Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 77

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 77
ANDVARI „FEL EI LÝSIGULLIÐ GÓÐA“ 75 „Góðvinur. - Þökk fyrir bréf þitt og að þú hafðir heldur gaman af því, að ég sendi þér upptíninginn minn heima. Fáum hefir komið saman um, hvað þar væri skást, þó vit hafi haft öðrum fremur á þess konar, ég meina menn heima. Óskasteinn og Skagfjörður sögðu tveir smekkvísir, eða fleiri, Með ströndum fram og Geysir kváðu aðrir jafnsnjallir. Betra er yndi en auður og Bárðardalur tóku aðrir til, sem ljóðvísir voru. Þetta þýðir sem sé: Þar er ekkert öðru hærra! Nú skal ég segja þér sögu: Einn dag heimsótti ég einn listamanninn í Vík. Við heitum eins, og hann er alkunnur. Höfðum kynnzt og hann er kátur karl og á fullt hús af börnum. „Heyrðu, nafni minn,“ sagði hann. „Hún frú . . . kom hérna í gær, og hún sagði við mig: „Ósköp eigið þér mörg börn, S . . . .“ En þá sagði ég: „Yður ferst nú að tala, frú . . . , þér hafið nú haft gaman af því líka.“ Maður verður að hefna sín, nafni minn.“ Við sem sé vissum báðir, að frúin hafði sjálf átt ein 12 börn. - Nú, nú, það voru kveðin þau undur um mig heima, að ég varð að kveða „til að hefna mín“. Það var allt og sumt. Annars hefi ég kveðið um það þessa stöku: Átt ég hefi eina list, er mun lengi klingja: að vekja þröst á hverjum kvist’ og kom’ ’onum til að syngja. Við það verður svona að sitja og gera sér engar aðrar grillur, láta öðrum þær allar eftir.“ Ef reifa ætti hér kvæði Stephans úr Islandsferðinni, yrði það meira mál en rúmaðist í þessari samantekningu. Eg hef gert það áður einu sinni og birt m. a. í Eimreiðinni 1965, maí-ágúst-heftinu, og leyfi ég mér að vísa til þess. Þótt við ættum ekki úr ferðinni nema tvö kvæði, kvæðið t. a. m., er hann orti um miðjan júní við komuna upp undir ísland og nefndi Af skipsfjöl, og síðan annað kvæði, Að leikslokum, er hann orti á Isafirði og flutti í kveðju- samsæti þar 30. ágúst, væri að mínum dómi að fullu goldið fyrir förina, slíkar gersemar eru þessi kvæði. Síðara kvæðið er á þessa leið: Ef að vængir þ'tnir taka að þyngjast, þreyttir af að fljúga i burtu-átt, hverf þú heim! og þú munt aftur yngjast orku, er lyftir hverri fjöður hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.