Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Síða 40

Andvari - 01.06.1959, Síða 40
38 HANNES PÉTURSSON ANDVARI heldur óeigingirni. Ef til vill orðar skáldið þá hugsun hvergi jafn fagurlega sem í erindinu: Engan hóf á efstu skör yfirborðið glæsta. Varpar tign á kotungs kjör konungslundin stærsta.1) i fáum orðum: Sigurður trölli er óeigin- gjarn fullhugi á sínum rétta stað, gæddur konungslund, sem varpar tign á kjör hans. Séra I lannes: Ekki finnst mér rétt að telja Stefán G. prestahatara, þótt frá honum andi köldu til kennimanna í heild. I lann mat víðsýna presta, en klerkastéttin, útvörður fólksins í andlegum efnum, verður af skiljanlegum ástæðum fyrir barðinu á honum í baráttu hans gegn þröngsýni og hindurvitnum. Enda þótt séra Hannes sé algjör andstæða Sigurðar trölla, svertir skáldið hann ekki, lætur sér nægja að brosa góðlátlega að honum. Hann verður lesendum ekki ógeðfelld persóna, þótt ekki eigi hann samúð þeirra. Hann er tryggur fulltrúi bókstafstrúar, honum er allt synd, sem brýtur í bága við ströng- ustu fyrirmæli kirkjunnar um hegðun. En ekki er séra Hannes aðsópsmikill né útsmoginn, líkt og séra Sigvaldi í Manni og konu, heldur miklu fremur huglítill og deigur baráttumaður. Lýsing Stefáns á prestinum í A ferð og flugi á ekki við hér: Ég hefði ekki klerkinn frá kaupmanni þekkt, ef „kjóllinn" ei leiðbeindi mér. Af bragðvísri hagfræði blendingur var og bókviti hugsun bans hver. Megininntak: Því er haldið fram af guðfræðingum, 1) Úr „Helgaerfi". að ekki sé um neitt siðgæði að ræða án guðstrúar, varpi menn trúnni á guð fyrir borð, sé engin mælistika lengur til í sið- rænum efnum. Þessa fullyrðingu viður- kenndi Stefán aldrei, og starf hans sem skálds er að miklu leyti fólgið í því að boða siðgæði án þess að boða trú (reli- gion) jafnframt. „Það er siðferðisskoðun Krists fremur en trúarskoðun, sem bann vegsamar, en einkum mannást hans og mannúð".1) Stefán segir sjálfur: „. . . hver kristinn maður sér, að ég er heið- ingi og aþeisti".2) Með þessu er þó ekki nema hálfsögð sagan. Lífsskoðun skálds- ins er einmitt athyglisverð vegna þess, að hann er í senn aþeisti og móralisti, í staðinn fyrir „bænargerð og guðsorðs lestur" kýs hann þjónustu í þágu hins nýta og sanna, sýnda í vcrki. Þetta kemur glöggt fram í Sigurði Trölla. Stefán lætur þess og skýrt getið þar, að störfin ein dæmi manninn, ekki kirkjugöngur og því um líkt, þar cr komin „villu-vog guð- fræðinnar". Séra Hannes dæmir Sigurð vegna þess, að hann sækir ekki kirkju og vanrækir altarissakramenti, þess vegna er hann syndugur, er í klóm djöfulsins, hver svo sem verk hans kunna að vera. Stefán neitar því, að Sigurður trölli hafi hrasað af réttri braut, hann hefur ekki hrasað niður á við, heldur „upp á við“, sbr.: Að bnjóta um lífsins hála svið, að hrasa og falla — en upp á við, er ferill að framfara auði. Og heiminn ei bragar um heilagleik enn, en liann þyrfti stærri og göfugri menn, en langt færri saklausa sauði.3) 1) Úr háskólafyrirlestrum próf. Steingr. J. Þor- steinssonar um Stefán G. 2) Bréf og ritg. I, bls. 217 (28. des. 1909). 3) Úr „Fullkomleikinn".
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.