Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 125

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 125
ANDVARI AFAMINNING 123 Svo er að sjá af bréfum sr. Jóns, að einungis í eitt sinn hafi Jón Árnason sótt hann heim norður að Kúlu. Það mun hafa verið sumarið 1861. Þá var gestkvæmt á Auðkúlu eins og raunar alla tíð þeirra mad. Sigríðar og sr. Jóns. Svo virðist sem svili hans, sr. Gísli á Reynivöllum, hafi verið þar á ferð, svo og faðir sr. Jóns, sr. Þórður, sem var ekki seinna vænna, því að næsta sumar andaðist sr. Þórður. Enda þótt það væri ærið erindi Jóns Árnasonar norður að Kúlu að finna sinn kæra vin og frænda og fylgjast þangað með föður hans (sr. Þórði), hálfbróður sínum, kann svo að vera, að hann hafi átt annað erindi norður í Húnavatnsþing. Til þess bendir eftirfarandi kafli úr bréfi sr. Jóns til nafna síns vorið 1861: ,,Um þá, sem þú spurðir mig um, er það að segja, að ég hef ekki heyrt um hana annað en hið bezta og mun hún bezti kvenkostur í alla staði, en ekki er ég henni svo nákunnugur, að ég geti lýst eiginleikum hennar, nema hún fær yfir höfuð að tala mætasta orð. Bróðirinn mun ekk' vera neinn föðurbetrungur, en það kemur ekki henni við. . . . Það gleður mig, og okkur öll, ef við fáum að sjá þig í sumar.“ Þetta er ritað 8. júní 1861. - Um hverja sr. Jón er hér að skrifa, verður nú ekki sagt - trúlega einhverja heimasætuna í Húnavatnsþingi. - Og þess má geta sér til, að vegna hennar m. a. hafi Jón Árnason lagt leið sína norður þetta sumar. Svipmyndir. Á þorra 1868 var Símon Eiríksson frá Djúpadal í Skagafirði á ferð suður í verið, ásamt félögum sínum. Tveir af þeim gistu á Auðkúlu. ,,Var okkur vísað í hús lítið gegnt stofu þeirri, er hjónin og börn þeirra héldu til í undir baðstofulofti, því portbyggð var baðstofan, en hitt var á loftinu. Prófastur kom til okkar, var ræðinn og spurði margs úr Skagafirði. . . . Morguninn eftir var skafrenningshríð. Bjuggumst við til ferðar, og spurði Oddur (félagi Símonar), hvað greiðinn kostaði, en prófastur kvaðst ekki selja næturgreiða. . . . Kvaddi hann okkur og hljóp í skafhríðinni, sem ungur væri, áleiðis til Svínavatns. Þar ætlaði hann að messa um daginn.“ Á sumardaginn fyrsta 1880: Nú er heldur glatt á Hjalla, smáa fólkið dansar og hoppar, hákarl og hangikjöt á borð borið, súrsuð svið og annað ágæti. Þá kaffi með brennivíni í og lummelsi. Þetta er nú á framloftinu, en úti á hól er hoppað og híað. Eg er nú orðinn frá öllu þessu, sit við bréf mín og horfi framan í Sigríði. Við brosum hvort upp á annað og þökkum Guði, sem enn gefur okkur að líta nýtt sumar og gleðjast hvort af annars tilveru. Vorið góða: Nú er allt í uppnámi í búskapnum, 3 kvenmenn á grasa- fjalli, 3 piltar í byggingum frammi í Seli, 2 kvenmenn við ullarþvott, 8 við innrekstur fjárins, - þar af er sumt smátt, en yfir því er ég nú ráðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.