Andvari - 01.06.1959, Síða 62
60
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
við hart og títt og birti í næsta liefti hvassyrta grein um kvæðin. Greinin
nefndist Guðlast, og sagði þar svo meðal annarra orða:
. . Bæði þessi kvæði eru í rauninni ekkert annað en guðlast. Engin
göfug hugsun liefur vakað l’yrir höfundinum, þegar hann settist niður og fór
að ríma, heldur það eitt að hafa eitthvað illt að segja um guð hinna kristnu
og kristindóminn. . . . Það er ekki auðvelt að sjá, hvað ritstjórum Sunnanfara
hefur gengið til að taka slíkt kvæði sem þetta (þ. e. Orlög guðanna) upp í
blaðið. . . . Haldi hlaðið þessu áfram, hljóta góðir menn að fá óbeit á því
og neita því um húsrúm“; enda kvað greinarhöfundur og, að efnið í Örbirgð
og auði jafngilti „lygafregn". Síðar í greininni ræddi hann um íslenzka náms-
menn í Kaupmannahöfn almennt, urn „svall“ þeirra og „trúleysi" — og sagði:
„Þeir hefðu unnið sjálfum sér og þjóð sinni miklu meira gagn með því að
gjörast smalar eða fiskimenn heima á ættjörð sinni". Ritstjórar Sunnanfara
ættu ekki að „lýta blað sitt með aðfengnum óþverra“.
Þorsteinn Erlingsson tileinkaði „vesturheimsprestunum íslenzku", vanda-
mönnum Sameiningarinnar, kvæði sitt „Á spítalanum" árið 1895; að öðru leyti
fara ekki sögur af viðbrögðum hans við þessari grein. íslendinga í Kaupmanna-
höfn rak heldur engin nauður til að kippa sér upp við hana, en þeir svöruðu
henni þó með næsta fágætum hætti. Og þá er aftur komið að klausunni í
marz-hefti Sunnanfara 1893. Þar segir að umvandanir Sameiningarinnar „við
Sunnanfara fyrir ýmislegt það, er staðið hefur í blaðinu", hafi fengið lítinn
byr „hér hjá íslendingum í Höfn, en þó hafa þær orðið til þess, að allmargir
(um 40) íslenzkir menntamenn hér létu dálítið fé af mörkum og færðu það
Þorsteini Erlingssyni, 15. febrúar, í virðingarskyni fyrir skáldskap hans í
Sunnanfara. Vér færum því bæði gefendunum og Sameiningunni þakklæti
skáldsins og blaðsins".
Meginatriði frásagnarinnar fara ekki milli mála. Það má enda þykja
sennilegt, að Jón Þorkelsson ritstjóri Sunnanfara hafi verið í hópi þeirra sem
sóttu Þorstein heim þennan dag — vinfengi þeirra var svo háttað um þær
mundir. Hinsvegar hafði Sameiningin ekki fundið að neinu efni Sunnanfara,
öðru en þessum tveimur kvæðum Þorsteins, og borið ella lof á ritið. Þá virðist
og einsætt að gjöfin er ekki gefin Þorsteini í virðingarskyni við allan skáld-
skap hans í Sunnanfara, heldur einvörðungu við Örlög guðanna og Örhirgð
og auð — fjölyrðin um Sameininguna taka af öll tvímæli urn það. Gefendurnir
eru í senn að storka henni og lýsa samstöðu sinni með skáldinu.
Ég vona þessi stuttaralega frásögn veiti lesendum færi á að skilja umrætt
kvæði Þorsteins Erlingssonar nokkru nánari skilningi en áður. Mergurinn
málsins er sá, að það er miklu persónulegra verk en inenn hafa ætlað. Þor-