Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Síða 103

Andvari - 01.06.1959, Síða 103
ANDVARI ÚTILEGUMANNASLÓÐIR Á REYKJANESFJALLGARÐI 101 og Halldór Kiljan Laxness, sem hefur manna bezt skilyrði til að þekkja stað- hætti á þessum slóðum, segir svo í saman- tekt sinni um útilegumenn: „Staðir þar sem annálar telja aðsetur þeirra eru dá- lítið óljósir, t. d. eru aungvir hellar „á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit", ekki vita menn heldur um bjargskúta í Olvesvatnslandeign, en hellir er reyndar í Villingavatnslandi, að norðanverðu í höfðanum þar sem Sogið fellur úr Þing- vallavatni, sömuleiðis ókunnugt um helli nálægt seli Orfiriseyjar hjá Selfjalli, suðrundan Lækjarbotnum. Eftir verða Llenglafjöll". En sunnan í Henglinum eru einu menjar útilegumanna, sem mér er lcunn- ugt um á þessum slóðurn. Þar eru þrír dalir, hver vestur af öðrum. Heitir hinn austasti Fremstidalur, annar Miðdalur, en hinn vestasti Innstidalur. Þar á Varmá í Ölfusi upptök sín, og rennur hún austur gegnum dalina og heitir fyrst Hengladalsá. Innstidalur er litlu austar en í hánorður frá Kolviðarhól, og er ekki nema klukkutíma gangur þaðan upp Sleggjubeinsdal og yfir Sleggjuháls ofan í dalinn. Dalbotninn er grasi vaxinn og sléttur og nærri kringlóttur í lögun. Er dalurinn allur fjöllum luktur nema að austan, þar sem útrennsli Hengladalsár er, og sést þar aðeins út úr dalnum. Norðan við sléttuna í dalbotninum er einn af mestu gufuhverum landsins, og örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur móti vestri. Ofarlega í klettinum er hellir og dálítil grastó fyrir framan hann, og sést hellismunninn strax og komið er yfir Sleggjuháls. Mó- bergið fy rir neðan hellinn er rnjög bratt, en beint niður undan honum er dálítil skora í það, sem sennilega hefur verið farin í þau fáu skipti, sem menn hafa blifrað upp í hellinn. En það er ekki fært öðrum en góðum klettamönnum. Páll Jónsson bókavörður kom þangað eitt sinn á snjó og sá þar nokkuð af beinurn og leifar af hleðslu í hellismunnanum. En ekki gat ég séð nein merki hennar í kíki neðan af sléttunni. Ekki þarf að efa, að menjarnar í hell- inum eru eftir sakamenn. Engir aðrir en þeir, sem áttu hendur sínar að verja, hefðu búið um sig í litlum og lélegum skúta hátt uppi í illfærum kletti. En útilegumannabyggð í hellinum er hvergi nefnd í gömlum heimildum, og seinni tíma munnmæli, sem til eru um hann, benda til þess, að það hafi ekki verið Eyvindur Jónsson, sem leitaði þar hælis. Aðeins ein munnmælasaga er til um helli þennan. Hefur Þórður Sigurðsson á Tannastöðum fært hana í letur, og cr hún prentuð í Lesbók Morgunblaðsins 1939. En miklu eldri sagnir eru til um útilegumenn í Ilengli án þess að bæli þeirra sé nánar tilgreint. Jón Magnússon getur þess í Píslarsögu, að Henglafjöll séu þjófabæli og Jón Grunnvíkingur til- færir setninguna: „Verðu þig Völustakk- ur“ og segir, að Völustakkur hafi verið útilegumaður í Hengli. Tilsvarið urn Völustakk ber með sér, að náin tengsl hafa verið milli þjóðsögunnar um Hellis- menn og sagna um útilegumenn í Hengli. Þau tengsl sjást einnig glögglega í frá- sögn Þórðar á Tannastöðum um ibúa hellisins sunnan í Henglinum. Þórði segist svo frá: „Þegar ég var unglingur heyrði ég sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu lialdið til í stór- urn helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu kornið sunnan úr Höfnurn og væru þar skipshöfn, sem hefði gert einhver níð- ingsverk, en aldrei lieyrði ég, hver þau hefðu átt að vera. Tóku þeir sér nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.