Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 56
54
JÓN HNHFILL AÐALSTEINSSON
ANDVARI
vísindaritum. Þessir umræðufundir hétu „Högre seminariet“ og voru skóli sem
sá gleymir ekki sem fékk að njóta og hefði mikið þurft að standa í vegi til þess
að maður léti sig þar vanta. Á þessum umræðufundum naut Dag Strömbáck
sín einkar vel. Umræðum stýrði hann af formfestu og myndugleik og hélt öllu
í strangvísindalegum skorðum. Hann skildi ekki við viðfangsefni fyrr en leitt
hafði verið í ljós allt sem unnt var að fá fram hjá viðstöddum. Hans eigin at-
hugasemdir voru oft fáorðar og hnitmiðaðar og ýmis lærdómur sem hann
varpaði fram við þessi tækifæri var svo sígildur og eftirminnilegur, að ekki
gleymist þeim sem nærstaddur var.
Þegar umræður höfðu staðið í tvær stundir á „Högre seminariet“, var hin-
um formlega fundi slitið og við tóku óformlegar umræður, sem ekki var skammt-
aður tími. Hét það ,,Postseminarium“ og var talið rökrétt og nauðsynlegt fram-
hald hvers formlegs umræðufundar. Á þessum óformlegu umræðufundum var
Dag Strömbáck hrókur alls fagnaðar og lét það honum engu síður en hin form-
lega fundarstjórn.
Það voru örlítil forréttindi að vera íslendingur í rannsóknarnámi hjá Degi.
Ekki svo að skilja, að íslendingur gæti vænzt þess að vera tekinn mýkri hönd-
um en aðrir í prófi, nema síður væri, því að áhugi Dags á íslenzkum efnum var
svo lifandi að munnlegt próf gat dregizt mjög á langinn vegna þess hve margt
bar á góma. Norræn menningarsaga var honum mjög tiltæk frá öndverðu
til okkar daga. Honum var eiginlegt að líta á Norðurlöndin öll sem samfellda
heild, en oft staldraði hann við þegar íslenzk efni komu til umræðu og leyndi
sér ekki, að þau voru honum einkar hjartfólgin. Bar því brýna nauðsyn til að
vera vel heima sem víðast til að geta fylgt Degi um refilstigu Grágásar og ann-
arra fornra íslenzkra heimilda. En það erfiði sem til hafði verið kostað skilaði
sér sannarlega, því að munnlegt próf hiá Degi var íslendingi svo dýrmæt
reynsla að lengi man.
Eftir að ég fór frá Uppsölum 1966 hitti ég Dag ekki, en skiptist á kortum
og bréfum við hann öðru hverju. Er ég kom til Uppsala vorið 1975 hringdi
ég til hans. Hann tjáði mér þá, að hann hefði nú dregið sig út úr flestu vafstri
og ynni mest heima við. Hugur hans var þó mjög við íslenzk efni svipað því sem
fyrr var og hann sagði mér m. a., að einmitt þessar vikurnar væri hann að
ganga frá minningargrein um vin sinn, Sigurð Nordal. „Nú á ég bara einn vin
eftir á Islandi,“ bætti hann við og bað mig að bera Einari Ólafi kveðju sína
er ég kæmi heim.
m
I júní 1981 var haldið norrænt þjóðfræðingamót í Norður-Karelen í Finn-
landi. Þarna voru samankomnir rúmlega tvöhundruð þjóðfræðingar frá Norð-
urlöndunum öllum. I þessum hópi voru nokkrir af nemendum og samstarfs-
mönnum Dag Strömbácks og eitt kvöldið sem þingið stóð yfir ákváðum við að