Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 72
70
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARl
heim til þín, og skipaðu lengi sess þinn, heill og sæll og hugljúfi fjöldans.
Hafðu þökk og þökk aftur fyrir komuna hingað.“
Hann ræddi síðan nokkuð um fjárhagshlið ferðarinnar og finnst ekki mikið
til um tekjurnar, en segir svo:
„Á hinn bóginn er efalaust, að þú hefur grætt á ferð þessari. Tilbreytingin
fyrir þig er gagnleg og nauðsynleg, og þú hefir líka grætt marga nýja vini, - í
orði kveðnu að minnsta kosti. Þú veizt betur nú en áður, hvað þú þolir af
ferðavolki og alls lconar hrakningi, og það er þér gagnlegt, því ég finn á mér,
að þú hlýtur að ferðast til íslands, áður en langt líður, - ég held þú komist
ekki hjá því, og sé heilsan viðunandi, þá ættirðu ekki að sitja þig úr færi.“
Þegar Rögnvaldur Pétursson og Hólmfríður kona hans fóru til Islands
vorið 1912, kemst Stephan sem snöggvast í dálítinn ferðahug, kveðst í bréfi
til Rögnvalds 5. marz ætla að lána honum sína „seinustu minning um Sauðár-
krók: Tveir danskir lausakaupmenn á segldöllum sínum við akkeri á höfn-
inni. Tvær sjómannabúðir, litlar og ljótar, kúrðu í fjöruurðinni og enginn
maður í þeim. Jón á Víðimýri og ,,Bensi“ Blöndal, báðir góðglaðir, reyna sig
þar á mölinni í gamla tvísöngnum við: ,,Sá ljósi dagur liðinn er.“ Jón átti
„tenórinn“ og gat því valið lagið, sem er næstum ókleift fyrir íslenzka „bass-
ann“, sem „Bensi“ hefir, af því hann þarf að „fara upp“ á seinustu hending-
unni, en þar stígur ,,tenórinn“ sjálfur hæst, og upp fyrir allar hellur. En það
var nú samt það, sem skemmtilegast og minnilegast var á „Króknum“ í það
sinn, að undanteknum nokkrum hestum. . . . Nei, ég kemst ekki, en bið að
heilsa. Sko, mannsævin kvað hafa lengzt í liðugar tvær síðustu aldir sem
svarar 15 til 20 lögðum við eitt hundrað. . . . Þegar svona er komið, lætur
maður líða frá 40-50 ár milli heimferða, annars yrði það kallað bæjaráp, þar
sem alltaf er nógur tíminn fyrir mann og mátulegt að láta sjá sig svo sem
tvisvar á öld, svo maður sé ekki of tíður gestur. En það vantar meira en ár
upp á 40, síðan ég var heima seinast.“
Stephan skrifar Rögnvaldi aftur um haustið 29. september 1912, þá til að
fagna þeim hjónum við heimkomuna vestur: „Eg varð svo feginn, að þið
gátuð farið, eins og á stóð. Ekkert þreyir eins af manni eins og langferð, svo
ævintýra- og annasöm, að þunglyndið komist varla að manni fyrir ferðavolki í
einhverjum ófyrirséðum veröldum.“
Rögnvaldur ritaði bók um ferð sína, Ferðalýsingar, og gaf út í Winnipeg
1912. Stephan orti þremur árum síðar kvæði upp úr þeim og nefndi Utúrdúra,
fer þar í anda með Rögnvaldi um Skagafjörð, þar sem þeir báðir voru upp
runnir.
Stephan segir í kvæðinu m.a.: