Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 64
62
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Vikið er snjó, sem vetur hlóð.
Víðiskógur lifir.
Hýr sem fró við fullgert Ijóð
fjöllum ró er yfir.
Svipuð tilfinning hafði gripið hann undir lok kvæðisins Kvelds 1899,
þegar hann lýkur 10. og næstseinasta erindinu með þessum orðum, en ég læt
síðasta erindið einnig fylgja með:
og ég sem get kveðið við kolsvartan heitn
slíkt kvæði um andvökunótt -
Og hugarrór stigið í hvíluna þá
að hinztu, sem við ég ei skil:
svo viss, að i heiminum vari þó enn
hver von mín með Ijós sitt og yl,
það lifi, sem bezt var í sálu mín sjálfs,
að sólskinið verður þó til!
Ári síðar, í bréfi til Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar 4. september 1900,
ívllist hann sem snöggvast svartsýni, þegar honum verður hugsað til heims-
ástandsins, en hann hristir hana fljótt af sér aftur, slíkur bjartsýnismaður sem
hann var: ,,Ég er hálfleiður á heiminum, öld hugsjónanna er liðin í bráðina,
öld ofbeldisins tekin við, og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla. Af öllum
smáþjóðum á að kúga þjóðerni, alheimurinn að verða Rússi eða Englendingur
eða Þjóðverji, en það er sama sem að höggva á rætur heimsmenningarinnar.
Allar þjóðir, eins þær smærri, hafa lagt henni sinn skerf, sem engin önnur
gat gert á sama hátt, einmitt af því þær voru hver um sitt. Ein þjóð eða tvær,
og menningin trénast. En svo verður það aldrei, líf og andi gengur aldrei svo
sjálft fyrir ætternisstapa, aðeins heimskuleg og blóðug tilraun í bráðina, sem
strandar og klofnar fyrr eða síðar.“
Síðar í þessu sama bréfi víkur hann að efninu í kvæðabálki sínum „Á ferð
og flugi“ og hvernig það hafi orðið til. „Islendingar hafa týnzt hér oft á sama
hátt og Ragnheiður. Við höfum talað um það oft og illa, okkar á milli, einkum
um stúlkurnar, en aldrei upphátt. Við höfum skellt skuldinni á einstaklinginn.
Svo sezt ég við að kveða um Ragnheiði. Hún er góð stúlka að upplagi. Hefir
mikið betur verið lýst tryggð barns til foreldra og heimilis í íslenzkum ljóðum
cn ég hefi gert hjá Ragnheiði, eða hafi það aldrei bærilega gert verið, er það
ekki bærilega gert? Það er einn sá kafli í kverinu mínu, sem mér er annast um.
Hví fór sem fór? Hvert var uppeldið? Slitin frá þjóðerni og heimavana, kristn-
uð Og fermd að nafninu einu í félagi (kirkjunni), sem mest berst fyrir með