Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 45

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 45
ANDVAIU CODEX ARGENTEUS 43 forsæti Ihres. Af nýrri útgáfu varð þó í rauninni ekki. Þjóðverjinn J. C. Zahn studdist í útgáfu sinni 1805 einkum við niðurstöður verks þeirra Sot- bergs og Ihre, og hið sama gerðu að nokkru þýzku fræðimennirnir H. C. von der Gabelentz og Julius Löbe, sem gáfu sem fyrr segir út 1836 í heildarútgáfu alla golnesku biblíutextana. Anders Uppström, sem áður getur, lagði grund- völl að strangfræðilegum útgáfum handritsins með útgáfunni 1854, og þrem- ur árum síðar fylgdi hann henni eftir með útgáfu viðauka, sem í voru þau tíu blöð, sem fundizt höfðu aftur til allrar hamingju (sbr. hér að framan). Óskir komu fram um það mjög snemma, að Codex Argenteus yrði gefinn út í cftirprentun. Eric Benzelius fékk á sínum tíma hinn kunna lækni Lars Roberg prófessor til að teikna og skera í tré eina blaðsíðu handritsins og sendi nokkrum vina sinna afþrykk - tréstokkurinn er enn til, varðveitt- ur í Stiftis- og landsbókasafninu í Linköping. En þar við sat. Nýjar áætlanir um prentun eftir tréskurði eða koparstungu voru uppi endrum og eins, en allar komu þær fyrir ekki. Við geysimikinn vanda var þar að etja. Eklci urðu heldur að veruleika áætlanir, sem uppi voru á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þessarar aldar að ljósprenta handritið. Fyrst árið 1927, á 450 ára afmæli Uppsalaháskóla, náðu þessar áætlanir fram að ganga. Stuðzt var við rannsóknir og ábendingar, sem The Svedberg og Ivar Nordlund höfðu gert, en síðan notaðar langfullkomnustu aðferðir vísindalegrar ljósmyndunar (þar sem notað var útfjólublátt ljós og flúrljós, er bæta hvort annað upp), en með þeim tókst að mynda allt handritið, svo að fullnægði fyllstu kröfum um, að hægt væri að lesa það; myndirnar taka þar frumritinu fram. Myndatakan siálf stóð í tvö ár samfleytt, og annaðist hana báverand.i amanuensis Hugo Andersson fil. lic. Háskólinn kostaði hina glæsi- legu útgáfu ljósprentunarinnar. Umsjónarmenn útgáfunnar, þeir Otto von Friesen prófessor og Anders Grape yfirbókavörður, gerðu í rækilegum inn- gangi grein fyrir margra ára rannsóknum sínum á allri gerð handritsins, ör- lögum þess og ævintýralegum ferli á liðnum öldum. Á stðari árum hefur handritafræðingurinn Jan-Olof Tjáder prófessor lagt drjúgt til mála um sögu Silfurbiblíunnar á eldra skeiði hennar. Hann hefur fært sennileg rök að því, að hið skrautlega handrit hafi verið skrifað í bókasmiðju Wiljariths í Ravenna. Speyer-blaðið, sem fannst 1970, hefur orðið honum öruggt leiðarljós um sögu handritsins, áður en það var flutt til Prag; hann hefur m. a. getað sýnt fram á, að Speyer-blaðið hafi orðið - eða því ætlað að verða - rannsóknarefni siðbótar- og fornmenntamannsins Philipps Melanchthons. Speyer-fundurinn hefur yfirhöfuð vakið að nýju mikinn áhuga á sögu handritsins. Skal um hann vitnað til sumra þeirra verka, sem talin eru í heimildaskránni hér á eftir, F. Haffner (1971), J.-O. Tjáder (1972, 1974, 1975) og M. Andersson-Schmitt (1976).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.