Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 92

Andvari - 01.06.1959, Page 92
90 JÓN HELGASON ANDVARI að lúta undrafljótt í lægra haldi, að minnsta kosti á seinni öldum, og það lögmál virðist hafa ríkt fram á þennan dag. Með andláti Páls sýslumanns á Hallfreðarstöðum var í rauninni lokið hlóma þessarar ættar, er svo lengi liafði ráðið lofum og lögum á Fljótsdalshéraði. Að sönnu voru ítök ættarinnar í héraðinu mjög sterk, þótt Páll félli frá: Séra Arni Þorsteinsson í Kirkjubæ var kvæntur Björgu Pétursdóttur sýslumanns, séra Guttormur Þorsteinsson á Hofi í Vopna- firði var systursonur fyrri manns Bjargar og kvæntur dóttur hennar, Oddnýju Guttormsdóttur, Sigurður Guðmundsson sýslumanns bjó á Víðivöllum í Fljótsdal og var kvæntur Ingunni, dóttur séra Vig- fúsar Ormssonar á Valþjófsstað, séra Björn Vigfússon á Eiðum hafði átt að fyrri konu dóttur Guðmundar sýslu- manns, Þórunn Guttormsdóttir, ekkja Guðmundar sýslumanns, bjó áfram í Krossavík með börnum sínum, og sonur séra Árna í Kirkjubæ og Bjargar, Sigfús, sem ekki gat orðið prestur um sinn sök- um þess, að hann hafði átt barn með vinnukonu, er honum hæfði ekki að eiga vegna ætternis síns, gegndi um nokkur misseri sýslustjórn eftir fráfall frænda síns. En eigi að síður var nú að því komið, að þetta ættfólk tvístraðist um landið og hyrfi meira og meira í hænda- stétt, þar sem það hafði átt uppruna sinn seint á seytjándu öld, þótt býsna margir prestar kæmu enn úr þessum ættarranni. Má samt með sanni segja, að þessi sýslumannaætt á Austurlandi lumaði lengur á auði og völdum en margar aðrar ættir. III. Páll sýslumaður á Hallfreðarstöðum lét eftir sig fimm ung hörn. Nokkrum 'árum síðar misstu þau einnig móður sína, en síðast ömmu sína, Sigríði gömlu Örum, ekkju dansks verzlunarstjóra á Vopnafirði. Þeirn var þó ekki í kot vísað, þar sem þau áttu svo margt auðugra vandamanna, og synirnir þrír luku allir skólanámi, þótt enginn þeirra hæfist til mikilla metorða. Er þetta fólk allkunnugt af bréfum og frásögnum ýmsum, sem hafa birzt í bókum á seinustu árum. Mesta forsjá þeirra systkina, er þau komust á legg, hafði Páll amtskrifari Pálsson á Stapa, en bræður hans, séra Stefán og séra Siggeir, áttu báðir litlu heimsláni að fagna. Systur þeirra voru Sigríður, kona séra Þorsteins Helgasonar í Reykholti og síðar séra Sigurðar G. Thorarensens í Ilraungerði, hin mesta kvenhetja, og Þórunn, sem fvrr átti Plalldór stúdent, son Sigfúsar, frænda hennar, Árnasonar, og vinnukonunnar, sem hann unni, en fékk ekki að eiga, en síðar Pál skáld Ólafsson. Verður nú hér fyrst sagt nokkuð frá þeim Stefáni og Siggeiri. Þeir bræður voru báðir teknir í fóstur, er þeir urðu umkomulausir. Stefán fór að Hofi í Vopnafirði til frændfólks síns, séra Guttorms Þorsteinssonar og konu hans, Oddnýjar Guttormsdóttur, og ólst þar upp. Þau hjón áttu dóttur, sem hét Björg, og var tíu árum eldri en Stefán. Hún tók miklu ástfóstri við drenginn, svo að hann hændist að henni öðrum fremur, en þegar hann eltist, breyttist umhyggja hennar fyrir umkomulausu barni í ást konu á æskumanni. Um þetta leyti þótti fóstra hans, sem var stórauð- ugur, tími til þess kominn, að pilturinn færi í skóla, og áður en hann hóf hina löngu ferð frá Hofi í Vopnafirði suður að Bessastöðum, kvaddi hann hina ást- ríku fóstursystur sína með bréfi, sem hitaði henni um hjartarætur og staðfesti áform hennar. En þegar hinn ungi maður kom heim úr Bessastaðaskóla eftir langa fjarveru, gerðist hann frábitinn ástleitni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.