Andvari - 01.01.1982, Síða 8
6
GUNNAR ÁRNASON
\NDVARI
Hann kenndi okkur grísku, og kom okkur öllum saman um, að kennsla hans
væri frábærlega góð og mundi h?nn geta kennt vel allar námsgreinir skólans
aðrar en leikfimi. Aftur á móti töldum við stjórn hans á skólanum mjög
lélega, enda hafði það verið almannarómur með skólapiltum árum saman.
Okkur þótti hann smámunasamur og klaufalegur og sárnaði það, að hann
skyldi að jafnaði ávarpa okkur með orðunum: Geyið mitt. En heyrt höfðum
við, að þetta lagaðist nokkuð, er komið væri í efri bekki, og eitt sinn
hefði hann verið svo bróðurlegur og skemmtilegur í veizlu, sem hann hafði
haldið stúdentum eftir burtfararpróf, að þeir hefðu orðið stórhrífnir og
sagt, að væri hann alltaf svona, þá væri skólinn allur annar.
Annars fór því fjarri, að við felldum sjálfstæðan dóm um skólastjórn
rektors, heldur gleyptum við blátt áfram við skoðunum efribekkinga.
Megn andúð var löngu risin í skólanum gegn rektor, alda, sem hlaut
að brotna á honum af afli fyrr eða síðar. Það var ekki óalgengt, að skól’-
piltar syngju, er þeir voru einir saman:
Hve þrælslegt, bölvað og ófrjálst er
hjá Olsen rektor í skóla að vera.
Þar allt er hannað, sem óskum vér,
og ótal djöflar þar sfíónera. . . .
Djöflarnir voru auðvitað kúristar og kennarasleikjur og svo sumir kenn-
aranna.
Fyrstu vikurnar á skólaárinu voru óspektir í 2. bekk varla meiri en oft
áður í þeim hekk. En nú var bekkurinn í fjölsetnasta lagi og uppivöðslu-
miklir piltar i honum og undirróður hafinn í efri bekkjum að uppreisn gegn
rektor. Skólapiltar vildu, að daglegar éinkunnir yrðu þegar afnumdar, en
það fé'kkst ekki. Þá fóru 'heldur að harðna átökin.
Fimmtudaginn 19. nóvemher gleymdi kennarinn í síðustu kennslu-
stund í 4. hekk að taka með sér einkunnabókina, og var bekknum læst þrem
stundarfjórðungum síðar. En þegar tii átti að taka morguninn eftir, fund-
ust aðeins spjöldin. . . . Laugardaginn 28. nóvember átti að kenna stærð-
fræði í okkar bekk kl. 10-10.45. Kom ] rk inn stærðfræðikennari okkar, séra
Lárus Halldórsson, með skriflegar úrlausnir. Þegar hann hafði úthlutað
kompunum, bað Jón Jónsson hann um skýringu á einu dæminu, og kom
þá séra Lárus til hans, en nokkrir piltar flykktust að, og Jón Thoroddsen
fór út með leýfi kennarans. Á meðan brá einn sér að kennarapúltinu, þar
sem einkunnabókin lá, þreif um blöðin, sem einkunnir voru ritaðar á í