Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 86
84
BERGSTEINN JÓNSSON
ANDVARI
Clausen. Þar af bið eg vðr borga bókm.-
fél. 300 kr., en afgangrinn á að vera til
að borga með afgjaldið af Gljúfránni
(að frádregnum umboðslaununum) og
svo upp í yðar hluta af þessum helm-
ingi Arnardalsafgjaldsins, sem skipta-
réttrinn ánafnar okkur. Bezt væri annars
að jafna þessa reikninga okkar sem
fyrst, því ella kann eitthvað að gleym-
ast, og ætla eg að biðja Árna mág
minn17 vera með yðr um það, og borga
eða taka við mismuninum af þessum
viðskiptum. En eg þarf að fá allt spesí-
físerað,18 til að vita hvað eg á að færa
ekkjunni til skuldar, og hvað ekki. Hún
á að borga stimpilinn, en fá renturnar
af peningunum, sem þér hafið sett í
banka af þeim 2900, en Gljúfrá kemr
henni ekki við, heldr mér eingöngu. Af
afgjaldinu segist þér hafa lagt út til
skiptaréttarins í Höfn 30 kr. 9 >a., en
eg bið yðr nú færa mér allt afgj. til
skuldar og borga skiptaréttinum í
Reykjavík sinn hluta líka. -
Þá er að mestu séð fyrir endann á
þessu Arnardalsmáli, - en ekki þó
alveg. Fer vonandi vel á, að Þorvaldur
læknir fái að eiga síðasta orðið, þegar
hann lýsir snilldartökum sínum til þess
að tryggja hag allra hinna helztu, sem
við þessa sögu koma. Hann segir svo í
bréfi 3. marz 1883 til Tryggva:
Eg get ekki stillt mig um að skrifa yðr
nokkrar línur og segja yðr frá „Arnar-
dals-affairen“. Ekkjan er búin að láta
selja hann allan á uppboði, og við rerum
svo undir, að hundraðið komst upp í
700 kr.! með því bæði að haga skilmál-
unum og bjóða í kapp, svo að þessir 2,
sem eignast vildu part í honum, buðu
þetta. En þar við er að athuga, að sá
sem bauð á móti (fyrir ekkjuna) sat
uppi með 5 hundr., sem ekki fæst kaup-
andi að, varla fyrir innkaupsverð ekkj-
unnar, og hinir iðrast sáran eptir kaup-
in. En samt sem áðr kemr ekkjan til að
hafa talsverðan hag af kaupunum, og
vona eg að hún borgi mér góðan skerf
af honum og okkur, sem hjálpuðum til
á uppboðinu, eins og við eigum skilið,
því eg er viss, að hefði jörðin verið
seld fyrir landssjóðs reikning og kredi-
tóra Jens-búsins, hefði hún í hæsta lagi
komizt í 450 kr. og kannske ekki hærra
en ekkjan borgaði (404). Eg var fjær-
verandi þegar uppboðið fór fram, en
Thorsteinson1" mætti þar fyrir mig, og
er honum kannske mest að þakka að
svona vel tókst til fyrir ekkjuna, sem
betr er unnandi þessa hags en kredi-
tórum Jens búsins, og þakka eg yðr
hennar vegna fyrir.
Mér og mínum hér heima líðr vel,
nema hvað fínantsarnir eru fremur bág-
ir ennþá. Eg vona samt að geta borgað
yðr peningana, sem eg bað yðr lána
mér handa Benzon20 í vetr, í sumar, og
eg hefi nefnt við Ásgeir kaupmann að
hjálpa mér til þess. En alla smáreikn-
inga okkar á milli vona eg að Árni
mágr hafi uppgjört við yðr og jafnað,
og það skal ekki líða langt þangað til
eg borga þá stóru summu, þó Ásgeir
kaupmaðr ekki gjöri það strax, sem
varla er von, því hann hefir svo mikið
lagt út fyrir mig í vetr,
Það skyldi vera mér sönn ánægja ef
eg á einhvern hátt gæti orðið yðr að
liði í einhverju, en slíkt kemr nú valla
fyrir.
Ástandið hér í sýslu má álíta fremr
gott yfir höfuð að tala. og að fráskild-
um Hornströndum lítr hvergi út fyrir
nein vandræði, hvorki fyrir menn né
skepnur. En Hornstrandir hafa fengið
nokkra hjálp, af gjafafénu, og er von-
andi að þeim verði borgið líka.