Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 41

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 41
ANDVARI CODEX ARGENTEUS 39 vísindalegt gildi Codex Argenteus. Svo heppilega vildi samt til, að handritið komst um hendur Vossiusar fyrir sjónir sérstakra kunnáttumanna. Vossius átti Codex Argenteus, en hann átti einnig móðurbróður, Franciscus Junius, er var frægur grísku- og latínumaður, en síðan sneri sér einnig að forngermönskum málum og var kominn manna lengst í rannsókn þeirra. Junius þóttist hafa himin höndum tekið, er hann fyrir atbeina systursonar síns fékk aðgang að þessu einstæða handriti. Hann vann árum saman og af mikilli elju að fyrstu prentaðri útgáfu biblíuþýðingar Wulfila og sannaði þar, hve ágætur fræðimaður hann var. Hún kom út að áratug liðnum árið 1665 og var tileinkuð Magnusi Gabriel De la Gardie ríkiskanslara, cinum kunnasta aðalsmanni og listavini Svía á 17. öld. Codex Argenteus var þá aftur kominn til Svíþjóðar og í annars manns eigu. Nýi eigandinn var enginn annar en hið sænska stórmenni, er Junius hafði tileinkað verk sitt. De la Gardie hafði orðið þess áskynja, að Vossius væri fús að láta dýrgrip sinn við gjallanda gulli. Samningar tókust 18. júlí 1662 fyrir meðalgöngu sænskra sendiráðsmanna í Hollandi :,og eftir miklar umleitanir“. Silfur- biblían (og uppskrift hennar, er fórst í Uppsalaeldinum 1702) fengust að fullu hingað til lands fyrir 500 ríkisdali. Svo merkilega vildi til, að keppa varð um hana við enga minni en Kristínu drottningu, sem nú hafði fengið áhuga á þessum dýrgrip, er henni hafði áður sézt yfir og veitti nú í Róm heimild til að keypt yrði. Við borð lá, að hið dýrmæta handrit glataðist að fullu, þegar skipið, sem flvtia dtti það frá Amsterdam til Svíþjóðar, strandaði í stórviðri við eina af eyjunum úti fyrir Zuiderzee. En góðar umbúðir burgu því úr greipum Ægis, það lá „í lítilli eikaröskju heilt á húfi“. Og í síðari áfanganum tókst betur til. Codex Argenteus komst óskaddaður til hafnar í Gautaborg í september 1662 og var þegar fluttur þaðan til Stokkhólms. Nú var orðin rækileg breyting hér heima á viðhorfinu til handritsins, gildis þess og þýðingar. Áhugi á fornöld Svíþjóðar og sögu móðurmálsins blossaði uop. Menn fengu Gota gersamlega á heilann, því að talið var, að þeir hefðu átt frumheimkynni sín í Svíþjóð. í ráðinu, þar sem De la Gardie fagnaði þössum happafeng, óskaði ríkisdróttsetinn, Per Brahe yngri, „Svíaríki einnig mjög til hamingju”, eins og segir í fundargerð ráðsins. Og mál- og forn- fræðingar tóku skjótlega til óspilltra málanna við vísindalega rannsókn þess- arar nýfengnu heimildar. Olof Verilius, brautryðjandi norrænna fornfræða- iðkana hér í landi, skrifaði allan textann upp harðri hendi sísona til eigin nota - útgáfa Juniusar var enn ekki komin út. Og hann hafði ekki fyrr lokið uppskriftinni en Georg Stiernhielm bjóst til að koma sér upp annarri. Þessu ot bezt lýst með orðum Anders Grape, er sagði, að þarna „hefði þjóðræknin rnátt sín meira en málvísindin“. Pessi uppskrift kom út á prenti 1671. Pá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.