Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 36

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 36
34 IIANNES PÉTURSSON ANDVARI getur Gísli Konráðsson á þremur stöðum manns að nafni Sigurður trölli, og er einn kafli bókarinnar helgaður honum. Þannig er Sigurður kynntur fyrir les- endum: „Sigurður, er kallaður var trölli, bjó að Fannlaugarstöðum. Hann var Gíslason frá Gvendarstöðum, Gunnars- sonar."1) 1 kaflanum um Sigurð segir svo: „Sigurður var lítill vexti en ákafur um flesta vinnu og jafnan drjúgorður. Var það kallað, að betra ætti hann sauðfé en margir aðrir. Var hann hinn mesti mokstursmaður að mat, og mælt er, að Iiann æti jafnan hangikjöt milli dúra og hefði jafnan magála og bringukolla með sér, er hann stóð að fé sínu.“2) Ekki var Sigurður „einsetukarl" eins og Stefán hélt, því svo segir Gísli: „Ingi- björg hét kona hans, er oftast klæddist brókum og var nú gömul.“3) Sigurður trölli á Fannlaugarstöðum deyr tveimur árum áður en Stefán fæðist (eða 30. júní 1851). Eins og fram kemur í klausu skáldsins hér að ofan og frá- sögninni úr þjóðsögum Ólafs Davíðs- sonar, sem getur að lesa hér á eftir, hafa mjög bráðlega komizt á kreik munnmæli um þennan sérkennilega mann uppi í fjallgarðinum milli Húnaflóa og Skaga- fjarðar. Bær Sigurðar trölla, Fannlaugar- staðir, er á Laxárdal í Skagafjarðarsýslu (ekki í sjálfum Gönguskörðum, eins og Stefán segir), en mjög framarlega á þeim dal. Jörðina hefur aldrei setið annar bóndi en Sigurður. Um þetta segir svo: „Býli þetta var byggt upp á eyðilandi um 1823 og því ákveðin sérstök landamerki með skoðun og samþykki sýslumanns Jóns Espólín, og annarra hlutaðeiganda. Býlið byggði ábúandinn Sigurður bóndi Gísla- son „trölli", og stóð sú byggð fram um 1) Saga Skstr. og Skagam., Rvík 1941, bls. 132. 2) Saga Skstr. og Skagam., bls. 139. 3) Saga Skstr. og Skagam., bls. 139. 1850. Eftir það réð býlinu Klemenz Sig- urðsson bóndi að Skrapatungu í I lúna- þingi o. 11. Býlið átti kirkjusókn að Fagra- nesi á Reykjaströnd, en með samþykki hlutaðeigandi kirkjuvalda var veitt leyfi til þess, að Flvammsprestar framkvæmdu embættisverk fyrir heimilið, og sóknar- gjöld býlisins greiddust í Hvammskirkj u- sókn."1) Fannlaugarstaðir stóðu í eyði frá 1852 —1899, en þá var jörðin gerð að afréttar- landi. 1 þjóðsögum Ólafs Davíðssonar er eftirfarandi frásögn: „Fannlaugsstaðir (sic) eru eyðijörð, sem stendur á Laxár- bökkum vestan megin fram undir Fann- stóði á svo nefndri Fanngrund. Þar bjó ekki alls fyrir löngu Sigurður nokkur Gíslason, mikilhæfur maður, cn undar- legur. Það segja menn, að hann muni vaka yfir túni á Fannlaugarstöðum síðan hann dó og rækta það, því að í því þykir enn gróður sem í beztu túnum, og svo sýnist, að það bitist lítt eða ekki, þó að alls staðar umhverfis sé fénaður og pen- ingur. Þakka menn það Sigurði. Gjörla sér þar merki allra tótta; eru flestir veggir þar enn stæðilegir, og er Sigurði og eignuð varðveizla á þeim.“2) Ekki sést nákvæmlega, hvenær frásögn þessi er rituð, en Ölafur segir hana „eftir sóknarlýsingu Höskuldsstaða-sóknar eftir Eggert Briem“. Eggert Brím (þannig ritað í ísl. æviskrám) var prestur á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 1871— 1890, og er frásögnin því færð í letur á þeim tíma. í henni kveður við annan tón en hjá Gísla Konráðssyni, sem lítur á Sigurð framar öllu sem skringilegan karl. I munnmælum breytist hann smám 1) Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1871—1949, 1. hefti, Rvík 1950, bls. 30. 2) Ólafur Davíðsson: ísl. þjóðsögur II, Rvík 1945, bls. 301—2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.