Andvari - 01.01.1982, Side 103
ANDVARI
FRANSKA BYLTINGIN
101
(la Convention sem kom saman um sama leyti og sigur vannst við Valmy)
til þess að fóta sig á þeirri útþenslubraut sem var að opnast. Hinn 19. nóv-
ember 1792 lýsti Þjóðþingið yfir að það mundi „rétta öllum þjóðum, sem
vilja endurheimta frelsi sitt, bróðurlega hjálparhönd, og felur framkvæmda-
valdinu að gefa hershöfðingjunum skipun um að leggja þessum þjóðum
lið . . .“ Óhætt er að segja með orðalagi Alberts Mathiez að þessi ályktun
hafi verið „ógnun við alla stólkonunga og arftekin stjórnvöld og gat hæglega
orðið upphafið að allsherjarstyrjöld, ekki milli stórvelda, heldur milli stétta
heimsins.“34 Með ályktuninni var því reyndar ekki svarað hverjir teldust
réttbornir talsmenn ,,þjóðanna“, hver væri bær um að skilgreina ,,frelsið“
og hvað gera skyldi við þá sem höfnuðu því. Á þennan hnút hjó Þjóðþingið
tveimur mánuðum síðar þegar það ályktaði að alla sem sætu í skjóli sérréttinda
eða harðstjórnar í löndum þeim er franski byltingarherinn sækti inn í, skyldi
meðhöndla sem óvini. Með öðrum orðum, það skilyrði var sett fyrir hinni
bróðurlegu aðstoð að þjóðirnar játuðust undir réttlæti frönsku byltingarinnar,
þ.m.t. afnám lénskra þjóðfélagshátta.
Fyrr en varði varð Þjóðþingið að taka afstöðu til þess hvort vernd og
bræðralag byltingarinnar þýddi í reynd innlimun grannlandanna í Frakkland.
Haustið 1792 fékk það til afgreiðslu beiðni frá ,,ættjarðarvinunum“ í Nizza
og Savoj (sem tilheyrðu konungdæminu Sardiníu) um að þessi héruð fengju
að sameinast Frakklandi. Þingmenn komust hér í slæma klípu; jafn alþjóða-
sinnaður maður og Camille Desmoulins varaði þá við að svara beiðninni
játandi: slíkt jafngilti því að taka upp landvinningastefnu sem byltingarmenn
hefðu áður fordæmt. En til þess að réttlæta innlimun hristu Danton, Gír-
ondínar og ýmsir ,,alþjóðasinnaðir“ útlendingar meðal byltingarmanna rykið
af hinni gömlu kenningu Lúðvíks XIV um hin „náttúrlegu landamæri“
Frakklands. Að sögn stærðfræðingsins og herfræðingsins Lazare Carnot lágu
þau meðfram Rín, Ölpunum og Pyreneafjöllum. í anda þessarar kenningar
samþykkti Þjóðþingið að innlima Savoj (nóv. 1792). Jafnframt var ákveðið
að aðeins ,,ættjarðarvinir“ skyldu hafa rétt til að kjósa til þings í hinum
innlimuðu löndum og skipa yfirvöld hinna nýju byltingarstjórna. Slík lausn
virtist geta gengið í Nizza og Savoj þar sem mikill hluti íbúanna var hlynntur
sameiningu við Frakkland. Allt öðru máli gegndi um önnur hernumin grann-
lönd eins og Belgíu og Rínarlönd; kom brátt í ljós að þeir sem voru hlynntir
sameiningu við Frakkland voru þar í minni hluta. Hvað Belgíu snertir varð
raunar ekki af innlimun fyrr en árið 1795.35
Uppgjör Robespierre við Danton og bandamenn hans, hina erlendu
,,ættjarðarvini“, vorið 1794 táknaði m.a. að honum var hugað um að
Frakkar virtu ákvæði stjórnarskrárinnar frá 1793, en þar var skráð að
„franska þjóðin hlutist ekki í stjórn annarra þjóða“. En að Robespierre