Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 103

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 103
ANDVARI FRANSKA BYLTINGIN 101 (la Convention sem kom saman um sama leyti og sigur vannst við Valmy) til þess að fóta sig á þeirri útþenslubraut sem var að opnast. Hinn 19. nóv- ember 1792 lýsti Þjóðþingið yfir að það mundi „rétta öllum þjóðum, sem vilja endurheimta frelsi sitt, bróðurlega hjálparhönd, og felur framkvæmda- valdinu að gefa hershöfðingjunum skipun um að leggja þessum þjóðum lið . . .“ Óhætt er að segja með orðalagi Alberts Mathiez að þessi ályktun hafi verið „ógnun við alla stólkonunga og arftekin stjórnvöld og gat hæglega orðið upphafið að allsherjarstyrjöld, ekki milli stórvelda, heldur milli stétta heimsins.“34 Með ályktuninni var því reyndar ekki svarað hverjir teldust réttbornir talsmenn ,,þjóðanna“, hver væri bær um að skilgreina ,,frelsið“ og hvað gera skyldi við þá sem höfnuðu því. Á þennan hnút hjó Þjóðþingið tveimur mánuðum síðar þegar það ályktaði að alla sem sætu í skjóli sérréttinda eða harðstjórnar í löndum þeim er franski byltingarherinn sækti inn í, skyldi meðhöndla sem óvini. Með öðrum orðum, það skilyrði var sett fyrir hinni bróðurlegu aðstoð að þjóðirnar játuðust undir réttlæti frönsku byltingarinnar, þ.m.t. afnám lénskra þjóðfélagshátta. Fyrr en varði varð Þjóðþingið að taka afstöðu til þess hvort vernd og bræðralag byltingarinnar þýddi í reynd innlimun grannlandanna í Frakkland. Haustið 1792 fékk það til afgreiðslu beiðni frá ,,ættjarðarvinunum“ í Nizza og Savoj (sem tilheyrðu konungdæminu Sardiníu) um að þessi héruð fengju að sameinast Frakklandi. Þingmenn komust hér í slæma klípu; jafn alþjóða- sinnaður maður og Camille Desmoulins varaði þá við að svara beiðninni játandi: slíkt jafngilti því að taka upp landvinningastefnu sem byltingarmenn hefðu áður fordæmt. En til þess að réttlæta innlimun hristu Danton, Gír- ondínar og ýmsir ,,alþjóðasinnaðir“ útlendingar meðal byltingarmanna rykið af hinni gömlu kenningu Lúðvíks XIV um hin „náttúrlegu landamæri“ Frakklands. Að sögn stærðfræðingsins og herfræðingsins Lazare Carnot lágu þau meðfram Rín, Ölpunum og Pyreneafjöllum. í anda þessarar kenningar samþykkti Þjóðþingið að innlima Savoj (nóv. 1792). Jafnframt var ákveðið að aðeins ,,ættjarðarvinir“ skyldu hafa rétt til að kjósa til þings í hinum innlimuðu löndum og skipa yfirvöld hinna nýju byltingarstjórna. Slík lausn virtist geta gengið í Nizza og Savoj þar sem mikill hluti íbúanna var hlynntur sameiningu við Frakkland. Allt öðru máli gegndi um önnur hernumin grann- lönd eins og Belgíu og Rínarlönd; kom brátt í ljós að þeir sem voru hlynntir sameiningu við Frakkland voru þar í minni hluta. Hvað Belgíu snertir varð raunar ekki af innlimun fyrr en árið 1795.35 Uppgjör Robespierre við Danton og bandamenn hans, hina erlendu ,,ættjarðarvini“, vorið 1794 táknaði m.a. að honum var hugað um að Frakkar virtu ákvæði stjórnarskrárinnar frá 1793, en þar var skráð að „franska þjóðin hlutist ekki í stjórn annarra þjóða“. En að Robespierre
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.