Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 97

Andvari - 01.01.1982, Page 97
ANDVARI FRANSKA BYLTINGIN 95 leikur einn fyrir afturhaldsöflin að kveða slíka eyðimerkurhrópendur í kútinn. Allt öðru máli gegndi um þau ríki sem lágu við norðaustur- og austurjaðar Frakklands. Pau höfðu löngum verið menningarlega nátengd Frakklandi og voru ekki á ósvipuðu stigi efnahagsþróunar. Vöxtur kapitalisma á 18. öld hafði þar skotið stoðum undir fjölmenna borgarastétt sem hafði metnað til pólitískra valda og jafnréttis, en aðallinn bældi niður líkt og í Frakklandi fyrir byltingu. Pessi lönd voru því að öllu leyti nógu félagslega ,,þroskuð“ til þess að veita málstað frönsku byltingarinnar brautargengi. Þau biðu meira að segja ekki komu frönsku herjanna: í lénum þýsku furstanna í Elsass var lénsskipan afnumin árið 1789. Og í belgísku furstadæmunum Hennegau og Brabant sem lutu Habsborgurum hófst uppreisn gegn hinni austurrísku yfirdrottnun í byrjun þessa árs. Hinir belgísku uppreisnarmenn voru raunar klofnir í tvo arma, statista sem voru höfðingjasinnaðir og vildu endurheimta forn réttindi héraðanna, og vonckista eða patríóta (ættjarðarvini). Þessir síðarnefndu vildu færa þjóðinni fullveldi í hendur að hætti Frakka. Þeir urðu að láta í minni pokann fyrir statistum sem lýstu yfir stofnun sambandsríkis. Með hjálp Prússa tókst Leópold II Habsborgara hins vegar að endurheimta yfirráð sín í árslok 1790. Gagnbyltingin vann þar með sinn fyrsta sigur utan Frakk- lands eftir að frelsissólin tók að skína í París."" Á svipaðan veg snerist byltingin sem íbúar furstadæmisins Liége gerðu gegn herra sínum, biskupnum, í ágúst 1789. Hún var beinn endurómur atburðanna í Frakklandi, naut stuðnings handverksmanna og bænda sem bjuggu við skattaáþján og skort. Byltingarmenn sömdu kvörtunarbréf og klerkar og aðalsmenn létu undan kröfum þeirra og afsöluðu sér skattfríðind- um sínum. En varla höfðu byltingarmennirnir í Liége gengið frá mannrétt- indayfirlýsingu, sýnu róttækari en þeirri frönsku, fyrr en keisaralegar her- sveitir gagnbyltingarinnar komu á vettvang og bjuggu þeim sama hlutskipti og nágrönnunum í Brabant. Það sem hér hefur verið sagt um hin eldfimu áhrif frönsku byltingarinnar til austurs er engin undantekning. Eftir nóttina sögufrægu 4. ágúst 1789 breiddust óeirðir út í Rínardal, í Köln, Trier og Speier. ,,Við viljum losna undan oki munkanna,“ mátti lesa á fregnmiðum sem gengu þar um slóðir. Og í borginni Baal í Sviss varð biskupinn að leita ásjár keisarans í Vínarborg til að endurreisa vald sitt. Senn náði ólgan til Ítalíu, Livorno og Flórens.21 I afstöðu sinni til byltingarinnar hafði England sérstöðu. Burke lagði réttilega áherslu á hið óslitna samhengi í þróun stjórnmálastofnana landsins; í félagslegu tilliti birtist það í óvenjulegri sambræðslu aðals- og auðborgara- veldis. En sérstaða Englands markaðist ekki síður af forystuhlutverki þess í iðnvæðingu. England var eina landið um þessar mundir þar sem hægt var að tala um verkalýðsstétt í eiginlegri merkingu þess orðs. Af þessu leiddi aftur að umbótahreyfingin sem sigldi í kjölfar frönsku byltingarinnar var þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.