Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 18

Andvari - 01.06.1959, Page 18
16 SIGUIIBJÖRN EINARSSON ANDVAIU viðleitni frá þessuni heimi fyrirbæranna og beina henni að hugarheiminuni ósýnilega og himneska. Margir aðrir mætir spekingar grískir voru á líkri skoðun, enda átti hún djúpar rætur í trúarlífi þjóðarinnar. Þessi afstaða og lífsskoðun ruddi sér til æ meira rúms í íornöld og má segja, að hún mótaði andlegt líf í hinum grísk-rómverska heimi um það leyti sem kristin trú fór að láta nokkuð verulega til sín taka. Og þó að kirkjan yrði vissulega fyrir áhrifum af þeim heimsflótta- og meinlætaskoðunum, sem fylgdu og hlutu að fylgja þessari tvíhyggju, þá var kirkjan sjálfri sér samkvæm og furðulega óbil- gjörn í því að hvika ekki frá þeirri grundvallarkenningu, að þessi veröld efnis, rúms og tíma sé sköpuð af einurn, sönnum, góðum Guði, og lýsa það villu, að efnisheimurinn sé í eðli sínu vondur. Hið illa býr ekki í efninu, syndin er ekki í líkamanum, sagði kirkjan. Syndin er vansköpun mannsviljans og sjálfsskaparvíti, hitt er allt gott, sem Guð hefur gjört. Merkur hugsuður, Friedrich Gogarten, segir, að kristindómurinn hafi ráðið úrslitum um mótun Evrópumannsins til vísindalegrar áttar, vegna þess að boðskapur hans liafi — í miklu ríkara rnæli en grískri heimspeki nokkru sinni tókst eða hefði getað tekizt — gert manninn vitandi um sjálfan sig sem persónu, með sjálfstæðri ábyrgð fyrir höfundi sínum og allra hluta. Kristin guðstrú hóf manninn yfir náttúruna. Sá skapari, sem Biblían boðar, skipaði manninum á vissan hátt sér við hlið í afstöðunni til handa- verka sinna. Hann sagði við manninn: Náttúran er mín, en hún skal líka vera þín, í mínu umboði. Þú átt hvorki að hata jörðina né flýja hana. Þú átt að gjöra þér jörðina undirgefna. Þú átt ekki að snúa baki við náttúrunni. Þú átt að sigra hana. Slíkan skapara boðar engin trúarbók veraldar nema Biblían — og Kóran- inn, að því leyti sem hann bergmálar Biblíuna í vissum atriðum. Sá maður, sem trúði á þennan skapara, hlaut að hugsa öðruvísi til náttúrunnar en hinn, sem þekkti hann ekki. Hann hlaut að kenna lotningar gagnvart þeim heimi, sem lionum var gefinn á þennan hátt. En hann hlaut líka að kenna öryggis gagnvart honum og lögmálum hans. Þessi heimur og fyrirbæri hans voru hvorki kosmískt slys né sjónhverfing, blekking, maya, eins og verið hefur boðskapur indverskrar trúar og heimspeki frá elztu tímum og fram til þessa dags. Þessi heimur var sannur. Grísk og indversk dulúð segir: Þú finnur engan sannleik í heimi efnisins, á sviði náttúrunnar, því að þar er enginn veruleiki, og sé hann einhver, þá er hann illur. Biblían segir: Þú finnur víst sannleik og veruleik í þessum heimi, í hverju náttúrlegu fyrirbæri, því að sannleikans Guð er að baki alls. í hverri leit þinni að sannleik ertu í rauninni að ganga til móts við skaparann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.