Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 37

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 37
í'NDVAHI CODEX ARGENTEUS 35 marka upphaf cinsmkra kafla. Nöfn guðspjallamannanna fjögurra standa gulln- um stöfum efst á fjórum töflum neðan megintextans. Þessar samstofna- eða ágripstöflur með tilvitnun til staða í öðrum guðspjöllum samstofna eða hlið- s:æðra þcim, sem eru í textanum fyrir ofan, eru til afar mikils skrauts í handritinu. Tvær súlur, tengdar að ofan með boga, mynda ramma um hverja töflu. Saman verlca þær eins og rismikil súlnagöng, sem meginmálstextinn hvílir svo á af fullum þunga. Textanum er skipað á síðuna á þrauthugsaðan h.átt, og cr þar fylgí gullinsniði. Hæð hans í hlutfalli við breiddina er eins o:< hæðin og breiddin samanlagt í hlutfalli við hæðina. Menn ætla með töluverðri vissu, að Codex Argenteus hafi verið ritaður í bókasmiðju þeirri, er bókagerðarmaður (lat. antiquarius, gotn. bokareis) að nafni Wiljarith/Viliaric veitti forstöðu, en hann er kunnur af annarri heim- ild.1 Fara má allnærri um aldur handritsins, en það er talið frá öndverðri 6. ölcl, e. t. v. frá um 520. Gæði bleksins og hið ágæta listahandbragð benda til, að bókin hafi verið rituð fyrir einhvern mikilsvirtan mann í ríki Austgota. Sú kenning er ekki ýkjadjörf, og er þá purpuralitur skinnsins jafnframt hafður í huga, að hún hafi vcrið ætluð Austgotakonunginum sjálfum, söguhetju Germana, Piðreki a.f Bern. Ríki Ausígota á Ítalíu stóð ekki lengi. Dauði Þiðriks (526) veikti mjög stöðu þeirra. Þeir fengu ekki lengi boðið byrginn viðleitni austrómverska keisaraveldisins að ná Ítalíu á vald sitt og endurreisa eitt allsherjar Rómaríki. Býzanski sagnaritarinn Prokopios, ritari og ráðgjafi austrómverska hers- höfðingjans Belisariusar, hefur lýst tíð Justinianusar keisara og þá m. a. stríðinu við Austgota. Hann segir frá því, að síðasti þróttugi foringi Aust- gota, Totila, hafi, þegar í nauðir rak, látið flytja ágætustu dýrgripi ríkisins til borgarinnar Cumae í Campaníu, sem var ramlega víggirt. Maður getur gert sér í hugarlund, að Codex Argenteus hafi verið einn þeirra gripa, er þannig voru fluttir á brott. Þegar séð varð, að Cumae mundi falla, kann ein- hverjum hlutum þessa fjársjóðs að hafa verið borgið undan sjóleiðina, e. t. v. til hafnarbæjarins Formia þar í grenndinni. Hafi Codex Argenteus verið þar í bland, er eins víst, að hann hafi eftir lokaósigur Gota orðið eftir í bænum og svo hafnað í Monte Cassino klaustrinu, sem er ekki langt þaðan. Þetta kemur a. m. k. til greina, og við slíkar tilgátur einar verður víst að sitja, úr því sem komið er. Leifar hinna sigruðu Austgota sópuðust burt í stormum þjóðflutninganna. Gotnesk tunga og gotneskir siðir hurfu nær sporlaust á Italíu. Enginn hafði lengur hug á gotneskum handritum. Hin rétttrúaða kaþólska kirkja hataðist beinlínis við þau sem tákn um villutrú Aríusar. Þau voru unnvörpum leyst í h Sjá um þetta: Tjáder, J.-O., í heimildaskránni aftan við þessa ritsmíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.