Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 135
ANDVAIU
HEIMAFRÆÐSLA OG HEIMILISGUÐRÆKNI
133
ið að geðgróinni venju. Við rismál
skyldu börnin snúa sér í austur og signa
sig í nafni föður, sonar og heilags anda
og enn á ný fara með bænina um bless-
un Drottins og varðveizlu. Einnig
kenndi móðirin börnum sínum að gera
krosstáknið og biðja, er þau fóru í ný
nærföt. Er stundir liðu fram, lét hún
þau fara með kvöld- og morgunbænir,
flestar eftir Hallgrím Pétursson.
Kona ein, fædd 1863, man ekki, hve
gömul hún var, er kristindómsfræðslan
hófst. „Eg hef vísast verið mjög lítil,“
segir hún, „því að ég man, að ég hló
hjartanlega að systur minni, sem var
einu ári yngri og vart gat borið fram
orðin í versunum, sem hún átti að læra.“
Þær systur áttu nefnilega að kvöldi að
fara með það, sem þær höfðu lært, og
leiðrétta hvor aðra.
Gamall maður segir, að amma hans
kenndi honum barnalærdóminn og lagði
ríkt á við hann að muna eftir að krossa
sig og biðja Faðirvor. Að öðrum kosti
hlyti honum að farnast illa í öllum efn-
um. Svo langt gengu ekki allir. Borg-
firzk kona lærði við móðurkné, að bæn-
in væri þeim til hjálpar, er nálgast vildu
Guð. Almennt virðast mæður aðeins
hafa kennt börnum að „fara með“ bæn-
ir, en sumar leiðbeindu þeim við að
biðja með eigin orðum. Maður nokkur,
fæddur 1898, kveður móður sína hafa
setzt á rúmstokkinn og farið hóglega
með bænarorð, sem hann hafði eftir.
„Éinnig,“ bætir hann við, „kenndi
mamma mér að biðja til Guðs með
eigin orðum og sagði mér, hvernig és?
ætti að umgangast meðbræður mína.“
ÞetJar um mikilsverða hluti var að ræða,
lanði móðirin ríkt á við börnin, að þau
kappkostuðu að skilja efnið, en stillti
maqni að sama skapi í hóf.
Þannig var það að jafnaði móðirin.
sem hóf kristindómsfræðsluna. En það
gat verið faðirinn eða amman, ef hún
lifði, sjaldnar afinn. Stundum gegndi
fóstra hlutverkinu, þegar móðirin var
önnum kafin við yngri börn.
Olæs börn, ung að árum, lærðu ekki
ýkia margt. Þó var um fleira að ræða en
Faðirvor: Nokkrar borðbænir, morgun-
og kvöldbænir og nokkur vers úr Passíu-
sálmum Hallgríms Péturssonar. Þegar
börnin voru orðin læs, urðu bænirnar
fleiri, sumar mjög langar, og við þær
bættust fleiri erindi úr Passíusálmum.
En þetta var misjafnt og breyttist með
tímanum. Fyrir einum til tveimur
mannsöldrum var kristindómsfræðsla
heimilanna mun umfangsmeiri en síðar.
Frásagnir sýna, að trúaruppeldi móð-
urinnar hefur haft mikla þýðingu. Séra
Magnús Helgason er á íslandi þekktur
fyrir harða andúð á utanbókarlærdómi
og ríka alúð við biblíusögur. Hann kveð-
ur móður sína hafa hlýtt honum yfir
kverið, og rekur hann ekki minni til
þess, að af því hefði hann nokkurt gagn,
hvorki fyrr né síðar. „En ég minnist
þess,“ segir hann, „meðan ég lifi, er
hún kom til mín á kvöldin, þegar ég var
háttaður, og lét mig lesa vers, sem hún
hafði kennt mér og ég hafði dálæti á
og sjálfur hafði skrifað hjá mér og ætíð
fór með á eftir Faðirvorinu." Þessi
dómur tjáir vel flestra reynslu: Mjög
fáir hæla kverlærdómnum, og margir
tala af lítilli virðingu um húslesturinn.
En enginn niðrar þeirri kristindóms-
fræðslu, sem móðirin í upphafi lét í té.
Þeir, sem ótilkvaddir tjá sig um þetta
efni, minnast þess með dýpstu virðingu.
Unqur Islendingur, alinn upp á gamla
vísu, lýsir reynslu sinni á þessa leið:
„Eg verð að viðurkenna það undan-
bragðalaust, að sú munnlega fræðsla,
sem ég á þennan hátt naut hjá móður
minni, var einasti sanni kristindómur-
inn, sem ég kynntist í bernsku, og einn-