Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 124
122
GÍSLI BRYNJÓLFSSON
ANDVARI
Prófastshjónin á AuSkúhi, sr. jón Þórðarson og mad. Sigríður Eiríksdóttir.
Sæktn nú í krafti.
Þá ósk átti sr. Jón einna heitasta: að fá frænda sinn, Jón Árnason, norður
sem nágrannaprest. Þetta kemur fram í bréfum hans, þegar brauð losna í
Húnavatnsþingi, t. d. Undirfell árið 1859. Þá var það veitt sr. Þorláki
Stefánssyni í Blöndudalshólum, en, „ánægðir hefðu þeir orðið með þig“,
Vatnsdælir. - „Láttu ekki skrifstofuna fara með þig, því hún er viðsjál
fyrir veilca og gerir menn ónýta til búskaparumstangs, þegar menn eru
komnir á þinn aldur.“
Ekki hvetur sr. Jón samt nafna sinn til að sækja um Blöndudalshóla, því
að sóknirnar eru erfiðar, bújörðin handónýt. - Þó eru tekjurnar „nokkurn-
veginn góðar“, 50-60 lambseldi.
Svo losnar Steinnesið 1862 - „Eins dauði er annars brauð - sæktu nú í
krafti um Steinnesið, því það brauð er þér í öllu tilliti hentugt, og svo
þætti mér ekki ógaman að hafa þig hér við hliðina á mér, meðan Guð lofaði
okkur að lifa, því þó ekki gangi sem bezt, ætla ég mér þó ekki án sérlegra
kringumstæðna að fara frá Kúlu.“
En þessar óskir áttu ekki að rætast. Jón Árnason mun aldrei hafa sótt
um brauð, og hefur hann þó í því efni átt ýmissa góðra kosta völ, þar sem
hann var biskupsritari í 11 ár og þeir gengu fyrir sér eldri og reyndari mönn-
um í brauðveitingum, eins og fyrr er sagt.