Andvari - 01.01.1982, Side 97
ANDVARI
FRANSKA BYLTINGIN
95
leikur einn fyrir afturhaldsöflin að kveða slíka eyðimerkurhrópendur í kútinn.
Allt öðru máli gegndi um þau ríki sem lágu við norðaustur- og austurjaðar
Frakklands. Pau höfðu löngum verið menningarlega nátengd Frakklandi og
voru ekki á ósvipuðu stigi efnahagsþróunar. Vöxtur kapitalisma á 18. öld
hafði þar skotið stoðum undir fjölmenna borgarastétt sem hafði metnað til
pólitískra valda og jafnréttis, en aðallinn bældi niður líkt og í Frakklandi fyrir
byltingu. Pessi lönd voru því að öllu leyti nógu félagslega ,,þroskuð“ til þess
að veita málstað frönsku byltingarinnar brautargengi. Þau biðu meira að segja
ekki komu frönsku herjanna: í lénum þýsku furstanna í Elsass var lénsskipan
afnumin árið 1789. Og í belgísku furstadæmunum Hennegau og Brabant
sem lutu Habsborgurum hófst uppreisn gegn hinni austurrísku yfirdrottnun
í byrjun þessa árs. Hinir belgísku uppreisnarmenn voru raunar klofnir í tvo
arma, statista sem voru höfðingjasinnaðir og vildu endurheimta forn réttindi
héraðanna, og vonckista eða patríóta (ættjarðarvini). Þessir síðarnefndu vildu
færa þjóðinni fullveldi í hendur að hætti Frakka. Þeir urðu að láta í minni
pokann fyrir statistum sem lýstu yfir stofnun sambandsríkis. Með hjálp
Prússa tókst Leópold II Habsborgara hins vegar að endurheimta yfirráð
sín í árslok 1790. Gagnbyltingin vann þar með sinn fyrsta sigur utan Frakk-
lands eftir að frelsissólin tók að skína í París.""
Á svipaðan veg snerist byltingin sem íbúar furstadæmisins Liége gerðu
gegn herra sínum, biskupnum, í ágúst 1789. Hún var beinn endurómur
atburðanna í Frakklandi, naut stuðnings handverksmanna og bænda sem
bjuggu við skattaáþján og skort. Byltingarmenn sömdu kvörtunarbréf og
klerkar og aðalsmenn létu undan kröfum þeirra og afsöluðu sér skattfríðind-
um sínum. En varla höfðu byltingarmennirnir í Liége gengið frá mannrétt-
indayfirlýsingu, sýnu róttækari en þeirri frönsku, fyrr en keisaralegar her-
sveitir gagnbyltingarinnar komu á vettvang og bjuggu þeim sama hlutskipti
og nágrönnunum í Brabant.
Það sem hér hefur verið sagt um hin eldfimu áhrif frönsku byltingarinnar
til austurs er engin undantekning. Eftir nóttina sögufrægu 4. ágúst 1789
breiddust óeirðir út í Rínardal, í Köln, Trier og Speier. ,,Við viljum losna
undan oki munkanna,“ mátti lesa á fregnmiðum sem gengu þar um slóðir.
Og í borginni Baal í Sviss varð biskupinn að leita ásjár keisarans í Vínarborg
til að endurreisa vald sitt. Senn náði ólgan til Ítalíu, Livorno og Flórens.21
I afstöðu sinni til byltingarinnar hafði England sérstöðu. Burke lagði
réttilega áherslu á hið óslitna samhengi í þróun stjórnmálastofnana landsins;
í félagslegu tilliti birtist það í óvenjulegri sambræðslu aðals- og auðborgara-
veldis. En sérstaða Englands markaðist ekki síður af forystuhlutverki þess í
iðnvæðingu. England var eina landið um þessar mundir þar sem hægt var að
tala um verkalýðsstétt í eiginlegri merkingu þess orðs. Af þessu leiddi aftur
að umbótahreyfingin sem sigldi í kjölfar frönsku byltingarinnar var þar