Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 8
6 GUNNAR ÁRNASON \NDVARI Hann kenndi okkur grísku, og kom okkur öllum saman um, að kennsla hans væri frábærlega góð og mundi h?nn geta kennt vel allar námsgreinir skólans aðrar en leikfimi. Aftur á móti töldum við stjórn hans á skólanum mjög lélega, enda hafði það verið almannarómur með skólapiltum árum saman. Okkur þótti hann smámunasamur og klaufalegur og sárnaði það, að hann skyldi að jafnaði ávarpa okkur með orðunum: Geyið mitt. En heyrt höfðum við, að þetta lagaðist nokkuð, er komið væri í efri bekki, og eitt sinn hefði hann verið svo bróðurlegur og skemmtilegur í veizlu, sem hann hafði haldið stúdentum eftir burtfararpróf, að þeir hefðu orðið stórhrífnir og sagt, að væri hann alltaf svona, þá væri skólinn allur annar. Annars fór því fjarri, að við felldum sjálfstæðan dóm um skólastjórn rektors, heldur gleyptum við blátt áfram við skoðunum efribekkinga. Megn andúð var löngu risin í skólanum gegn rektor, alda, sem hlaut að brotna á honum af afli fyrr eða síðar. Það var ekki óalgengt, að skól’- piltar syngju, er þeir voru einir saman: Hve þrælslegt, bölvað og ófrjálst er hjá Olsen rektor í skóla að vera. Þar allt er hannað, sem óskum vér, og ótal djöflar þar sfíónera. . . . Djöflarnir voru auðvitað kúristar og kennarasleikjur og svo sumir kenn- aranna. Fyrstu vikurnar á skólaárinu voru óspektir í 2. bekk varla meiri en oft áður í þeim hekk. En nú var bekkurinn í fjölsetnasta lagi og uppivöðslu- miklir piltar i honum og undirróður hafinn í efri bekkjum að uppreisn gegn rektor. Skólapiltar vildu, að daglegar éinkunnir yrðu þegar afnumdar, en það fé'kkst ekki. Þá fóru 'heldur að harðna átökin. Fimmtudaginn 19. nóvemher gleymdi kennarinn í síðustu kennslu- stund í 4. hekk að taka með sér einkunnabókina, og var bekknum læst þrem stundarfjórðungum síðar. En þegar tii átti að taka morguninn eftir, fund- ust aðeins spjöldin. . . . Laugardaginn 28. nóvember átti að kenna stærð- fræði í okkar bekk kl. 10-10.45. Kom ] rk inn stærðfræðikennari okkar, séra Lárus Halldórsson, með skriflegar úrlausnir. Þegar hann hafði úthlutað kompunum, bað Jón Jónsson hann um skýringu á einu dæminu, og kom þá séra Lárus til hans, en nokkrir piltar flykktust að, og Jón Thoroddsen fór út með leýfi kennarans. Á meðan brá einn sér að kennarapúltinu, þar sem einkunnabókin lá, þreif um blöðin, sem einkunnir voru ritaðar á í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.