Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 93

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 93
ANDVARI FRANSKA BYLTINGIN 91 ,,Mér virðist sem ég lifi nú á miklum hættutímum, ekki aðeins varðandi málefni Frakklands, heldur allrar Evrópu, ef til vill meira en Evrópu. Þegar allt kemur til alls er franska byltingin sú furðulegasta sem hingað til hefur orðið í heiminum.“n Einn helsti gagnrýnandi Burkes, Mackintosh, hitti naglann á höfuðið, árið eftir útkomu Hugleiðinganna, þegar hann kallaði þær ,,gagnbyltingar- ávarp“.]" Af undirtitli bókarinnar verður líka ljóst hver muni hafa verið kveikja hennar, en hann hljóðaði svo: ,,Um ályktanir nokkurra félaga í Lundúnum varðandi þann atburð“ (þ.e. byltinguna í Frakklandi). Þegar á fyrsta ári byltingarinnar voru m.ö.o. til félög „illa innrættra manna“ - svo notað sé orðalag Burkes - í Englandi sem fögnuðu byltingunni og gripu hugmyndir hennar fegins hendi í þágu eigin umbótabaráttu. Háskinn sem Burke sá steðja að var ekki fyrst og fremst byltingin í sjálfu Frakklandi, heldur útbreiðsla þess hugsunarháttar sem hún var sprottin af - þ.e. franska byltingin í Evrópu. „Þjóðsamkoma Frakklands hefur hlaðið undir þessa heiðursmenn með því að veita þeim borgararéttindi; og þeir launa greiðann með því að vinna að því sem nefnd í Englandi að útbreiða meginreglur þjóðsam- komunnar.“13 Þegar Burke varð fyrst var við þennan byltingar-hugsunarhátt heima fyrir, í ræðu sem sértrúarprédikari nokkur, Richard Price, flutti í Byltingarfélaginu í Lundúnum, er hann sagður hafa tekið slíkum hamskiptum að vinir hans þekktu hann varla fyrir sama mann á eftir. Price hafði haldið því fram að löggefandi fulltrúasamkoma væri ekki aðeins grundvöllur allra stjórnlagarétt- inda í konungdæminu, heldur og sérhverrar lögmætrar ríkisstjórnar; án stuðn- ings hennar væri ríkisstjórn „einber valdaræningi“. Hér var berum orðum vegið að hinni hefðbundnu stjórnskipan Englands þar sem fámenn höfðingja- stétt hafði einokun á löggjafarvaldinu. Gagnbyltingarávarp Burkes hlaut ótrúlega skjóta útbreiðslu um allan hinn siðmenntaða heim. Af því birtust einar ellefu útgáfur í heimalandi höfundar fyrsta árið eftir útkomu þess, samtals um 30 þúsund eintök. Á sama tíma varð nafn Burkes rómað meðal hirðaðals og yfirstétta Evrópu. Katrín II Rússasar sendi höfundi þakkir sínar og heillaóskir. Burke eignaðist fjölda aðdáenda erlendis, t.d. Friedrich von Gentz - sem þýddi verk hans á þýsku - og Svisslendingurinn Mallet du Pan. Hinn síðarnefndi gaf þremur árum síðar út verk, ekki ósvipað fyrirmyndinni: Hugleiðingar um eðli frönsku byltingarinnar. I hverju Evrópulandi varð ritverk Burkes andlegt vopnabúr þeim sem snerust fyrr eða síðar gegn ,,vofu“ frönsku byltingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.