Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 102

Andvari - 01.01.1982, Page 102
100 LOFTUR GUTTORMSSON ANDVARI skyggn til þess að átta sig á tvískinnungi hirðarinnar sem reri óspart undir stríðsáform Gírondína og Faujanta og gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra: „Mesta firra sem getur fæðst í huga stjórnmálamanns er að halda að ein þjóð þurfi ekki annað en fara með her á hendur annarri þjóð til þess að hún taki upp lög hennar og stjórnarskrá. Enginn kærir sig um vopnaða trúboða; og fyrsta viðbragðið sem náttúran og skynsemin vekja er að hrinda þeim af höndum sér sem óvinum.“3" Eins og fram hefur komið í fyrri fyrirlestrum# reyndist Robespierre sannspár í þessu efni. Gírondínar féllu á eigin bragði og konungdómurinn með þeim. Styrjaldarástandið ruglaði alla fyrri útreikninga, fleytti Fjallinu og velferðarnefnd þess til valda. Velferðarnefndin svaraði hættuástandinu, sem skapaðist vegna innrásar hinna erlendu herja og gagnbyltingar sambands- stjórnarsinna, með ógnarstjórn og allsherjarkvaðningu.33 Imynd hins sanna byltingarmanns varð dyggðugur og vopnum búinn ættjarðarvinur sem fórnaði öllum eiginhagsmunum á altari föðurlandsins. Dyggðinni á la Rousseau, þ.e. afneitun einstaklingshyggju og atfylgi við almannaheill, var skipað í öndvegi undir forystu hins grandvara Robespierres. Hver sem fylgdi ekki hinu stranga siðaboði ættjarðarvinarins varð tortryggilegur, hugsanlegur attaníossi höfðingjanna, aristókratanna. Fyrir áhrif smáborgara og handverksmanna Parísar fékk þjóðerniskenndin þannig mjög eindregið stéttarlegt inntak, blandið hugsjón jafnréttis og bræðralags. Pað var þessi kennd sem herti hugi hinna óbreyttu byltingarhermanna og gerði þeim kleift að brjótast á árunum 1792-93 út úr herkví sameinaðrar Evrópu aristókratanna. Með sigri þeirra við Valmy í september 1792 var, eins og Goethe komst að orði, „hafið nýtt tímabil í veraldarsögunni“. En milli ættjarðarástar sem kviknar í varnarstríði og herskárrar þjóðernis- hyggju eru einatt óljós mörk. í hinum tröllauknu átökum sem frönsku byltingarmennirnir áttu í á þessum árum var þess naumast að vænta að þau mörk væru virt. Frönsku hermennirnir sem hröktu innrásarlið á flótta til norðurs og austurs fengu víðast hvar að reyna það sem Robespierre hafði sagt fyrir um. Meiri hluti íbúanna í Belgíu og í Rínarlöndum voru ekki „ættjarðarvinir“ í byltingarsinnuðum skilningi orðsins. Aðeins minni hluti þeirra fagnaði hinum „vopnuðu trúboðum“ sem frelsurum þegar þeir hófu innreið sína, fyrst haustið 1792 og síðan aftur 1794. Það kostaði byltingarmenn langvinnar deilur og umræður á Pjóðþinginu * Þessi grein er að mestu samhljóða fyxirlestri sem ég flutti í flokki útvaqiserinda um Frönsku byltinguna árið 1969. Mér vitanlega hafa tvö þessara erinda birst á prenti, bæði eftir Sverri Kristjánsson: ASdmgandi frönsku byltingarinnar, Tímarit MM Bl. árg. (1. 1970) og Franska byltingin og Napólcon, Andvari 95. ár (1970).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.