Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 113
ANDVAttl
AFAMINNING
111
sem geti smíðað“. - Strax eftir fermingu sendir hann tvær elztu dæturnar,
Vilborgu og Guðnýju, á Kvennaskólann í Reykjavík. Um annan skóla fyrir
stúlkurnar var ekki að ræða. En ,,ég vildi, að Guðný litla mín hefði verið
drengur, hún er bráðskörp“. Þannig reyndist hún líka í skóla. Fjórtán ára,
eftir eins vetrar nám, tók hún Kvennaskólapróf, en svo var kallað, ef tekið
var próf ,,að vori í öllum greinum, sem kenndar eru í efsta bekk hverju sinni“
(Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, bls. 294).
,,Eg er hræddur við æsku þeirra,“ sagði sr. Jón, þegar þær systurnar héldu
til Reykjavíkur. En það var ástæðulaus ótti. Þær kunnu vel við sig í skólan-
um, enda „þekkja þær aga frá móður sinni“.
Af þeim sex börnum Kúluhjóna, sem til aldurs komust, var einn sonur,
Theodór, síðar prestur á Bægisá. Hann var í skóla síðustu fimm árin, sem
sr. Jón lifði. Öll bréf sr. Jóns til Jóns Árnasonar frá þeim árum fjalla meira
og minna um nám og dvöl ,,Dóra“ í höfuðstaðnum og bera vott um, hve
ríka umhyggju sr. Jón bar fyrir þessum eina syni, sem upp komst, og hve
mikla áherzlu hann lagði á það, að hann gengi menntaveginn.
Kennimaðurinn.
Ekki er nú til nein stólræða, sem sr. Jón Þórðarson flutti yfir Svín-
vetningum, og hann minnist aldrei á kenningu sína í bréfunum til Jóns Árna-
sonar. Hinsvegar má fullyrða, að hann hafi lítt eða ekki vikið frá þeirri
predikun rétttrúnaðarins, sem var ríkjandi í kirkjunni hjá öllum prestum
nema sr. Páli Sigurðssyni, sem var samtíðarmaður sr. Jóns í Húnavatns-
prófastsdæmi. Ekki er þess getið, að ólíkar skoðanir hafi orðið þeim mis-
klíðarefni. Nokkuð hefur sr. Jón fylgzt með í kirkjumálum. Það má m. a.
ráða af því, að hann biður Jón Árnason að útvega sér predikunarsöfn og
fleiri guðfræðirit frá Kaupmannahöfn.
Miklar mætur hafði hann á biskupi, herra Helga Thordersen, sem predik-
ara. ,,Þar liggur mikill fjársjóður í jörð grafinn,“ segir hann um ræðusafn
hans, þegar útgáfa þess dróst lengur en gert hafði verið ráð fyrir.
Svo mikinn áhuga sýndi sr. Jón á söiu N.T. í Húnavatnsþingi, að hann
fékk leyfi biskups til að útbýta allt að 10 eint. ókeypis meðal „verðugra
fátækra“ í sóknum sínum. - Ber það gott vitni um viðleitni prófastsins til að
koma Orðinu út á meðal fólksins.
Eitt dæmi eigum við um það, hver áhrif predikun sr. Jóns hafði á til-
heyrendur hans. Þeirri mynd er brugðið upp í æviminningum sr. Friðriks
Friðrikssonar.
Vorið 1878 fluttist hann 10 ára gamall með foreldrum sínum að Svína-
vatni. Þar hafði faðir hans tekið að sér kirkjusmíði.
„Á þeim þrem árum, sem ég dvaldi þar,“ segir sr. Friðrik, „las ég flestar
Islendingasögurnar og Noregskonungasögur. Margar lánaði mér sóknarprest-