Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 121

Andvari - 01.01.1982, Síða 121
ANDVARI AFAMINNING 119 sem stundum er stórskemmdur eins og t. d. kornið í Hólanesi sumarið 1868, sem var morandi af lifandi möðkum, en var þó selt á 12 rd. tunnan. Af þessu ályktar sr. Jón: ,,Það skil ég, að verzlunin er einkaskilyrðið fyrir því, að við getum nokkurntíma átt með okkur sjálfir.“ Innlenda verzlun telur hann vera nauðsynlega undirstöðu þjóðfrelsisins. Ymis dæmi nefnir sr. Jón í bréfum sínum um óbilgirni kaupmanna: Vorið 1868 kemur siglingin um fardagaleytið. Sr. Jón og þrír bændur í Svínavatnshreppi, þeir Andrés á Geithömrum, Erlendur í Tungunesi og Jón á Sólheimum, senda mann í kaup- stað eftir kaffi, ,,en enginn fékk nokkurn hlut, svo að maðurinn varð að lána fyrir það peninga, og þó var ég ekki skuldugur um meira en þrjá dali í báðum kaupstöðunum.“ - Stundum voru gerðar út sendinefndir til að semja við kaupmenn um „beztu prísa“, en það gekk ekki greitt. Eitt árið þegar þriðja depútationin var á stokkunum, segir sr. Jón: „Þessara kaupmanna vald þyrfti að þrotna.“ Til að hnekkja valdi þeirra var helzta úrræðið að mynda félagssamtök um verzlunina. Var það gert við Húnaflóa með Borðeyrarfélaginu undir forystu Péturs Eggerz. í því var sr. Jón allstór hluthafi (400 rd.), en ýmis ljón verða á veginum, svo að það er hálfgerður uppgjafartónn í þessum orðum sr. Jóns: „Þeir - þ. e. kaupmenn - sjúga úr okkur allan merg, og verzlunarfélögin falla fyrir efnaleysinu og vantrausti manna.“ Síðasta áratuginn, sem sr. Jón lifði, færðist verzlunin nær Svínvetningum með löggildíngu verzlunarstaðar á Blönduósi. Kom fyrsta sigling á Ósinn vorið 1876. og þyrptust bændur þangað til höndlunar. „Höfnin er nú orðin reynd að góðu. Þar er brimasamt, en botninn ágætur,“ segir sr. Jón í bréfi 8.11. ’76. Og árið eftir: „Verzlun á Blönduósi mikil í haust, 600 tunnur af keti.“ Þessu undu Skagastrandarkaupmenn illa „og láta það bitna á okkur strax“. Verzlun dafnaði vel á Blönduósi. Thomsen kaupmaður kom þar upp húsi, og hans var sárt saknað, er hann drukknaði sumarið 1877 (Föðurtún, bls. 190). „Margt leiðir illt af þeim, vínföngunum,“ segir sr. Jón um fráfall hans. ,:Allt hefur Drottinn mér vel gert.” Þannig vitnar sr. Jón um lífsreynslu sína á einum stað í bréfum sínum til J. Á. Og hann bætir við: „Það gleður mig nærri mest, að ég hef getað veitt mínum skjól.“ Það voru margir af vinum og vandamönnum sr. Jóns, sem nutu þessa skjóls á heimili þeirra. Strax á öðru ári tóku þau Steinunni Ólafs- dóttur, móður Jóns Árnasonar, fyrir bænarstað hans. Var hún á Kúlu í 8 ár - dó þar árið 1864 hálfáttræð. Þegar faðir sr. Jóns dó árið 1862, fluttust 5 manns norður að Kúlu frá Mosfelli, þar á meðal Þóra, ekkja sr. Þórðar, ásamt dóttur þeirra Sesselju. Voru þá á Kúlu tvær prestsekkjur - stjúpa sr. Jóns og stjúpa föður hans. Munu slík fjölskyldutengsl sjaldgæf á sama heimili. Minnir það á, að árið 1830 voru þrjár prestsekkjur búsettar í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.