.12.1984, Síða 76
Frásögn eftir Valgeir Sigurðsson s Ain streymir um eyðibyggð ,,I»ar stóð einu sinni bær, sem hýsti í'ólk með mikla Iistræna hæfileika...“ Myndin er tekin löngu eftir að jörðin féll úr áhúð. Aðeins hluti bæjarhús- anna stendur uppi. (Ljósm. Alexander Árnason). Hofsá í Vopnafirði fellur eftir Hofsárdal endilöngum, og er langt að komin. Fyrst í stað liggur leið hennar eftir hallalitlum heiðalöndum, milli gróinna bakka, en um það bil sem dalur fer að dýpka og straumurinn að þyngjast, stendur bær í aflíðandi hvammi upp frá ánni. Þessi bær heitir Brunavammur og á sér merkilega sögu, því að oft hefur engu verið líkara en að hann hafi beinlínis dregið að sér fólk með listræna hæfi- leika. Þar hafa búið menn, sem skör- uðu langt fram úr samtíðarmönnum sínum að hagleik, og skáld og andans menn koma þar einnig við sögu. Loks er svo þess að geta, að við Bruna- hvamm er tengd dultrú og forneskja, en að því komum við síðar. Um og fyrir miðja nítjándu öld bjuggu á Brunahvammi hjónin Þórður Guðmundsson og Anna Pétursdóttir. Hann frá Bessastöðum í Fljótsdal, hún frá Hákonarstöðum á Jökuldal. Um Þórð segir í Ættum Austfirðinga, að hann hafi verið snillingur í trésmíði og útskurði, og að útskorinn skápur eftir hann hafi fengið verðlaun á sýningu í Kaupmannahöfn. Laust fyrir síðustu aldamót, og til ársins 1901, bjó Páll Jónsson á Bruna- hvammi. Hann var þjóðhagasmiður og snilldarmaður, á hverju sem hann snerti. Kona hans var Margrét Eiríks- dóttir, systir Stefáns Eiríkssonar myndskera. Síðast en ekki sízt er svo það að segja, að vorið 1917 flytjast í Bruna- hvamm ung hjón, Valdimar Jóhannes- son og Guðfinna Þorsteinsdóttir, sem síðar varð þjóðkunn undir höfundar- nafninu Erla. Á Brunahvammi fæddist þeim sonur haustið 1918. Það var Þorsteinn Valdimarsson skáld, sem er fyrir löngu orðinn einn af uppáhalds- höfundum þeirra ljóðalesenda, sem mestar kröfur gera til listrænna vinnu- bragða. Ég hef fram að þessu notað orðið Brunahvammur, en hins er þó skylt að geta, að nafn bæjarins og jafnvel skilningur þess líka, hafa verið nokk- uð á reiki í aldanna rás. í meira en hundrað ára gömlum kirkjubókum frá Hofi í Vopnafirði er stundum skrifað Brúnahvammur, eins og bærinn dragi nafn af brúnunum fyrir ofan bæinn, þótt þær séu ekki á neinn hátt sér- kennilegar. Já, þeir skrifa jafnvel stundum Brúnihvammur, sumir gömlu klerkarnir, hvað sem það á nú að þýða. Nútímamenn munu þó flestir hallast að því, að bærinn heiti Bruna- hvammur, og að nafnið sé dregið af fjalli beint á móti bænum, handan árinnar. Það heitir Bruni, enda er gróður þar mjög af skornum skammti. Líklegt er, að þarna sé rétt til getið, enda er nafnið þannig stafsett í elztu heimildinni, sem mér er kunn um þennan bæ. Það er í íslenzku forn- bréfasafni, 15. bindi, í vísitasíubók frá árinu 1575. Þar er Brunahvammur talinn með eignum kirkjunnar á Hofi, en það gefur aftur til kynna, að þá þégar er búið að stofna þar býli - og trúlega miklu fyrr. 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.