Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 92
90
JÓN HELGASON
ANDVARI
að lúta undrafljótt í lægra haldi, að
minnsta kosti á seinni öldum, og það
lögmál virðist hafa ríkt fram á þennan
dag. Með andláti Páls sýslumanns á
Hallfreðarstöðum var í rauninni lokið
hlóma þessarar ættar, er svo lengi liafði
ráðið lofum og lögum á Fljótsdalshéraði.
Að sönnu voru ítök ættarinnar í héraðinu
mjög sterk, þótt Páll félli frá: Séra Arni
Þorsteinsson í Kirkjubæ var kvæntur
Björgu Pétursdóttur sýslumanns, séra
Guttormur Þorsteinsson á Hofi í Vopna-
firði var systursonur fyrri manns Bjargar
og kvæntur dóttur hennar, Oddnýju
Guttormsdóttur, Sigurður Guðmundsson
sýslumanns bjó á Víðivöllum í Fljótsdal
og var kvæntur Ingunni, dóttur séra Vig-
fúsar Ormssonar á Valþjófsstað, séra
Björn Vigfússon á Eiðum hafði átt að
fyrri konu dóttur Guðmundar sýslu-
manns, Þórunn Guttormsdóttir, ekkja
Guðmundar sýslumanns, bjó áfram í
Krossavík með börnum sínum, og sonur
séra Árna í Kirkjubæ og Bjargar, Sigfús,
sem ekki gat orðið prestur um sinn sök-
um þess, að hann hafði átt barn með
vinnukonu, er honum hæfði ekki að eiga
vegna ætternis síns, gegndi um nokkur
misseri sýslustjórn eftir fráfall frænda
síns. En eigi að síður var nú að því
komið, að þetta ættfólk tvístraðist um
landið og hyrfi meira og meira í hænda-
stétt, þar sem það hafði átt uppruna
sinn seint á seytjándu öld, þótt býsna
margir prestar kæmu enn úr þessum
ættarranni. Má samt með sanni segja,
að þessi sýslumannaætt á Austurlandi
lumaði lengur á auði og völdum en
margar aðrar ættir.
III.
Páll sýslumaður á Hallfreðarstöðum
lét eftir sig fimm ung hörn. Nokkrum
'árum síðar misstu þau einnig móður sína,
en síðast ömmu sína, Sigríði gömlu
Örum, ekkju dansks verzlunarstjóra á
Vopnafirði. Þeirn var þó ekki í kot vísað,
þar sem þau áttu svo margt auðugra
vandamanna, og synirnir þrír luku allir
skólanámi, þótt enginn þeirra hæfist til
mikilla metorða. Er þetta fólk allkunnugt
af bréfum og frásögnum ýmsum, sem
hafa birzt í bókum á seinustu árum.
Mesta forsjá þeirra systkina, er þau
komust á legg, hafði Páll amtskrifari
Pálsson á Stapa, en bræður hans, séra
Stefán og séra Siggeir, áttu báðir litlu
heimsláni að fagna. Systur þeirra voru
Sigríður, kona séra Þorsteins Helgasonar
í Reykholti og síðar séra Sigurðar G.
Thorarensens í Ilraungerði, hin mesta
kvenhetja, og Þórunn, sem fvrr átti
Plalldór stúdent, son Sigfúsar, frænda
hennar, Árnasonar, og vinnukonunnar,
sem hann unni, en fékk ekki að eiga,
en síðar Pál skáld Ólafsson. Verður nú
hér fyrst sagt nokkuð frá þeim Stefáni
og Siggeiri.
Þeir bræður voru báðir teknir í fóstur,
er þeir urðu umkomulausir. Stefán fór
að Hofi í Vopnafirði til frændfólks síns,
séra Guttorms Þorsteinssonar og konu
hans, Oddnýjar Guttormsdóttur, og ólst
þar upp. Þau hjón áttu dóttur, sem hét
Björg, og var tíu árum eldri en Stefán.
Hún tók miklu ástfóstri við drenginn,
svo að hann hændist að henni öðrum
fremur, en þegar hann eltist, breyttist
umhyggja hennar fyrir umkomulausu
barni í ást konu á æskumanni. Um þetta
leyti þótti fóstra hans, sem var stórauð-
ugur, tími til þess kominn, að pilturinn
færi í skóla, og áður en hann hóf hina
löngu ferð frá Hofi í Vopnafirði suður
að Bessastöðum, kvaddi hann hina ást-
ríku fóstursystur sína með bréfi, sem
hitaði henni um hjartarætur og staðfesti
áform hennar. En þegar hinn ungi maður
kom heim úr Bessastaðaskóla eftir langa
fjarveru, gerðist hann frábitinn ástleitni