Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 95

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 95
'DVAIU FRANSKA BYLTINGIN 93 eignarrétt á öSrum; og engin kynslóð á heldur eignarrétt á kynslóðunum sem á eftir koma . . . Það sem heil þjóð kýs að gjöra hefur hún rétt til að gjöra.“17 Fullveldið tilheyrði þjóðinni einni, en ekki neinum einstaklingi. Paine lét ekki sitja við það að tefla stafrófi byltingarinnar fram gegn erfðakenningu andstæðingsins. Hann lagði mælistiku þess á allar helstu greinir enskrar stjórnskipunar og sýndi um leið fram á hversu mikið skorti á að hún fullnægði skilyrðum hins nýunna frelsis í Frakklandi. Sem vænta mátti áttu Mannréttindi Paines ekki upp á pallborðið hjá máttarstólpum hins breska höfðingjaveldis, síst af öllu eftir að hann bætti gráu ofan á svart í öðru bindi með því að ráðast berum orðum á sjálfan konungdóminn og biskupakirkjuna. En verk hans fékk þeim mun betri viðtökur hjá umbótasinnum, meðlimum sértrúarflokka, handverksmönnum í Lundúnum og faglærðum verkamönnum í hinum nýju iðnaðarhéruðum. Það var prentað aftur og aftur; er áætlað að af því hafi runnið út upp undir ein milljón eintaka.18 Byltmgarhrœringar í Evrópu. Því hefur verið fjölyrt hér um þá Burke og Paine að ritverk þeirra eru einkar skýr dæmi um viðbrögð manna í Evrópu við byltingarhræringum í Frakklandi. í miklum þjóðfélagsbyltingum felst hneigð til alþjóðlegrar köll- unar. Straumur þeirra nemur ekki staðar við mörk móðurlandsins, heldur flæðir svo langt sem félagsleg og menningarleg skilyrði gefa tilefni til. Þetta á ekki síður við frönsku byltinguna en hina rússnesku sem mörgum núlifandi mönnum er í fersku minni. Um alla vestanverða Evrópu skiptist almennings- álitið í tvö horn: aðdáendur og stuðningsmenn byltingarinnar annars vegar og fjandmenn hennar hins vegar. Fyrri flokkinn fylltu einkum þeir sem vildu láta pólitísk réttindi haldast í hendur við félagslegt framlag og hæfileika einstaklingsins. Hér áttu í hlut borgarar í verslun og iðnaði, iðkendur hinna frjálsu lista og handverksmenn borganna. En undir merki gagnbyltingarinnar skipuðu sér einkum áhangendur gamla stjórnarfarsins sem sáu í frönsku byltingunni ógnun við arfgeng forréttindi, konungdóm og eignarrétt. Milli þessara þjóðfélagsafla hófust brátt átök víða um Evrópu sem hörðnuðu eftir því sem byltingin í Frakklandi fékk róttækara inntak og vopnuð barátta braust út milli hennar og gagnbyltingaraflanna jafnt innan lands sem utan. Áður en þar að kæmi er þó vert að geta þess að á fyrsta ári byltingar- innar - árið sem Burke birti gagnbyltingarávarp sitt - lét rödd hans illa í eyrum mennta- og listamanna Evrópu; því nærri lét að öll hin upplýsta Evrópa - fylgjendur upplýsingarstefnu 18. aldar allt frá Madrid til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.