Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 64

Andvari - 01.01.1982, Page 64
62 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI Vikið er snjó, sem vetur hlóð. Víðiskógur lifir. Hýr sem fró við fullgert Ijóð fjöllum ró er yfir. Svipuð tilfinning hafði gripið hann undir lok kvæðisins Kvelds 1899, þegar hann lýkur 10. og næstseinasta erindinu með þessum orðum, en ég læt síðasta erindið einnig fylgja með: og ég sem get kveðið við kolsvartan heitn slíkt kvæði um andvökunótt - Og hugarrór stigið í hvíluna þá að hinztu, sem við ég ei skil: svo viss, að i heiminum vari þó enn hver von mín með Ijós sitt og yl, það lifi, sem bezt var í sálu mín sjálfs, að sólskinið verður þó til! Ári síðar, í bréfi til Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar 4. september 1900, ívllist hann sem snöggvast svartsýni, þegar honum verður hugsað til heims- ástandsins, en hann hristir hana fljótt af sér aftur, slíkur bjartsýnismaður sem hann var: ,,Ég er hálfleiður á heiminum, öld hugsjónanna er liðin í bráðina, öld ofbeldisins tekin við, og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla. Af öllum smáþjóðum á að kúga þjóðerni, alheimurinn að verða Rússi eða Englendingur eða Þjóðverji, en það er sama sem að höggva á rætur heimsmenningarinnar. Allar þjóðir, eins þær smærri, hafa lagt henni sinn skerf, sem engin önnur gat gert á sama hátt, einmitt af því þær voru hver um sitt. Ein þjóð eða tvær, og menningin trénast. En svo verður það aldrei, líf og andi gengur aldrei svo sjálft fyrir ætternisstapa, aðeins heimskuleg og blóðug tilraun í bráðina, sem strandar og klofnar fyrr eða síðar.“ Síðar í þessu sama bréfi víkur hann að efninu í kvæðabálki sínum „Á ferð og flugi“ og hvernig það hafi orðið til. „Islendingar hafa týnzt hér oft á sama hátt og Ragnheiður. Við höfum talað um það oft og illa, okkar á milli, einkum um stúlkurnar, en aldrei upphátt. Við höfum skellt skuldinni á einstaklinginn. Svo sezt ég við að kveða um Ragnheiði. Hún er góð stúlka að upplagi. Hefir mikið betur verið lýst tryggð barns til foreldra og heimilis í íslenzkum ljóðum cn ég hefi gert hjá Ragnheiði, eða hafi það aldrei bærilega gert verið, er það ekki bærilega gert? Það er einn sá kafli í kverinu mínu, sem mér er annast um. Hví fór sem fór? Hvert var uppeldið? Slitin frá þjóðerni og heimavana, kristn- uð Og fermd að nafninu einu í félagi (kirkjunni), sem mest berst fyrir með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.