Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 19

Andvari - 01.06.1959, Side 19
ANDVARI BIBLÍAN, KIRKJAN OG VÍSINDIN 17 Karl Jaspers scgir réttilega, að það sé einkenni á náttúruvísindum nútím- ans, að enginn hlutur sé vættkis virðandi í þeirra augum. Ekkert sé of lítil- vægt til þess að gefa því gaum og- verja kröftum sínum, jafnvel ævi sinni, til þess að rannsaka það. Idvaðan mundi þessi furðulegi áliugi á náttúrunni sprottinn að upphafi vega? Jaspers telur, að hann sé fortakslaust vaxinn af kenningu kristinnar trúar um, að náttúran sé í heild sinni og hverju minnsta atriði sköpunarverk Guðs. Það, sem Guð hefur gjört, er vert þess að athuga það og rannsaka, jafnvel þótt slík rannsókn virðist ekki hafa neitt beint eða hagnýtt gildi fyrir lífs- baráttu mannsins og ávextir hennar verði ekki færðir upp í neina aska. Og Guð hefur skapað allt, stjörnu sem strá, maðkinn jafnt sem manninn. Á sinn hátt hlýtur allt, hvað er, að bera Guði vitni. Sá, sem trúir á Guð, elskar verk hans, tilbiður hann, þegar hann athugar þau, mætir vísdómi hans í skipan og lögum lifandi sem dauðrar náttúru. Og þessi Guð er sannur. Hann hlekkir ekki. Og liann krefst sannleiks. Sannleikshugtakið, bæði sem hugmynd um eðli veruleikans og sem siðgæðis- leg krafa, stendur rótum í trúnni. Guð er sannleikans Guð, veröld hans byggist á sannleik, sem manninum er auðið að ráða í, því að hann á að gera sér þessa veröld undirgefna, og Guð krefst sannleiks. Þessi kristna sannfæring hefur lagt sitt til um mótun þeirrar afstöðu, sem vísindi hyggjast á. Albert Einstein segir: „Vísindi skapa þeir menn einir, sem eru gagnteknir af þrá eftir sannleik og skilningi. En þessi tilfinning er runnin af róturn trúarinnar. Þar að auki verða menn að trúa því, að þau lögmál, sem gilda um efnisheiminn, séu á viti byggð, þ. e. að mannlegt vit geti náð tökum á þeim“. „Vísindi án trúar eru lömuð“. Munu ekki þessi orð hins viðurkennda afreksmanns í vísindum benda til réttrar áttar um það, hvar sé að leita róta og frjóvgunar þess baðms, sem borið hefur hin höfgu aldin í vísindasögu Evrópu? III. Segja mætti e. t. v., að hið vísindalega viðhorf, viljinn til þess að kanna allt, sé fólgið í sjálfu eðli vísindanna og því þurfi ekki að leita neinna skýr- inga á uppruna þess, það sé gefið með sjálfri tilvist vísindalegrar hugsunar yfirleitt. En þetta er ekkert svar við þeirri spurningu, hvers vegna vísindaleg hugsun hefur rutt sér til rúms í hinum kristna heimi og hvergi nema þar. Er það tilviljun, að það mat á hinum ytra heimi, sem er sérkennilegt fyrir náttúru- 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.