Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 96

Andvari - 01.01.1982, Síða 96
94 LOFTUR GUTTORMSSON ANDVARI St. Pétursborgar - hafi fagnað einróma falli einveldisstjórnarinnar í Versöl- um. Mætti helst líkja eindreginni samúð þeirra við þá sem evrópskir mennta- menn sýndu spænska lýðveldinu á fjórða áratug þessarar aldar. Þessu til staðfestingar má nefna nokkra á nafn: í Þýskalandi heimspekingana Herder, Fichte, Schelling, Hegel og Kant; skáldin Hölderlin, Schiller, hinn aldna Klopstock og jafnvel Goethe sem lét eina af persónum sínum í kviðunni Hermann og Dorothea segja að hún ,,hafi fundið hjartað lyftast og hreinna blóð fylla brjóst sitt þegar bjarmaði fyrir hinni nýju sól og heyra mátti talað um réttindi sem öllum mönnum væru sameiginleg, um hið örvandi frelsi og hið lofsamlega jafnrétti“1(l, að ógleymdum Beethoven sem tileinkaði síðar Napoleon Hetjusinfóníuna; á Englandi skáldin Wordsworth, Blake, Coleridge, Burns og efnafræðinginn Joseph Priestley; í Svisslandi uppeldis- frömuðinn Pestalozzi og sálfræðinginn Lavater; og þannig mætti lengi telja. Margir þessara andans manna áttu eftir að skipta um skoðun, en á þessu stigi hefðu þeir flestir tekið undir orð hins frjálslynda whigga Charles Fox er hann mælti í breska parlamentinu eftir atburði sumarsins 1789: „Aldrei hefur verið stigið jafnstórt skref til frelsunar mannkynsins.“ Mannréttinda- yfirlýsingin var þýdd á fjölmörg tungumál og töku Bastillunnar var minnst árið 1790 í mörgum borgum, í Hamborg, Birmingham og víðar. Jafnvel í fjarlægri Suður-Ameríku kveikti frelsissólin í París vonir í brjóstum manna. Borgin á bökkum Signu varð samkomustaður frelsisunnenda sem lögðu þangað leið sína í pílagrímsför. Þeirra á meðal var Thomas Paine, einstaka ítalir, Spánverjar og Rússar, en langflestir komu frá grannlöndunum, Belgíu, Niðurlöndum og þýsku ríkjunum. Þessir pílagrímar drukku í sig hinar nýju og byltingarsinnuðu hugmyndir, útskýrðu þær fyrir bréfvinum sínum heima fyrir eða sneru aftur heim þar sem þeir beittu sér fyrir stofnun klúbba og blaða að franskri fyrirmynd. Þannig orkaði byltingin frá upphafi sem hvati á lýðræðis- og frelsishræringar í Evrópu. Eins og gefur að skilja fór mjög eftir löndum hversu djúpt áhrifin ristu. Sum Evrópulönd voru svo fjarlæg Frakklandi eða svo ólík að sögulegri þróun og félagslegri gerð að þau voru allt að því ónæm fyrir byltingarveirum. Þetta gildir um Balkanlönd og Rússland, en einnig um lönd Habsborgara, eystri héruð Þýskalands og Norðurlönd. Onnur sem lágu nær, t. d. Bæjara- land og Spánn, höfðu sér til varnar guðsótta bændastéttar og ofurvald klerka í andlegum efnum. Þar var ekki heldur fjölmenn stétt upplýstra borgara til að boða hinar nýju hugmyndir. I þessum löndum öllum fundust að sönnu eldhugar sem gripu þær á lofti og uppskáru fyrir vikið heitið „jakóbínar“; þeirra á meðal voru Raditchevs í Rússlandi og skáldið Bacsanyi í Ungverja- landi - frumherjar í frelsisbaráttu þjóða sinna - en boðskapur þeirra vakti engan enduróm meðal fjölmennustu stéttarinnar, hins óupplýsta bændalýðs, enda voru þessir menn algjörlega einangraðir frá honum. Það reyndist barna-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.