Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 47

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 47
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON: Þjóðfræði og þakkarskuid i Þjóðfræði hefur í auknum mæli rutt sér til rúms hér á landi að undan- förnu. Má þar fyrst nefna söfnunarstarf það sem unnið hefur verið síðustu áratugina á vegum Þjóðminjasafns og Stofnunar Árna Magnússonar, en á hvorri þessara stofnana hefur sérfræðingur á nefndum vettvangi starfað um rúmlega tuttugu ára bil. Þá hefur einnig á síðustu árum verið hafin kennsla í þjóðfræði við Háskóla Islands. Þar er nú haldið uppi kennslu í greininni er svarar ríflega til þess magns, sem krafizt er til prófs í aukagrein við Háskóla íslands. Þetta nám er þó enn sem komið er dreift um deildir háskólans og skorir. Það hefur hvorki verið mótað sem heild né unnið að því með skipulögðum hætti að marka því bás innan háskólans. Þá hefur á þessu ári verið hafið nám í þjóð- fræði við framhaldsskóla, sem væntanlega verður vísir að frekara námi á þeim vettvangi. Hefur ýmsum skólamönnum þótt sem framhaldsskólanemendur væru um of slitnir úr tengslum við rætur þess menningarlífs sem þeir eru sprottnir úr. Það háir mjög hinu nýbyrjaða námi í þjóðfræði í Háskóla Islands, hve þjóðfræðirannsóknir á íslandi eru skammt á veg komnar. Við Þjóðminjasafn og Stofnun Árna Magnússonar hefur megináherzla verið lögð á söfnunarstarf til þessa, eins og eðlilegt er, en með auknu starfsliði má trúlega vænta frekari úrvinnslu er fram líða stundir. Enn sem komið er, er því sáralítið við að styðj- ast af hentugu lesefni í þjóðfræði á íslenzku eða um íslenzk efni. Þau grund- vallarrit sem að mestu leyti hefur þurft að styðjast við, eru því byggð á er- lendum rannsóknum og skírskota til erlendra staðhátta. Er þetta einkar baga- legt í grein eins og þjóðfræði, sem eðli sínu samkvæmt hlýtur að þurfa að skír- skota til þeirrar hefðar og þess menningarumhverfis sem kennsla fer fram í og taka dæmi úr nálægum veruleika. Þróunin hefur einnig verið sú hvarvetna þar sem þjóðfræði hefur hafizt til vegs sem vísindagrein, að þar hafa brautryðjendur í hópi fræðimanna byggt á þeim arfi sem fyrir var í þeirra eigin landi. Þeir menn sem fengizt hafa hér á landi á vísindalegan hátt við þessa fræðigrein á liðnum áratugum, hafa einnig haft þessa meginstefnu að leiðarljósi. En þeir hafa því miður verið fáir og enginn þeirra hafði það að aðalstarfi.3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.